Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2023 23:34 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ; Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra; Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra Stjórnarráðið Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. Á vef Stjórnarráðins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að þróun hugmyndar um uppbyggingu þjónustu við börn á landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Þá hafi bindindishreyfingin IOGT sem rekur Skálatún ákveðið að ánafna fasteignir Skálatúns í verkefnið. Í dag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns, undir samkomulag um uppbyggingu þjónustunnar. Öll þjónusta við börn á sama stað Í fréttatilkynningunni segir að sú uppbygging sem stefnt sé að feli í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, ríkisstofnanir, félagasamtök og aðrir aðilar geti verið staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því sé að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Einnig standi til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og þurfa á miklum stuðningi að halda. Samráðshópur verður settur á laggirnar til að fylgja verkefninu eftir og mun Mosfellsbær taka yfir þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa 33 einstaklingar í Skálatúni í mismunandi búsetuformi. Hér má sjá mynd frá undirritun samkomulagsins í dag.Stjórnarráðið Bindindishreyfingin brautryðjendur í þjónustu við fólk með fatlanir Skálatún er sjálfseignarstofnun sem hefur veitt þjónustu fyrir fólk með fatlanir frá árinu 1954. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi, bindindissamtökum, en samtökin hafa ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Í Skálatúni eru tólf fasteignir sem telja alls fimm þúsund fermetra á sex hektara svæði norður af Vesturlandsvegi þegar komið er inn í Mosfellsbæ úr Reykjavík. Í ræðu við undirritun samkomulags í dag rifjaði Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi, upp þegar Stórstúka Íslands stofnaði Skálatún þann 30. janúar 1954. „Þann dag fluttu fyrstu börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá. Eitt þeirra barna býr enn í Skálatúni. Bindindishreyfingin á Íslandi var þarna brautryðjandi á Íslandi í að bæta þjónustu við fatlaða. Skálatún hefur starfað í þágu fatlaðra í hartnær 70 ár. Nú er komið að leiðarlokum og er við hæfi að loka nú hringnum með hag barna að leiðarljósi,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Á vef Stjórnarráðins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að þróun hugmyndar um uppbyggingu þjónustu við börn á landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Þá hafi bindindishreyfingin IOGT sem rekur Skálatún ákveðið að ánafna fasteignir Skálatúns í verkefnið. Í dag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns, undir samkomulag um uppbyggingu þjónustunnar. Öll þjónusta við börn á sama stað Í fréttatilkynningunni segir að sú uppbygging sem stefnt sé að feli í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, ríkisstofnanir, félagasamtök og aðrir aðilar geti verið staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því sé að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Einnig standi til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og þurfa á miklum stuðningi að halda. Samráðshópur verður settur á laggirnar til að fylgja verkefninu eftir og mun Mosfellsbær taka yfir þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa 33 einstaklingar í Skálatúni í mismunandi búsetuformi. Hér má sjá mynd frá undirritun samkomulagsins í dag.Stjórnarráðið Bindindishreyfingin brautryðjendur í þjónustu við fólk með fatlanir Skálatún er sjálfseignarstofnun sem hefur veitt þjónustu fyrir fólk með fatlanir frá árinu 1954. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi, bindindissamtökum, en samtökin hafa ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Í Skálatúni eru tólf fasteignir sem telja alls fimm þúsund fermetra á sex hektara svæði norður af Vesturlandsvegi þegar komið er inn í Mosfellsbæ úr Reykjavík. Í ræðu við undirritun samkomulags í dag rifjaði Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi, upp þegar Stórstúka Íslands stofnaði Skálatún þann 30. janúar 1954. „Þann dag fluttu fyrstu börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá. Eitt þeirra barna býr enn í Skálatúni. Bindindishreyfingin á Íslandi var þarna brautryðjandi á Íslandi í að bæta þjónustu við fatlaða. Skálatún hefur starfað í þágu fatlaðra í hartnær 70 ár. Nú er komið að leiðarlokum og er við hæfi að loka nú hringnum með hag barna að leiðarljósi,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent