Sjálfbærar hvalveiðar? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. maí 2023 08:00 Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar