Sport

Katrín Tanja önnur fyrir lokagreinina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir er komin með annan fótinn á heimsleikana.
Katrín Tanja Davíðsdóttir er komin með annan fótinn á heimsleikana. Mynd/Instagram/fittestincapetown

Katrín Tanja Davíðsdóttir situr í öðru sæti undanúrslitamóts fyrir heimsleikana í CrossFit nú þegar aðeins ein grein er eftir. Hún stendur því vel að vígi fyrir lokagreinina.

Katrín keppir um þessar mundir á sterku undan­úr­slita­móti vestur­hluta Norður-Ameríku fer fram í Pasa­dena sem er norð­austur af Los Angeles borg. Alls er keppt í sjö greinum og að þeim loknum munu tíu efstu konurnar vinna sér inn þátt­töku­rétt á heims­leikunum.

Katrín er búin að vera meðal tíu efstu keppenda frá upphafi mótsins og nú stefnir allt í það að hún muni vinna sér inn keppnisrétt á heimsleikunum  í tíunda sinn á ferlinum. Hún missti af sæti á leikunum í fyrra og því verður að teljast líklegt að hún sé hungruð í að sanna sig á ný.

Katrín situr eins og áður segir í öðru sæti mótsins með 451 stig eftir sex greinar, aðeins fjórim stigum minna en Arielle Loewen sem trónir á toppnum.

Lokagrein undanúrslitamótsins fer fram síðar í kvöld og verður greint frá úrslitum hennar hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×