„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“ Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir að það komi ekki til greina að byggja endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ. „Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis. Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis.
Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32