Furðar sig á ummælum um mögulegt leikbann Erlings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 11:30 Pavel Ermolinskij, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, furðar sig á því að Arnar Daði Arnarsson og sérfæðingar Seinni bylgjunnar, hafi velt fyrir sér mögulegu leikbanni Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta, furðar sig á ummælum sérfræðinga Seinni bylgjunnar um mögulegt leikbann Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV í handbolta, eftir leik liðsins gegn Haukum í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í gær. Eins og gefur að skilja var Erlingur ósáttur við ýmislegt eftir sex marka tap sinna manna í gær og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Hann gaf nokkuð augljóslega í skyn að hann væri ósáttur við dómgæsluna í leiknum og virtist beina spjótum sínum að dómaraparinu Antoni Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leiknum og eftir viðtalið voru þeir hálf slegnir. Arnar Daði sagðist skilja reiði Erlings, en velti fyrir sér hvort ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar HSÍ. Verði erfitt fyrir HSÍ að setja Erling ekki í bann Í kjölfarið mætti Arnar Daði svo í settið hjá Seinni bylgjunni til að gera upp leikinn. Þar var viðtalið við Erling að sjálfsögðu rætt og Arnar benti á það að fordæmi séu fyrir því að þjálfarar hafi fengið leikbönn fyrir slík ummæli í garð dómara. „Ég fékk sjálfur leikbann, og meira að segja þriggja leikja bann, fyrir viðtal sem ég fór í hérna þar sem ég tjáði mig bara frá hjartanu um það að mér fannst dómararnir hafa áhrif á það að við höfum ekki unnið leikinn á þeim tíma,“ sagði Arnar Daði og á þá við þegar hann var þjálfari Gróttu. „Þessi ummæli voru talin skekkja ímynd handboltans. Ef þú ert með fordæmi fyrir þessu þá verður mjög erfitt fyrir HSÍ og aganefndina að setja Erling ekki í bann,“ bætti Arnar við. Klippa: Seinni bylgjan ræðir viðtal Erlings Þúsundir séu komin með leikbannsflugu í hausinn sem muni bara stækka Eins og áður segir lagði körfuboltaþjálfarinn Pavel Ermolinskij orð í belg og hann furðar sig á þessari umræðu um mögulegt leikbann á Twitter-síðu sinni. „Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ÍBV í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur,“ ritar Pavel. Arnar Daði var hins vegar fljótur að svara þjálfaranum og biður hann um að horfa aftur á umræðuna til að reyna að skilja hana betur. Hann bendir á að fordæmi séu fyrir leikbanni, en Pavel lítur sem svo á að þarna sé eingöngu verið að reyna að búa til gott og dramatískt sjónvarp. „Ég náði þessu öllu og skil og virði að þú ert að reyna að búa til gott dramatískt sjónvarp. Það er gott. Betra en hitt. Línan er þunn. Meginþorrinn, þúsundir sem að sitja heima og skilja ekki alveg allt eru núna komin með leikbannsflugu í hausinn sem mun bara stækka,“ segir Pavel áður en hann minnir á að þessi umræða gæti haft bein áhrif á næsta leik fái hún að grassera. Samskipti Pavels og Arnars má sjá í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan. Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ibv í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur.— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 26, 2023 Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Eins og gefur að skilja var Erlingur ósáttur við ýmislegt eftir sex marka tap sinna manna í gær og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Hann gaf nokkuð augljóslega í skyn að hann væri ósáttur við dómgæsluna í leiknum og virtist beina spjótum sínum að dómaraparinu Antoni Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leiknum og eftir viðtalið voru þeir hálf slegnir. Arnar Daði sagðist skilja reiði Erlings, en velti fyrir sér hvort ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar HSÍ. Verði erfitt fyrir HSÍ að setja Erling ekki í bann Í kjölfarið mætti Arnar Daði svo í settið hjá Seinni bylgjunni til að gera upp leikinn. Þar var viðtalið við Erling að sjálfsögðu rætt og Arnar benti á það að fordæmi séu fyrir því að þjálfarar hafi fengið leikbönn fyrir slík ummæli í garð dómara. „Ég fékk sjálfur leikbann, og meira að segja þriggja leikja bann, fyrir viðtal sem ég fór í hérna þar sem ég tjáði mig bara frá hjartanu um það að mér fannst dómararnir hafa áhrif á það að við höfum ekki unnið leikinn á þeim tíma,“ sagði Arnar Daði og á þá við þegar hann var þjálfari Gróttu. „Þessi ummæli voru talin skekkja ímynd handboltans. Ef þú ert með fordæmi fyrir þessu þá verður mjög erfitt fyrir HSÍ og aganefndina að setja Erling ekki í bann,“ bætti Arnar við. Klippa: Seinni bylgjan ræðir viðtal Erlings Þúsundir séu komin með leikbannsflugu í hausinn sem muni bara stækka Eins og áður segir lagði körfuboltaþjálfarinn Pavel Ermolinskij orð í belg og hann furðar sig á þessari umræðu um mögulegt leikbann á Twitter-síðu sinni. „Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ÍBV í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur,“ ritar Pavel. Arnar Daði var hins vegar fljótur að svara þjálfaranum og biður hann um að horfa aftur á umræðuna til að reyna að skilja hana betur. Hann bendir á að fordæmi séu fyrir leikbanni, en Pavel lítur sem svo á að þarna sé eingöngu verið að reyna að búa til gott og dramatískt sjónvarp. „Ég náði þessu öllu og skil og virði að þú ert að reyna að búa til gott dramatískt sjónvarp. Það er gott. Betra en hitt. Línan er þunn. Meginþorrinn, þúsundir sem að sitja heima og skilja ekki alveg allt eru núna komin með leikbannsflugu í hausinn sem mun bara stækka,“ segir Pavel áður en hann minnir á að þessi umræða gæti haft bein áhrif á næsta leik fái hún að grassera. Samskipti Pavels og Arnars má sjá í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan. Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ibv í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur.— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 26, 2023
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn