Hlynnt því að framlengja tollfrelsi úkraínskra vara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 19:01 Katrín segir undanþáguákvæðið táknrænan stuðning við Úkraínu. GETTY IMAGES/SERGII KHARCHENKO Forsætisráðherra telur það skynsamlegt að framlengja tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara. Efasemdir eru þó uppi um ágæti innflutningsins. Bráðabirgðaákvæði sem heimilar innflutninginn rennur út á morgun. Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Bráðabirgðaákvæðið um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara var samþykkt í júní á síðasta ári til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Ákvæðið fellur úr gildi á morgun. Í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort til stæði að framlengja tollfrelsið. Það hafi vakið furðu að sömu stjórnmálamenn og samþykktu að gefa Úkraínu færanlegan spítala séu hikandi við að framlengja svo skilvirka leið til að styðja Úkraínu. Sjá einnig: Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús „Samkvæmt mínum heimildum hefur verðmæti þessara vara numið 90 milljónum króna, samanborið við 25 milljónum króna árið 2021,“ sagði Katrín í svari sínu. „Ég hefði talið það skynsamlega leið að halda þessu áfram,“ sagði hún jafnframt en viðurkenndi að málið hefði ekki komið inn á borð ríkisstjórnar. Það væri hægur vandi að framlengja frelsið. Mikilvægt sé að fylgjast vel með umfanginu og kanna hvort innflutningurinn hafi áhrif á samkeppnisstöðu innlends alífuglakjöts. Samkeppnisskaði og óþekktar bakteríur Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu einmitt fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Ákvæðið leið til tjóns fyrir bændur og komi niður á samkeppnislegri stöðu þeirra á alífugla markaði. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda segir um smávægilega samkeppni að ræða og mikil kjarabót fyrir neytendur og stuðningur við Úkraínu vegi þyngra. „Mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ sagði Ólafur í samtali við fréttastofu. Rætt var við hann í kvöldfréttum þar sem fram kom að Úkraínskar kjúklingabringur væru langtum ódýrari en þær íslensku: Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag kom einnig fram að læknir teldi að herða verði eftirlit með innflutningnum þar sem bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.
Úkraína Matvöruverslun Skattar og tollar Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira