Innlent

Ofur­ölvi gestur neitaði að fara í her­bergið sitt

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Lögreglan hafði afskipti af manni sem grunaður er um ólöglega sölu áfengis. Mikið magn fannst í bílnum hans.
Lögreglan hafði afskipti af manni sem grunaður er um ólöglega sölu áfengis. Mikið magn fannst í bílnum hans. Vísir/Vilhelm

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt á hóteli í miðborg Reykjavíkur vegna ofurölvi gests. Var gesturinn til vandræða og neitaði að fara til herbergis.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefni næturinnar.

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem sparkaði í leigubílinn. Atvikið kom upp þegar bílstjórinn hafði ekið honum á leiðarenda en bíllinn var tjónaður á eftir.

Þá var bifreið stöðvuð í hverfi 104, það er Laugardalnum. Eftir viðræður við ökumann er hann grunaður um ólöglega sölu áfengis. Töluvert magn af áfengi fannst í bílnum hans.

Upp komu fleiri atvik tengd ölvun og umferðaróhöppum. Einni nokkrar líkamsárásir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og eitt innbrot í fyrirtæki í hverfi 108, það er Múlahverfinu.

Einnig var tilkynnt um olíuleka í Elliðaám. Ekki er greint frekar frá því í yfirliti lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×