Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. maí 2023 07:01 Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim. Í raun og veru er málið einfalt: Með rannsóknum sem taka stuttan tíma og eru almennt sársaukalitlar er með leghálsskimunum hægt að finna forstig leghálskrabbameina og þannig koma í veg fyrir meinin eða finna þau snemma. Með brjóstaskimunum er hægt að finna krabbamein á snemmstigum sem getur skipt sköpum varðandi batahorfur. En þrátt fyrir að málið virðist einfalt getur ýmislegt hindrað konur í að nýta boð í skimun. Staðreyndin er sú að tölur frá embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimunum fer stöðugt minnkandi. Því þarf að snúa við. Við vitum að kostnaður við skimanir getur verið hindrun og vegna þess er afar mikilvægt að lækka komugjald í brjóstaskimunum til jafns við komugjald fyrir leghálsskimanir eða fella þau alveg niður. Við vitum líka að ótti við sársauka, fyrri reynsla, líkamsmynd og skortur á upplýsingum getur einnig hindrað þátttöku. Of lítið aðgengi að tímabókunum getur líka verið ástæða þess að konur mæta ekki. Og þættirnir eru eflaust fleiri. Í rannsókn Maskínu fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2019 var framtaksleysi algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun, tímaskortur kom þar næst og svo slæm reynsla af fyrri skoðun og erfiðleikar við að komast frá skóla eða vinnu. Líklega eiga allar þessar skýringar við enn í dag. Íslenskt samfélag verður einnig sífellt fjölbreyttara, sem gerir flóknara að koma skiljanlegum upplýsingum til allra og enn skortir á rafrænar lausnir varðandi tímabókanir. Til að ná hámarksárangri af skimunum þarf að kafa ofan í alla þætti og skapa aðstæður sem auðvelda öllum konum að nýta boð í skimun. Hagsmunirnir eru miklir, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Hvert krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á snemmstigum er sigur og þeim sigrum viljum við fjölga. Það getur gerst með samstilltu átaki þeirra sem býðst skimunin, heilbrigðisstarfsmanna sem geta skapað aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku kvenna og hvatt konur til að nýta boð í skimun, Krabbameinsfélagsins sem alltaf hvetur til þátttöku í skimunum og vina og kunningja sem halda mikilvæginu á lofti. En stjórnvöld þurfa líka að koma til. Tryggja fjármagn til að innleiða nauðsynlegar breytingar, hafa skýr markmið og grípa til aðgerða þegar þau nást ekki. Ójöfnuður vaxandi vandamál Ójöfnuður í heilsu er vaxandi vandamál í okkar samfélagi og rannsóknir sýna til dæmis að fólk með meiri menntun getur vænst þess að lifa lengur en fólk með minni menntun. Við þurfum að beita öllum ráðum til að vinna gegn ójöfnuði af þessu tagi. Góð þátttaka í skimunum er liður í því. Og talandi um ójöfnuð verður að nefna kynjamun. Enn er það þannig hér á landi að einungis konum býðst skimun fyrir krabbameinum. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem býðst öllum á ákveðnum aldri er í undirbúningi en hefur dregist allt of lengi. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins í krabbameinsáætlun fyrir Evrópu er að allir hafi aðgengi að skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi og sambandið hvetur til þess að löndin skoði fýsileika þess að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. Afar mikilvægt er að Ísland sofni ekki á verðinum hvað þessi mál varðar heldur sé meðal fremstu landa. Konur: Nýtum boð í skimun þegar þau berast. Heilbrigðisstarfsfólk: Spyrjum hvort konur nýti boð í skimun, hvetjum þær til þess og sköpum aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku. Vinir og fjölskylda: Spyrjum og hvetjum okkar konur til að nýta gott boð. Stjórnvöld: Tryggjum skiljanlegar upplýsingar fyrir alla, lækkum komugjöld, fylgjumst með, rýnum og grípum til aðgerða til að auka þátttöku. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna ýmsar upplýsingar um skimanir, kosti og galla. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim. Í raun og veru er málið einfalt: Með rannsóknum sem taka stuttan tíma og eru almennt sársaukalitlar er með leghálsskimunum hægt að finna forstig leghálskrabbameina og þannig koma í veg fyrir meinin eða finna þau snemma. Með brjóstaskimunum er hægt að finna krabbamein á snemmstigum sem getur skipt sköpum varðandi batahorfur. En þrátt fyrir að málið virðist einfalt getur ýmislegt hindrað konur í að nýta boð í skimun. Staðreyndin er sú að tölur frá embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimunum fer stöðugt minnkandi. Því þarf að snúa við. Við vitum að kostnaður við skimanir getur verið hindrun og vegna þess er afar mikilvægt að lækka komugjald í brjóstaskimunum til jafns við komugjald fyrir leghálsskimanir eða fella þau alveg niður. Við vitum líka að ótti við sársauka, fyrri reynsla, líkamsmynd og skortur á upplýsingum getur einnig hindrað þátttöku. Of lítið aðgengi að tímabókunum getur líka verið ástæða þess að konur mæta ekki. Og þættirnir eru eflaust fleiri. Í rannsókn Maskínu fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2019 var framtaksleysi algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun, tímaskortur kom þar næst og svo slæm reynsla af fyrri skoðun og erfiðleikar við að komast frá skóla eða vinnu. Líklega eiga allar þessar skýringar við enn í dag. Íslenskt samfélag verður einnig sífellt fjölbreyttara, sem gerir flóknara að koma skiljanlegum upplýsingum til allra og enn skortir á rafrænar lausnir varðandi tímabókanir. Til að ná hámarksárangri af skimunum þarf að kafa ofan í alla þætti og skapa aðstæður sem auðvelda öllum konum að nýta boð í skimun. Hagsmunirnir eru miklir, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Hvert krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á snemmstigum er sigur og þeim sigrum viljum við fjölga. Það getur gerst með samstilltu átaki þeirra sem býðst skimunin, heilbrigðisstarfsmanna sem geta skapað aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku kvenna og hvatt konur til að nýta boð í skimun, Krabbameinsfélagsins sem alltaf hvetur til þátttöku í skimunum og vina og kunningja sem halda mikilvæginu á lofti. En stjórnvöld þurfa líka að koma til. Tryggja fjármagn til að innleiða nauðsynlegar breytingar, hafa skýr markmið og grípa til aðgerða þegar þau nást ekki. Ójöfnuður vaxandi vandamál Ójöfnuður í heilsu er vaxandi vandamál í okkar samfélagi og rannsóknir sýna til dæmis að fólk með meiri menntun getur vænst þess að lifa lengur en fólk með minni menntun. Við þurfum að beita öllum ráðum til að vinna gegn ójöfnuði af þessu tagi. Góð þátttaka í skimunum er liður í því. Og talandi um ójöfnuð verður að nefna kynjamun. Enn er það þannig hér á landi að einungis konum býðst skimun fyrir krabbameinum. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem býðst öllum á ákveðnum aldri er í undirbúningi en hefur dregist allt of lengi. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins í krabbameinsáætlun fyrir Evrópu er að allir hafi aðgengi að skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi og sambandið hvetur til þess að löndin skoði fýsileika þess að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. Afar mikilvægt er að Ísland sofni ekki á verðinum hvað þessi mál varðar heldur sé meðal fremstu landa. Konur: Nýtum boð í skimun þegar þau berast. Heilbrigðisstarfsfólk: Spyrjum hvort konur nýti boð í skimun, hvetjum þær til þess og sköpum aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku. Vinir og fjölskylda: Spyrjum og hvetjum okkar konur til að nýta gott boð. Stjórnvöld: Tryggjum skiljanlegar upplýsingar fyrir alla, lækkum komugjöld, fylgjumst með, rýnum og grípum til aðgerða til að auka þátttöku. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna ýmsar upplýsingar um skimanir, kosti og galla. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun