„Saga sem aldrei má gleymast“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. maí 2023 08:01 Það er ávallt glatt á hjalla þegar æskuvinkonurnar Guðríður og Gugga koma saman. Guðríður Sturludóttir „Sagan hennar Guggu er dæmisaga um ofbeldi sem hefur stórar og miklar afleiðingar. Það þarf ekki nema eitt högg og þá breytist allt. Þetta sýnir svo greinilega hvað ofbeldi getur haft hræðilegar afleiðingar og við verðum að tala um þetta,“ segir Guðríður Sturludóttir, vinkona Guðrúnar Jónsdóttur. Guðrún, sem ávallt er kölluð Gugga, hlaut varanlegan heilaskaða í kjölfar líkamsárásar árið 1993, þá 15 ára gömul. Gugga er í dag bundin hjólastól og þarf aðstoð við allar athafnir í daglegu lífi. Fyrir nokkrum árum var stofnaður Ferðasjóður Guggu sem safnar fjármunum til að styðja Guggu til ferðalaga, tengdra útgjalda eða annarra verkefna. Undanfarin misseri hefur orðið mikil aukning á alvarlegum ofbeldistilfellum þar sem ungmenni eiga í hlut. Guðríður segir sögu Guggu aldrei mega gleymast enda sé þar á ferð mikilvæg áminning um alvarleika ofbeldis og langtímaafleiðingar sem það getur haft fyrir þolendur, gerendur, aðstandendur og samfélagið í heild. Guðríður er ein af æskuvinkonum Guggu en þær kynntust í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla. Það var rúmlega tveimur árum áður en Gugga varð fyrir árásinni sem breytti lífi hennar til frambúðar. „Hún var með svo æðislega rödd, og hún elskaði að syngja. Sérstaklega Madonnu lög af því að hún elskar Madonnu. Hún var ofboðslega mikil umhverfissinni, og var eiginlega dálítið á undan sinni samtíð hvað það varðar. Svo var hún alltaf svo sterk og dugleg og gerði allt svo vel sem hún tók sér fyrir hendur. Það gerir hún reyndar enn í dag.“ Guðríður er ein af þeim sem munu hlaupa fyrir Ferðasjóð Guggu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nú í ár.Guðríður Sturludóttir Árásin sem breytti öllu Gugga og móðir hennar Barbara Ármannsdóttir ræddu kvöldið örlagaríka í ítarlegu viðtali við Fréttatímann árið 2012. Að kvöldi 1. október 1993 hélt hin fimmtán ára gamla Gugga í bæinn ásamt vinkonum sínum, uppábúnar og fínar og glatt var á hjalla. Um klukkan tvö kom upp ósætti í vinkvennahópnum. Tilefnið var lítið og ágreiningsefnið enn minna. Gugga ákvað þó að segja skilið við vinkonur sínar það kvöldið – og gekk í burtu. Skömmu síðar kom til hennar stúlka sem hún þekkti ekki en kannaðist við úr unglingavinnunni í Grafarvogi þar sem hún hafði unnið sumarið áður. Sú var með skilaboð frá stelpu sem Gugga kannaðist einnig við úr unglingavinnunni. Skilaboðin voru þau að Gugga ætti að hitta hana fyrir utan Fröken Reykjavík, sjoppuna, í Austurstræti. Af forvitni, fyrst og fremst, ákvað Gugga að athuga hvað stúlkan vildi sér og mætti á umsaminn stað. Þar sátu fyrir henni þrjár stúlkur, allar dökkhærðar, ein var í hvít-skræpóttum buxum, hvítum bol og svörtum, stuttum leðurjakka yfir. Hún var augljóslega undir áhrifum, mjög æst, og réðst á Guggu. Hinar tvær, einnig dökklæddar réðust einnig að henni með spörkum og barsmíðum. Tvær tóku í flétturnar á henni og héldu henni fastri meðan þriðja stúlkan sparkaði í hana og kýldi. Gugga reyndi árangurslaust að verja sig. „Hvað er að ykkur?“ heyrðist Gugga hrópa þegar hún reyndi að flýja grátandi undan ofbeldinu. Hún kallaði margoft á hjálp en enginn kom til bjargar. Gugga komst ekki langt. Stúlkurnar gripu í fléttur hennar, beygðu höfuð hennar niður og keyrðu hnéð í enni hennar og andlit og spörkuðu af öllu afli í höfuð hennar. Aftur og aftur. Hún reyndi að berja og sparka frá sér en það hafði ekkert að segja. Þær voru þrjár, hún var ein. Gugga féll í jörðina og lá þar í hnipri, vönkuð eftir höfuðhöggin. Stúlkurnar réðust þá á hana með spörkum og létu þau dynja á líkama hennar, fótum, kvið, baki, höfði. Gugga lá meðvitundarlaus í öndunarvél í meira en mánuð eftir árásina. Þegar hún vaknaði kom í ljós að hún hafði hlotið varanlegan heilaskaða. Hún hefur verið bundin við hjólastól síðan og er með afar takmarkaða málgetu. Lögregla taldi ekki sannað að þrjár stúlkur hefðu tekið þátt í árásinni á Guðrúnu, heldur tvær. Þær voru 14 og 16 ára á þessum tíma. Báðar voru þær farnar að neyta áfengis og fíkniefna. Sú yngri var ekki ákærð, enda undir sakhæfisaldri, en var hins vegar send á upptökuheimili. Henni tókst síðar meir að koma lífi sínu á rétta braut. Eldri stúlkan hlaut þriggja ára fangelsisdóm. Hún sat hins vegar aðeins inni í rúmt ár. Hún sökk djúpt í neyslu áfengis og fíkniefna eftir að hún losnaði úr fangelsi. Hún svipti sig lífi árið 2012. „Ég græt mig enn í svefn yfir því sem ég gerði. Ég hef þurft að lifa með þessu – og það hefur ekki verið auðvelt. Ég mun aldrei hætta að refsa mér fyrir þetta,“ sagði hún í samtali við Fréttatímann árið 2012. Hræðileg sjón Guðríður minnist atburðarins þegar Gugga varð fyrir árásinni í miðbæ Reykjavíkur. Á þessum tíma söfnuðust stórir hópar unglinga saman í miðbænum seint að kvöldi og héngu í kringum skemmtistaðina um það leyti sem þeir lokuðu. Þetta kvöld var engin undantekning. „Við tókum alltaf seinasta strætóinn í bæinn úr Breiðholtinu, þetta var þegar unglingar voru að hanga í bænum á kvöldin. Þetta kvöld hitti ég Guggu og nokkrar vinkonur hennar í strætisvagninum þegar við vorum allar á leið í bæinn. Það var síðan krökkt í bænum og við urðum viðskila,“ segir Guðríður en það var síðan seinna um nóttina að hún frétti af því frá tveimur vinkonum að ráðist hefði verið á Guggu með hrottalegum hætti. Það var erfitt fyrir Guðríði sem fimmtán ára unglingstúlku að horfa upp á líf vinkonu sinnar umturnast með þessum hætti og hún minnist þegar hún sá Guggu á sjúkrahúsinu tæpum tveimur mánuðum eftir árásina. „Mér brá svo svakalega. Ég sá hana þar sem hún lá með slöngur út um allt og þetta var hræðileg sjón, algjörlega ömurlegt.“ Mun fagna 45 ára afmæli sínu á þessu ári Guðríður flutti síðar til Akureyrar og hún og Gugga héldu áfram sambandi og heimsóttu hvor aðra. Guðríður er hluti af hópi nokkurra æskuvina Guggu úr Breiðholtsskóla sem hafa stutt hana dyggilega í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum var stofnaður sjóður til að gefa henni kost á að ferðast til útlanda, Ferðasjóður Guggu, sem hefur það markmið að styðja Guggu til ferðalaga, tengdra útgjalda eða annarra verkefna. Gugga elskar nefnilega að ferðast til skiljanlega er það hvorki ódýrt né einfalt fyrir hana þar sem hún þarf að hafa tvo aðstoðarmenn á ferðalögum. Gugga er mikill dýravinur og á tvo ketti. Guðríður Sturludóttir Björgvin Ingi Ólafsson er að sögn Guðríðar forsprakki hópsins og hefur hann unnið algjört þrekvirki seinustu árin. Með mikilli elju og framlögum frá góðu fólki hefur tekist að láta draum Guggu um ferðalög rætast. Hún hefur meðal annars farið til New York, Svíþjóðar og á tónleika