Arnar Grétarsson: Við setjum þetta aftur upp í mót Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2023 22:01 Arnar var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok eftir sigur síns liðs gegn Víkingum. Valsmenn átt erfiða leiki undanfarið og tókst nú að vera fyrsta liðið til þess að stoppa sigurgöngu Víkinga. “Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
“Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira