Fjögur þúsund kvartað yfir draugabremsun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 08:24 Þúsundir hafa kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu og draugabremsun. Vísir/Vilhelm Bílaframleiðandinn Tesla hefur fengið þúsundir kvartana vegna aðstoðarkerfis ökumanna. Einnig hefur fyrirtækinu mistekist að verja upplýsingar um viðskiptavini og starfsmenn. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greinir frá þessu í umfjöllun sem kölluð er „Teslu-skjölin.“ En þau eru byggð á hundrað gígabætum af gögnum sem uppljóstrari lak til blaðsins. Í gögnunum má finna hundrað þúsund nöfn núverandi og fyrrverandi starfsmanna, kennitölur, tölvupóstföng, símanúmer, og launaupplýsingar. Meðal annars upplýsingar um eigandann, Elon Musk. Einnig bankaupplýsingar kaupanda Teslu bíla og leyniupplýsingar varðandi framleiðslu bílanna. Háar sektir Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur gagnaverndarskrifstofan í Brandenburg, þar sem Tesla framleiðir bíla, lýst lekanum sem alvarlegum og stórum. Í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um eigandann Elon Musk.Getty „Ég man ekki eftir svona stórum leka,“ sagði Dagmar Harge, fulltrúi stofnunarinnar. Gæti Tesla þurft að greiða um 3,5 milljarða bandaríkjadollara í sektir vegna þessa. Eða fjögur prósent af árlegri sölu. Hraðaaukning og draugabremsun Fyrir utan lekann um viðskiptavini og starfsmenn þá leiðir uppljóstrunin í ljós að þúsundir hafa kvartað til fyrirtækisins vegna aðstoðarkerfi ökumanna. Þar af hafa um fjögur þúsund manns kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu eða „drauga bremsun.“ Samkvæmt Handelsblatt hefur Tesla brugðist við lekanum. Að sögn bílaframleiðandans liggur grunur um að um sé að ræða óánægðan fyrrverandi starfsmann sem lak upplýsingunum. Hann hafi misnotað stöðu sína sem tæknimaður og Tesla muni lögsækja viðkomandi. Deildu myndum Þetta er ekki eini lekinn hjá Tesla að undanförnu. Fyrir aðeins mánuði síðan greindi fréttastofan Reuters frá því að hópur starfsmanna Tesla hefði deilt myndum og myndböndum úr bílamyndavélum Tesla eigenda frá árunum 2019 til 2022. Tesla Þýskaland Holland Bílar Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greinir frá þessu í umfjöllun sem kölluð er „Teslu-skjölin.“ En þau eru byggð á hundrað gígabætum af gögnum sem uppljóstrari lak til blaðsins. Í gögnunum má finna hundrað þúsund nöfn núverandi og fyrrverandi starfsmanna, kennitölur, tölvupóstföng, símanúmer, og launaupplýsingar. Meðal annars upplýsingar um eigandann, Elon Musk. Einnig bankaupplýsingar kaupanda Teslu bíla og leyniupplýsingar varðandi framleiðslu bílanna. Háar sektir Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur gagnaverndarskrifstofan í Brandenburg, þar sem Tesla framleiðir bíla, lýst lekanum sem alvarlegum og stórum. Í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um eigandann Elon Musk.Getty „Ég man ekki eftir svona stórum leka,“ sagði Dagmar Harge, fulltrúi stofnunarinnar. Gæti Tesla þurft að greiða um 3,5 milljarða bandaríkjadollara í sektir vegna þessa. Eða fjögur prósent af árlegri sölu. Hraðaaukning og draugabremsun Fyrir utan lekann um viðskiptavini og starfsmenn þá leiðir uppljóstrunin í ljós að þúsundir hafa kvartað til fyrirtækisins vegna aðstoðarkerfi ökumanna. Þar af hafa um fjögur þúsund manns kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu eða „drauga bremsun.“ Samkvæmt Handelsblatt hefur Tesla brugðist við lekanum. Að sögn bílaframleiðandans liggur grunur um að um sé að ræða óánægðan fyrrverandi starfsmann sem lak upplýsingunum. Hann hafi misnotað stöðu sína sem tæknimaður og Tesla muni lögsækja viðkomandi. Deildu myndum Þetta er ekki eini lekinn hjá Tesla að undanförnu. Fyrir aðeins mánuði síðan greindi fréttastofan Reuters frá því að hópur starfsmanna Tesla hefði deilt myndum og myndböndum úr bílamyndavélum Tesla eigenda frá árunum 2019 til 2022.
Tesla Þýskaland Holland Bílar Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23