í London þar sem hún fékk tækifæri á að sjá átrúnaðargoðið Madonnu á sviði. Ferðasjóður Guggu er á meðal þeirra góðferðafélaga sem taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka nú í ár. Á þessu ári mun Gugga fagna 45 ára afmæli sínu og markmiðið er því skýrt: gera Guggu kleift að komast í almennilega afmælisreisu. Guðríður æfir með hlaupahóp ÍR og ætla nokkrir af hennar hlaupafélögum þaðan einnig að hlaupa fyrir sjóðinn enda er Gugga gamall ÍR-ingur. „Það væri svo gaman ef hún gæti farið í æðislega ferð í tilefni af afmælinu. Þetta er það eina sem hægt er að gera til að gera henni kleift að ferðast og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við hana,“ segir Guðríður en þeir sem vilja slást í hópinn og safna áheitum fyrir ferðasjóðinn er velkomið að skrá sig til þáttöku á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins. Þeir sem vilja heita á þá sem hlaupa fyrir Guggu og sjóðinn geta gert það hér. Ofbeldi unglinga hefur verið mikið í fréttum og í umræðunni undanfarin misseri og margt bendir til að ofbeldisbrot á meðal ungmenna séu að verða sífellt grófari og hrottalegri. Á þessu ári mun Gugga fagna 45 ára afmæli sínu og markmiðið er því skýrt: gera Guggu kleift að komast í almennilega afmælisreisu.Guðríður Sturludóttir Líkt og Guðríður bendir á þá á saga Guggu ekki síst erindi um þessar mundir og segja má að sagan hafi ákveðið forvarnargildi. Hér sé á ferð skýrt dæmi um hrikalegar langtímaafleiðingar ofbeldisverknaðar. Verknaðar sem setji mark sitt á þolanda og einnig gerenda og aðstandenda. Guðríður er sjálf fimm barna móðir og segist hrylla við hversu mikið ofbeldi hefur aukist á meðal barna og ungmenna. „Af því að þetta er hræðilegt fyrir alla sem koma að, líka fyrir gerendurna og fjölskyldur þeirra. Það er lífstíðardómur að þurfa að lifa með þeirri vitneskju að hafa skaðað aðra manneskju á þennan hátt.“ Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Dómsmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Gugga er í dag bundin hjólastól og þarf aðstoð við allar athafnir í daglegu lífi. Fyrir nokkrum árum var stofnaður Ferðasjóður Guggu sem safnar fjármunum til að styðja Guggu til ferðalaga, tengdra útgjalda eða annarra verkefna. Undanfarin misseri hefur orðið mikil aukning á alvarlegum ofbeldistilfellum þar sem ungmenni eiga í hlut. Guðríður segir sögu Guggu aldrei mega gleymast enda sé þar á ferð mikilvæg áminning um alvarleika ofbeldis og langtímaafleiðingar sem það getur haft fyrir þolendur, gerendur, aðstandendur og samfélagið í heild. Guðríður er ein af æskuvinkonum Guggu en þær kynntust í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla. Það var rúmlega tveimur árum áður en Gugga varð fyrir árásinni sem breytti lífi hennar til frambúðar. „Hún var með svo æðislega rödd, og hún elskaði að syngja. Sérstaklega Madonnu lög af því að hún elskar Madonnu. Hún var ofboðslega mikil umhverfissinni, og var eiginlega dálítið á undan sinni samtíð hvað það varðar. Svo var hún alltaf svo sterk og dugleg og gerði allt svo vel sem hún tók sér fyrir hendur. Það gerir hún reyndar enn í dag.