Hægt að sjá Katrínu Tönju reyna að komast inn á sína tíundu heimsleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2023 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir getur komist í hóp fárra sem hafa keppt tíu sinnum í einstaklingskeppni heimsleikanna. @katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal keppanda á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku sem hófst með liðakeppni í gær en í dag byrjar einstaklingskeppnin. Katrín Tanja er ein af sextíu konum sem keppa um tíu laus sæti á heimsleikana í haust. Það eru aftur á móti bara níu sæti í boði hjá körlunum á þessi svæði. Keppnin fer fram í Pasadena Convention Center í Pasadena í útjaðri Los Angeles borgar í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Það kemur ekkert á óvart í þessari keppni því keppendurnir hafa vitað lengi hverjar greinarnar eru og gátu líka austurhlutann reyna sig við þær í undanúrslitamóti sínu um síðustu helgi. Í fjórðungsúrslitunum þá endaði Katrín með tuttugasta besta árangurinn. Hún þarf því að hækka sig um tíu sæti ætli hún að vera með á heimsleikunum í ár. Arielle Loewen var með besta árangurinn í fjórðungsúrslitunum en næstar á eftir henni voru þær Alex Gazan og Rebecca Fuselier. Katrínu tókst ekki að tryggja sér inn á heimsleikana í fyrra og hungrið er því örugglega mikið hjá þessari miklu keppniskonu að láta það ekki gerast aftur. Hún hefur komist á níu heimsleika á ferlinum þar af átta í röð á árunum 2015 til 2021. Hún varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og þar sem að meistari síðustu sex ára, Tia-Clair Tommey er í barnsburðarleyfi, þá er Katrín síðasta konan til að vinna titilinn af þeim sem taka þátt í ár. CrossFit samtökin munu sýna beint frá undanúrslitamótinu á Youtube síðu sinni og það verður því hægt að fylgjast með Katrínu Tönju reyna að komast inn á tíundu heimsleikana sína. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá degi eitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3BQjGgirUps">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Katrín Tanja er ein af sextíu konum sem keppa um tíu laus sæti á heimsleikana í haust. Það eru aftur á móti bara níu sæti í boði hjá körlunum á þessi svæði. Keppnin fer fram í Pasadena Convention Center í Pasadena í útjaðri Los Angeles borgar í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Það kemur ekkert á óvart í þessari keppni því keppendurnir hafa vitað lengi hverjar greinarnar eru og gátu líka austurhlutann reyna sig við þær í undanúrslitamóti sínu um síðustu helgi. Í fjórðungsúrslitunum þá endaði Katrín með tuttugasta besta árangurinn. Hún þarf því að hækka sig um tíu sæti ætli hún að vera með á heimsleikunum í ár. Arielle Loewen var með besta árangurinn í fjórðungsúrslitunum en næstar á eftir henni voru þær Alex Gazan og Rebecca Fuselier. Katrínu tókst ekki að tryggja sér inn á heimsleikana í fyrra og hungrið er því örugglega mikið hjá þessari miklu keppniskonu að láta það ekki gerast aftur. Hún hefur komist á níu heimsleika á ferlinum þar af átta í röð á árunum 2015 til 2021. Hún varð heimsmeistari árin 2015 og 2016 og þar sem að meistari síðustu sex ára, Tia-Clair Tommey er í barnsburðarleyfi, þá er Katrín síðasta konan til að vinna titilinn af þeim sem taka þátt í ár. CrossFit samtökin munu sýna beint frá undanúrslitamótinu á Youtube síðu sinni og það verður því hægt að fylgjast með Katrínu Tönju reyna að komast inn á tíundu heimsleikana sína. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna frá degi eitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3BQjGgirUps">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira