Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. maí 2023 07:01 Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim. Í raun og veru er málið einfalt: Með rannsóknum sem taka stuttan tíma og eru almennt sársaukalitlar er með leghálsskimunum hægt að finna forstig leghálskrabbameina og þannig koma í veg fyrir meinin eða finna þau snemma. Með brjóstaskimunum er hægt að finna krabbamein á snemmstigum sem getur skipt sköpum varðandi batahorfur. En þrátt fyrir að málið virðist einfalt getur ýmislegt hindrað konur í að nýta boð í skimun. Staðreyndin er sú að tölur frá embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimunum fer stöðugt minnkandi. Því þarf að snúa við. Við vitum að kostnaður við skimanir getur verið hindrun og vegna þess er afar mikilvægt að lækka komugjald í brjóstaskimunum til jafns við komugjald fyrir leghálsskimanir eða fella þau alveg niður. Við vitum líka að ótti við sársauka, fyrri reynsla, líkamsmynd og skortur á upplýsingum getur einnig hindrað þátttöku. Of lítið aðgengi að tímabókunum getur líka verið ástæða þess að konur mæta ekki. Og þættirnir eru eflaust fleiri. Í rannsókn Maskínu fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2019 var framtaksleysi algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun, tímaskortur kom þar næst og svo slæm reynsla af fyrri skoðun og erfiðleikar við að komast frá skóla eða vinnu. Líklega eiga allar þessar skýringar við enn í dag. Íslenskt samfélag verður einnig sífellt fjölbreyttara, sem gerir flóknara að koma skiljanlegum upplýsingum til allra og enn skortir á rafrænar lausnir varðandi tímabókanir. Til að ná hámarksárangri af skimunum þarf að kafa ofan í alla þætti og skapa aðstæður sem auðvelda öllum konum að nýta boð í skimun. Hagsmunirnir eru miklir, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Hvert krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á snemmstigum er sigur og þeim sigrum viljum við fjölga. Það getur gerst með samstilltu átaki þeirra sem býðst skimunin, heilbrigðisstarfsmanna sem geta skapað aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku kvenna og hvatt konur til að nýta boð í skimun, Krabbameinsfélagsins sem alltaf hvetur til þátttöku í skimunum og vina og kunningja sem halda mikilvæginu á lofti. En stjórnvöld þurfa líka að koma til. Tryggja fjármagn til að innleiða nauðsynlegar breytingar, hafa skýr markmið og grípa til aðgerða þegar þau nást ekki. Ójöfnuður vaxandi vandamál Ójöfnuður í heilsu er vaxandi vandamál í okkar samfélagi og rannsóknir sýna til dæmis að fólk með meiri menntun getur vænst þess að lifa lengur en fólk með minni menntun. Við þurfum að beita öllum ráðum til að vinna gegn ójöfnuði af þessu tagi. Góð þátttaka í skimunum er liður í því. Og talandi um ójöfnuð verður að nefna kynjamun. Enn er það þannig hér á landi að einungis konum býðst skimun fyrir krabbameinum. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem býðst öllum á ákveðnum aldri er í undirbúningi en hefur dregist allt of lengi. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins í krabbameinsáætlun fyrir Evrópu er að allir hafi aðgengi að skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi og sambandið hvetur til þess að löndin skoði fýsileika þess að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. Afar mikilvægt er að Ísland sofni ekki á verðinum hvað þessi mál varðar heldur sé meðal fremstu landa. Konur: Nýtum boð í skimun þegar þau berast. Heilbrigðisstarfsfólk: Spyrjum hvort konur nýti boð í skimun, hvetjum þær til þess og sköpum aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku. Vinir og fjölskylda: Spyrjum og hvetjum okkar konur til að nýta gott boð. Stjórnvöld: Tryggjum skiljanlegar upplýsingar fyrir alla, lækkum komugjöld, fylgjumst með, rýnum og grípum til aðgerða til að auka þátttöku. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna ýmsar upplýsingar um skimanir, kosti og galla. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim. Í raun og veru er málið einfalt: Með rannsóknum sem taka stuttan tíma og eru almennt sársaukalitlar er með leghálsskimunum hægt að finna forstig leghálskrabbameina og þannig koma í veg fyrir meinin eða finna þau snemma. Með brjóstaskimunum er hægt að finna krabbamein á snemmstigum sem getur skipt sköpum varðandi batahorfur. En þrátt fyrir að málið virðist einfalt getur ýmislegt hindrað konur í að nýta boð í skimun. Staðreyndin er sú að tölur frá embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimunum fer stöðugt minnkandi. Því þarf að snúa við. Við vitum að kostnaður við skimanir getur verið hindrun og vegna þess er afar mikilvægt að lækka komugjald í brjóstaskimunum til jafns við komugjald fyrir leghálsskimanir eða fella þau alveg niður. Við vitum líka að ótti við sársauka, fyrri reynsla, líkamsmynd og skortur á upplýsingum getur einnig hindrað þátttöku. Of lítið aðgengi að tímabókunum getur líka verið ástæða þess að konur mæta ekki. Og þættirnir eru eflaust fleiri. Í rannsókn Maskínu fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2019 var framtaksleysi algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun, tímaskortur kom þar næst og svo slæm reynsla af fyrri skoðun og erfiðleikar við að komast frá skóla eða vinnu. Líklega eiga allar þessar skýringar við enn í dag. Íslenskt samfélag verður einnig sífellt fjölbreyttara, sem gerir flóknara að koma skiljanlegum upplýsingum til allra og enn skortir á rafrænar lausnir varðandi tímabókanir. Til að ná hámarksárangri af skimunum þarf að kafa ofan í alla þætti og skapa aðstæður sem auðvelda öllum konum að nýta boð í skimun. Hagsmunirnir eru miklir, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Hvert krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á snemmstigum er sigur og þeim sigrum viljum við fjölga. Það getur gerst með samstilltu átaki þeirra sem býðst skimunin, heilbrigðisstarfsmanna sem geta skapað aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku kvenna og hvatt konur til að nýta boð í skimun, Krabbameinsfélagsins sem alltaf hvetur til þátttöku í skimunum og vina og kunningja sem halda mikilvæginu á lofti. En stjórnvöld þurfa líka að koma til. Tryggja fjármagn til að innleiða nauðsynlegar breytingar, hafa skýr markmið og grípa til aðgerða þegar þau nást ekki. Ójöfnuður vaxandi vandamál Ójöfnuður í heilsu er vaxandi vandamál í okkar samfélagi og rannsóknir sýna til dæmis að fólk með meiri menntun getur vænst þess að lifa lengur en fólk með minni menntun. Við þurfum að beita öllum ráðum til að vinna gegn ójöfnuði af þessu tagi. Góð þátttaka í skimunum er liður í því. Og talandi um ójöfnuð verður að nefna kynjamun. Enn er það þannig hér á landi að einungis konum býðst skimun fyrir krabbameinum. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem býðst öllum á ákveðnum aldri er í undirbúningi en hefur dregist allt of lengi. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins í krabbameinsáætlun fyrir Evrópu er að allir hafi aðgengi að skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi og sambandið hvetur til þess að löndin skoði fýsileika þess að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. Afar mikilvægt er að Ísland sofni ekki á verðinum hvað þessi mál varðar heldur sé meðal fremstu landa. Konur: Nýtum boð í skimun þegar þau berast. Heilbrigðisstarfsfólk: Spyrjum hvort konur nýti boð í skimun, hvetjum þær til þess og sköpum aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku. Vinir og fjölskylda: Spyrjum og hvetjum okkar konur til að nýta gott boð. Stjórnvöld: Tryggjum skiljanlegar upplýsingar fyrir alla, lækkum komugjöld, fylgjumst með, rýnum og grípum til aðgerða til að auka þátttöku. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna ýmsar upplýsingar um skimanir, kosti og galla. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar