Baráttan við verðbólguna Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 26. maí 2023 11:31 Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar. Í kynningu sinni fyrir ákvörðun bankans talaði seðlabankastjóri um ábyrgðaleysi stéttarfélaga. Hann hefur þó minna rætt um ábyrgð fyrirtækja sem sjaldan hafa séð betri afkomu. Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ má búast við því að verðbólga verði þrálát og yfir 5% út næsta ár. Nýbirt spá Seðlabankans er á svipaða vegu. Þrátt fyrir ítrekaðar stýrivaxtahækkanir hefur Seðlabankanum hvorki tekist að slá á þenslu í hagkerfinu né að öðlast þá trú hagkerfisins að hann sé fær um að ná henni niður. Hvers vegna er það? Víxlverkun hagnaðar og verðlags Sú verðbólga sem dunið hefur á hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs á sér margar orsakir. Öðru fremur hefur það verið hækkun húsnæðiskostnaðar og þróun alþjóðlegs hrávöruverðs sem ýtt hefur undir hækkun á verðlagi hér á landi. Það sést berlega í dag, að hröð vaxtalækkun inn í umhverfi framboðsskorts blés í fasteignabólu á Íslandi eftir heimsfaraldur. Gjarnan er athyglinni eingöngu beint að einni orsök verðlagsþróunar, þ.e. þætti launa í þróun verðlags. Því kemur það mörgum á óvart að heyra að rekstrarafkoma fyrirtækja hefur aldrei verið betri en einmitt síðustu tvö ár. Á mannamáli þýðir það að hlutfall launa af verðmætasköpun hefur lækkað og hlutur fjármagnseigenda hefur aukist. Þessi þróun er ekki einungis bundin við Ísland. Mikil umræða á sér stað erlendis um þátt fyrirtækja í vaxandi verðbólgu, þ.e. að fyrirtæki auki álagningu samhliða hækkunum aðfangaverðs og skili þeim síður þegar verðhækkanir ganga til baka. Evrópski seðlabankinn hefur m.a. bent á þessa þróun, þ.e. að hætta sé á víxlverkun hagnaðar og verðlags. Þessi hætta er meiri í umhverfi fákeppni sem þrífst á flestum lykilmörkuðum hér á landi. Alþjóða greiðslubankinn bendir á að verðbólga geti hjaðnað að markmiði samhliða launahækkunum að því gefnu að fyrirtæki hemji álagningu. Afkoma fyrirtækja í sögulegu hámarki Rekstrarafgangur fyrirtækja var sögulega hár á síðasta ári. Í heild- og smásöluverslun jókst hann um 20% eða langt umfram verðbólgu. Í einkageiranum í heild sinni jókst rekstrarafgangur um 36%, m.a. vegna sterkrar stöðu útflutningsgreina. Hið sama gildir hér sem í Evrópu, verðbólga getur hjaðnað að því gefnu að fyrirtæki hemji álagningu. Stöðugleika verður hins vegar ekki náð án þess grunnurinn að honum sé lagður af stjórnvöldum. Í peningamálum er skýrt dregið fram að og verðbólga og vaxtastig væri lægra ef stjórnvöld hefðu sýnt meira aðhald í ríkisfjármálum. Þenslan væri jafnframt minni ef stjórnvöld hefðu gert tilraun til að hemja hömlulausan vöxt ferðaþjónustunnar. Fráviksdæmi bankans metur að vextir þurfi að vera 1 prósentu hærri ef fjölgun ferðamanna fer umfram grunnspá bankans. Þessi hraða fjölgun ferðamanna hefur ýtt undir verulega þenslu í hagkerfinu og á húsnæðismarkaði. Stjórnvöld bera ein ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin á húsnæðismarkaði og hafa um árabil sofið á verðinum. Niðurstaðan er að réttindi leigjenda eru óviðunandi, of lítið hefur verið byggt og hætta á því að draga muni úr byggingum. Staðan er slík að stjórnvöld þurfa nú undanþágur frá eigin lágmarkskröfum um húsnæði til að tryggja viðkvæmustu hópum samfélagsins húsaskjól. Í sögulegu samhengi er leitun að jafn afdráttarlausri yfirlýsingu um uppgjöf. Kann stjórnmálastéttin sér loksins hóf? Laun æðstu ráðamanna koma til endurskoðunar í júlí. Hámarkslaunahækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði voru 66 þúsund krónur á mánuði Stjórnmálamenn geta því gengið fram með góðu fordæmi og fylgt því viðmiði sem samið var um á almennum vinnumarkaði. Að öðrum kosti verða sérkjör þeim til handa til þess að auka enn frekar á vaxandi spennu í þjóðfélaginu sökum þess rofs sem margir skynja í sambandi valdafólks og almennings. Stjórnvöld geta þó umfram allt ráðist í aðgerðir á húsnæðismarkaði og gert ráðstafanir til að milda áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á heimilin. Þar með kann að vera unnt að leggja grunn að stöðugleika í aðdraganda kjarasamninga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar. Í kynningu sinni fyrir ákvörðun bankans talaði seðlabankastjóri um ábyrgðaleysi stéttarfélaga. Hann hefur þó minna rætt um ábyrgð fyrirtækja sem sjaldan hafa séð betri afkomu. Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ má búast við því að verðbólga verði þrálát og yfir 5% út næsta ár. Nýbirt spá Seðlabankans er á svipaða vegu. Þrátt fyrir ítrekaðar stýrivaxtahækkanir hefur Seðlabankanum hvorki tekist að slá á þenslu í hagkerfinu né að öðlast þá trú hagkerfisins að hann sé fær um að ná henni niður. Hvers vegna er það? Víxlverkun hagnaðar og verðlags Sú verðbólga sem dunið hefur á hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs á sér margar orsakir. Öðru fremur hefur það verið hækkun húsnæðiskostnaðar og þróun alþjóðlegs hrávöruverðs sem ýtt hefur undir hækkun á verðlagi hér á landi. Það sést berlega í dag, að hröð vaxtalækkun inn í umhverfi framboðsskorts blés í fasteignabólu á Íslandi eftir heimsfaraldur. Gjarnan er athyglinni eingöngu beint að einni orsök verðlagsþróunar, þ.e. þætti launa í þróun verðlags. Því kemur það mörgum á óvart að heyra að rekstrarafkoma fyrirtækja hefur aldrei verið betri en einmitt síðustu tvö ár. Á mannamáli þýðir það að hlutfall launa af verðmætasköpun hefur lækkað og hlutur fjármagnseigenda hefur aukist. Þessi þróun er ekki einungis bundin við Ísland. Mikil umræða á sér stað erlendis um þátt fyrirtækja í vaxandi verðbólgu, þ.e. að fyrirtæki auki álagningu samhliða hækkunum aðfangaverðs og skili þeim síður þegar verðhækkanir ganga til baka. Evrópski seðlabankinn hefur m.a. bent á þessa þróun, þ.e. að hætta sé á víxlverkun hagnaðar og verðlags. Þessi hætta er meiri í umhverfi fákeppni sem þrífst á flestum lykilmörkuðum hér á landi. Alþjóða greiðslubankinn bendir á að verðbólga geti hjaðnað að markmiði samhliða launahækkunum að því gefnu að fyrirtæki hemji álagningu. Afkoma fyrirtækja í sögulegu hámarki Rekstrarafgangur fyrirtækja var sögulega hár á síðasta ári. Í heild- og smásöluverslun jókst hann um 20% eða langt umfram verðbólgu. Í einkageiranum í heild sinni jókst rekstrarafgangur um 36%, m.a. vegna sterkrar stöðu útflutningsgreina. Hið sama gildir hér sem í Evrópu, verðbólga getur hjaðnað að því gefnu að fyrirtæki hemji álagningu. Stöðugleika verður hins vegar ekki náð án þess grunnurinn að honum sé lagður af stjórnvöldum. Í peningamálum er skýrt dregið fram að og verðbólga og vaxtastig væri lægra ef stjórnvöld hefðu sýnt meira aðhald í ríkisfjármálum. Þenslan væri jafnframt minni ef stjórnvöld hefðu gert tilraun til að hemja hömlulausan vöxt ferðaþjónustunnar. Fráviksdæmi bankans metur að vextir þurfi að vera 1 prósentu hærri ef fjölgun ferðamanna fer umfram grunnspá bankans. Þessi hraða fjölgun ferðamanna hefur ýtt undir verulega þenslu í hagkerfinu og á húsnæðismarkaði. Stjórnvöld bera ein ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin á húsnæðismarkaði og hafa um árabil sofið á verðinum. Niðurstaðan er að réttindi leigjenda eru óviðunandi, of lítið hefur verið byggt og hætta á því að draga muni úr byggingum. Staðan er slík að stjórnvöld þurfa nú undanþágur frá eigin lágmarkskröfum um húsnæði til að tryggja viðkvæmustu hópum samfélagsins húsaskjól. Í sögulegu samhengi er leitun að jafn afdráttarlausri yfirlýsingu um uppgjöf. Kann stjórnmálastéttin sér loksins hóf? Laun æðstu ráðamanna koma til endurskoðunar í júlí. Hámarkslaunahækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði voru 66 þúsund krónur á mánuði Stjórnmálamenn geta því gengið fram með góðu fordæmi og fylgt því viðmiði sem samið var um á almennum vinnumarkaði. Að öðrum kosti verða sérkjör þeim til handa til þess að auka enn frekar á vaxandi spennu í þjóðfélaginu sökum þess rofs sem margir skynja í sambandi valdafólks og almennings. Stjórnvöld geta þó umfram allt ráðist í aðgerðir á húsnæðismarkaði og gert ráðstafanir til að milda áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á heimilin. Þar með kann að vera unnt að leggja grunn að stöðugleika í aðdraganda kjarasamninga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun