Sjálfbærar hvalveiðar? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. maí 2023 08:00 Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun