Segja vinnubrögð Sorpu í Kópavogi verulega ámælisverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 10:29 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er meðal þeirra sem skrifuð er fyrir bókun meirihlutans þar sem vinnubrögð Sorpu eru harðlega gagnrýnd. Vísir/Arnar Bæjarstjórnarmeirihluti Kópavogsbæjar telur vinnubrögð Sorpu og starfshóps á vegum hennar sem falið var staðarval fyrir nýja endurvinnslustöð, ámælisverð. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær. Þar kemur fram að meirihlutinn telji að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu sé ekki raunhæfur möguleiki. Staðsetningin er Arnarnesvegur, við Kópavogskirkjugarð, en sú hugmynd féll í grýttan jarðveg meðal íbúa Kópavogs. Loka á endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi á næsta ári og hefur stöðinni enn ekki verið fundinn nýr staður. Í bókun meirihlutans segir að mikilvægt sé að fara í þarfa og valkosta-greiningu áður en lengra sé haldið. Forsvarsmenn kirkjugarðsins kannist ekki við viðræður Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Orri V. Hlöðversson formaður bæjarstjórnar, segja í aðsendri grein á Vísi, að hugmyndin um Sorpustöð við Kópavogskirkjugarð hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.“ Þá segja þau Ásdís og Orri að ótækt hafi verið að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Íbúar hafi ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi og deiluskipulag svæðisins geri ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þau segja mikilvægt að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð sem þjóni hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa sé í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því.“ Kópavogur Sorphirða Sorpa Skipulag Kirkjugarðar Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Þar kemur fram að meirihlutinn telji að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu sé ekki raunhæfur möguleiki. Staðsetningin er Arnarnesvegur, við Kópavogskirkjugarð, en sú hugmynd féll í grýttan jarðveg meðal íbúa Kópavogs. Loka á endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi á næsta ári og hefur stöðinni enn ekki verið fundinn nýr staður. Í bókun meirihlutans segir að mikilvægt sé að fara í þarfa og valkosta-greiningu áður en lengra sé haldið. Forsvarsmenn kirkjugarðsins kannist ekki við viðræður Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Orri V. Hlöðversson formaður bæjarstjórnar, segja í aðsendri grein á Vísi, að hugmyndin um Sorpustöð við Kópavogskirkjugarð hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.“ Þá segja þau Ásdís og Orri að ótækt hafi verið að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Íbúar hafi ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi og deiluskipulag svæðisins geri ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þau segja mikilvægt að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð sem þjóni hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa sé í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því.“
Kópavogur Sorphirða Sorpa Skipulag Kirkjugarðar Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira