Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um verkfallsaðgerðir BSRB sem nú hafa staðið í nokkra daga víðsvegar um land. 

Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfallsins.

Þá fjöllum við áfram um aðalmeðferð í máli hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana. Runólfur Pálsson, Forstjóri Landspítalans staðfesti í morgun að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar kona lést þar fyrir tæpum tveimur árum.

Einnig fjöllum við áfram um riðusmitið í Húnaþingi vestra og aðgerðir Mast til að stemma stigu við útbreiðslunni. 

Þá segjum við frá nýrri löggjöf sem skýrir heimildir heilbrigðisstarfsmanna til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×