“ Guðríður er ein af þeim sem munu hlaupa fyrir Ferðasjóð Guggu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka nú í ár.Guðríður Sturludóttir Árásin sem breytti öllu Gugga og móðir hennar Barbara Ármannsdóttir ræddu kvöldið örlagaríka í ítarlegu viðtali við Fréttatímann árið 2012. Að kvöldi 1. október 1993 hélt hin fimmtán ára gamla Gugga í bæinn ásamt vinkonum sínum, uppábúnar og fínar og glatt var á hjalla. Um klukkan tvö kom upp ósætti í vinkvennahópnum. Tilefnið var lítið og ágreiningsefnið enn minna. Gugga ákvað þó að segja skilið við vinkonur sínar það kvöldið – og gekk í burtu. Skömmu síðar kom til hennar stúlka sem hún þekkti ekki en kannaðist við úr unglingavinnunni í Grafarvogi þar sem hún hafði unnið sumarið áður. Sú var með skilaboð frá stelpu sem Gugga kannaðist einnig við úr unglingavinnunni. Skilaboðin voru þau að Gugga ætti að hitta hana fyrir utan Fröken Reykjavík, sjoppuna, í Austurstræti. Af forvitni, fyrst og fremst, ákvað Gugga að athuga hvað stúlkan vildi sér og mætti á umsaminn stað. Þar sátu fyrir henni þrjár stúlkur, allar dökkhærðar, ein var í hvít-skræpóttum buxum, hvítum bol og svörtum, stuttum leðurjakka yfir. Hún var augljóslega undir áhrifum, mjög æst, og réðst á Guggu. Hinar tvær, einnig dökklæddar réðust einnig að henni með spörkum og barsmíðum. Tvær tóku í flétturnar á henni og héldu henni fastri meðan þriðja stúlkan sparkaði í hana og kýldi. Gugga reyndi árangurslaust að verja sig. „Hvað er að ykkur?“ heyrðist Gugga hrópa þegar hún reyndi að flýja grátandi undan ofbeldinu. Hún kallaði margoft á hjálp en enginn kom til bjargar. Gugga komst ekki langt. Stúlkurnar gripu í fléttur hennar, beygðu höfuð hennar niður og keyrðu hnéð í enni hennar og andlit og spörkuðu af öllu afli í höfuð hennar. Aftur og aftur. Hún reyndi að berja og sparka frá sér en það hafði ekkert að segja. Þær voru þrjár, hún var ein. Gugga féll í jörðina og lá þar í hnipri, vönkuð eftir höfuðhöggin. Stúlkurnar réðust þá á hana með spörkum og létu þau dynja á líkama hennar, fótum, kvið, baki, höfði. Gugga lá meðvitundarlaus í öndunarvél í meira en mánuð eftir árásina. Þegar hún vaknaði kom í ljós að hún hafði hlotið varanlegan heilaskaða. Hún hefur verið bundin við hjólastól síðan og er með afar takmarkaða málgetu. Lögregla taldi ekki sannað að þrjár stúlkur hefðu tekið þátt í árásinni á Guðrúnu, heldur tvær. Þær voru 14 og 16 ára á þessum tíma. Báðar voru þær farnar að neyta áfengis og fíkniefna. Sú yngri var ekki ákærð, enda undir sakhæfisaldri, en var hins vegar send á upptökuheimili. Henni tókst síðar meir að koma lífi sínu á rétta braut. Eldri stúlkan hlaut þriggja ára fangelsisdóm. Hún sat hins vegar aðeins inni í rúmt ár. Hún sökk djúpt í neyslu áfengis og fíkniefna eftir að hún losnaði úr fangelsi. Hún svipti sig lífi árið 2012. „Ég græt mig enn í svefn yfir því sem ég gerði. Ég hef þurft að lifa með þessu – og það hefur ekki verið auðvelt. Ég mun aldrei hætta að refsa mér fyrir þetta,“ sagði hún í samtali við Fréttatímann árið 2012. Hræðileg sjón Guðríður minnist atburðarins þegar Gugga varð fyrir árásinni í miðbæ Reykjavíkur. Á þessum tíma söfnuðust stórir hópar unglinga saman í miðbænum seint að kvöldi og héngu í kringum skemmtistaðina um það leyti sem þeir lokuðu. Þetta kvöld var engin undantekning. „Við tókum alltaf seinasta strætóinn í bæinn úr Breiðholtinu, þetta var þegar unglingar voru að hanga í bænum á kvöldin. Þetta kvöld hitti ég Guggu og nokkrar vinkonur hennar í strætisvagninum þegar við vorum allar á leið í bæinn. Það var síðan krökkt í bænum og við urðum viðskila,“ segir Guðríður en það var síðan seinna um nóttina að hún frétti af því frá tveimur vinkonum að ráðist hefði verið á Guggu með hrottalegum hætti. Það var erfitt fyrir Guðríði sem fimmtán ára unglingstúlku að horfa upp á líf vinkonu sinnar umturnast með þessum hætti og hún minnist þegar hún sá Guggu á sjúkrahúsinu tæpum tveimur mánuðum eftir árásina. „Mér brá svo svakalega. Ég sá hana þar sem hún lá með slöngur út um allt og þetta var hræðileg sjón, algjörlega ömurlegt.“ Mun fagna 45 ára afmæli sínu á þessu ári Guðríður flutti síðar til Akureyrar og hún og Gugga héldu áfram sambandi og heimsóttu hvor aðra. Guðríður er hluti af hópi nokkurra æskuvina Guggu úr Breiðholtsskóla sem hafa stutt hana dyggilega í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum var stofnaður sjóður til að gefa henni kost á að ferðast til útlanda, Ferðasjóður Guggu, sem hefur það markmið að styðja Guggu til ferðalaga, tengdra útgjalda eða annarra verkefna. Gugga elskar nefnilega að ferðast til skiljanlega er það hvorki ódýrt né einfalt fyrir hana þar sem hún þarf að hafa tvo aðstoðarmenn á ferðalögum. Gugga er mikill dýravinur og á tvo ketti. Guðríður Sturludóttir Björgvin Ingi Ólafsson er að sögn Guðríðar forsprakki hópsins og hefur hann unnið algjört þrekvirki seinustu árin. Með mikilli elju og framlögum frá góðu fólki hefur tekist að láta draum Guggu um ferðalög rætast. Hún hefur meðal annars farið til New York, Svíþjóðar og á tónleika í London þar sem hún fékk tækifæri á að sjá átrúnaðargoðið Madonnu á sviði. Ferðasjóður Guggu er á meðal þeirra góðferðafélaga sem taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka nú í ár. Á þessu ári mun Gugga fagna 45 ára afmæli sínu og markmiðið er því skýrt: gera Guggu kleift að komast í almennilega afmælisreisu. Guðríður æfir með hlaupahóp ÍR og ætla nokkrir af hennar hlaupafélögum þaðan einnig að hlaupa fyrir sjóðinn enda er Gugga gamall ÍR-ingur. „Það væri svo gaman ef hún gæti farið í æðislega ferð í tilefni af afmælinu. Þetta er það eina sem hægt er að gera til að gera henni kleift að ferðast og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við hana,“ segir Guðríður en þeir sem vilja slást í hópinn og safna áheitum fyrir ferðasjóðinn er velkomið að skrá sig til þáttöku á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins. Þeir sem vilja heita á þá sem hlaupa fyrir Guggu og sjóðinn geta gert það hér. Ofbeldi unglinga hefur verið mikið í fréttum og í umræðunni undanfarin misseri og margt bendir til að ofbeldisbrot á meðal ungmenna séu að verða sífellt grófari og hrottalegri. Á þessu ári mun Gugga fagna 45 ára afmæli sínu og markmiðið er því skýrt: gera Guggu kleift að komast í almennilega afmælisreisu.Guðríður Sturludóttir Líkt og Guðríður bendir á þá á saga Guggu ekki síst erindi um þessar mundir og segja má að sagan hafi ákveðið forvarnargildi. Hér sé á ferð skýrt dæmi um hrikalegar langtímaafleiðingar ofbeldisverknaðar. Verknaðar sem setji mark sitt á þolanda og einnig gerenda og aðstandenda. Guðríður er sjálf fimm barna móðir og segist hrylla við hversu mikið ofbeldi hefur aukist á meðal barna og ungmenna. „Af því að þetta er hræðilegt fyrir alla sem koma að, líka fyrir gerendurna og fjölskyldur þeirra. Það er lífstíðardómur að þurfa að lifa með þeirri vitneskju að hafa skaðað aðra manneskju á þennan hátt.“
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Dómsmál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira