Nýr gjaldmiðill á Hellu og mikill áhugi á mótorkrossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2023 21:06 Gunnar las meðal annars upp úr bókinni á uppskeruhátíðinni en hún heitir „Bella gella krossari". Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr gjaldmiðill var tekin upp á Hellu í vikunni þegar nemendur grunnskólans buðu bæjarbúum á markað í íþróttahúsinu þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði. Krossarar komu líka við sögu á hátíðinni og þá voru nemendur með sína eigin fréttastofu. Það var góð stemming í íþróttahúsinu á fimmtudaginn þar sem nemendur Grunnskólans á Hellu voru með „Bæjarhelluna“, sem er árlega uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur seldu ýmsar vörur, sem þau höfðu búið til, auk þess að vera með skemmtidagskrá eins og danssýningu. Sérstakur gjaldmiðill var í umferð þennan dag þar sem fólk verslaði ýmislegt af nemendum með gjaldmiðlum eftir að hafa skipt íslenskum krónum í nýja gjaldmiðilinn. „Þetta eru Hellur, okkar útgáfa af krónum. Þær er í mörgum stærðum en það er tvö þúsund, eitt þúsund, eitt hundrað og fimm hundruð. Það eru alltaf vextir og verðbólga og allt hérna, ekki spurning,“ segir Kristinn Andri Sverrisson, nemandi í 9. bekk Nemendurnir voru meðal annars með glæsilega dansýningu í íþróttahúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur voru með sína eignin fréttastofu þar sem viðtöl voru tekin og fréttir sagðar. En hvað var helst í fréttum á Hellu? „Bæjarhellan", vinirnir og Grunnskólinn á Hellu,“ sögðu fréttamennirnir Jakob Agnar, Björgvin Geir og Þór. Krossarar vöktu sérstaka athygli á Bæjarhellunni en skýringin kom fljótt í ljós. Gunnar Helgason, barnabókarithöfundur var á staðnum að kynna nýjustu bókina sína“, Bella gella krossari“ en nokkrir nemendur skólans eiga heiðurinn af nafni bókarinnar, sem kom í heita pottinum á Hellu. “Þeir hreinlega réðust á mig í sundi í fyrra. Þeir voru í skólasundi en ég var bara að slaka á því ég var að reyna að skrifa og svona í sumarbústaðnum og þeir bara skipuðu mér að skrifa bók, sem átti að heita “Bella gella krossari” af því að þeir eru í mótorkrossi,” segir Gunnar hlæjandi. Mikill áhugi er á krossurum og öllum, sem tengist slíkum hjólum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir strákarnir voru kallaðir upp á svið og fengu að sjálfsögðu bókina að gjöf frá Gunnari. En það var ekki allt búið þá. Nei, Gunnar ákvað að taka smá rúnt á krossara. Það gekk aðeins illa fyrst, hann drap á hjólinu en svo rauk hann af stað. “Þetta var hræðilegt, þetta var hræðilegt,” sagði Gunnar eftir ferðina. Strákrnir fengu allir eintak af nýju bókinni hans Gunnars Helgasonar og voru af því tilefni kallaðir upp á svið þar, sem þeir tóku á móti gjöfinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Það var góð stemming í íþróttahúsinu á fimmtudaginn þar sem nemendur Grunnskólans á Hellu voru með „Bæjarhelluna“, sem er árlega uppskeruhátíð skólans þar sem nemendur seldu ýmsar vörur, sem þau höfðu búið til, auk þess að vera með skemmtidagskrá eins og danssýningu. Sérstakur gjaldmiðill var í umferð þennan dag þar sem fólk verslaði ýmislegt af nemendum með gjaldmiðlum eftir að hafa skipt íslenskum krónum í nýja gjaldmiðilinn. „Þetta eru Hellur, okkar útgáfa af krónum. Þær er í mörgum stærðum en það er tvö þúsund, eitt þúsund, eitt hundrað og fimm hundruð. Það eru alltaf vextir og verðbólga og allt hérna, ekki spurning,“ segir Kristinn Andri Sverrisson, nemandi í 9. bekk Nemendurnir voru meðal annars með glæsilega dansýningu í íþróttahúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur voru með sína eignin fréttastofu þar sem viðtöl voru tekin og fréttir sagðar. En hvað var helst í fréttum á Hellu? „Bæjarhellan", vinirnir og Grunnskólinn á Hellu,“ sögðu fréttamennirnir Jakob Agnar, Björgvin Geir og Þór. Krossarar vöktu sérstaka athygli á Bæjarhellunni en skýringin kom fljótt í ljós. Gunnar Helgason, barnabókarithöfundur var á staðnum að kynna nýjustu bókina sína“, Bella gella krossari“ en nokkrir nemendur skólans eiga heiðurinn af nafni bókarinnar, sem kom í heita pottinum á Hellu. “Þeir hreinlega réðust á mig í sundi í fyrra. Þeir voru í skólasundi en ég var bara að slaka á því ég var að reyna að skrifa og svona í sumarbústaðnum og þeir bara skipuðu mér að skrifa bók, sem átti að heita “Bella gella krossari” af því að þeir eru í mótorkrossi,” segir Gunnar hlæjandi. Mikill áhugi er á krossurum og öllum, sem tengist slíkum hjólum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir strákarnir voru kallaðir upp á svið og fengu að sjálfsögðu bókina að gjöf frá Gunnari. En það var ekki allt búið þá. Nei, Gunnar ákvað að taka smá rúnt á krossara. Það gekk aðeins illa fyrst, hann drap á hjólinu en svo rauk hann af stað. “Þetta var hræðilegt, þetta var hræðilegt,” sagði Gunnar eftir ferðina. Strákrnir fengu allir eintak af nýju bókinni hans Gunnars Helgasonar og voru af því tilefni kallaðir upp á svið þar, sem þeir tóku á móti gjöfinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira