Borðaklipping og nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2023 20:04 Skærin klár þegar Bergþóra og Sigurður Ingi klipptu á borðann í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr kafli var skrifaður í samgöngumál á Suðurlandi í dag þegar nýr vegarkafli á milli Hveragerðis og Selfoss var opnaður með borðaklippingu. Um ellefu þúsund bílar fara um veginn á hverjum sólarhring. Það var forstjóri Vegagerðarinnar og innviðaráðherra sem opnuðu þennan vegarkafla formlega með því að klippa á borða. Fornbíll var á staðnum og tvær rútur, ein gömul og ein splunkuný rafmagnsrúta til að leggja áherslu á þær breytingar, sem hafa átt sér stað í vega- og samgöngumálum landsins í gegnum árin. Nýi vegurinn er töluvert á undan áætlun en samkvæmt útboði átti hann að vera klár í september í haust. Fyrir utan breikkun vegarins voru akstursstefnu aðskildar með vegriði. Einnig hefur tengingum fækkað inn á veginn til muna en þær voru yfir tuttugu talsins en nú eru vegamót aðeins tvenn. Skærin á púðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg gríðarleg bót hér á vegamálum,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. „Þetta er gleðidagur, ég er alveg himinlifandi með þennan dag. Þessi vegur breytir náttúrulega greiðfærni og allt það en númer 1, 2 og 3 er þetta gríðarleg bót á umferðaröryggi á einum mesta umferðarvegi landsins í ört stækkandi byggðarlagi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. En nú eru margir sem velta því fyrir sér af hverju þetta er ekki 2+ 2 vegur? „Þetta er 2+2 vegur en við höfum hins vegar ekki gengið frá yfirborðinu nema 2+1 út af því að við ætluðum að nota þá peninga, sem út af stóðu í önnur mjög áríðandi verkefni,“ segir Bergþóra. Búið að klippa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verki. Það er faglega unnið og flott og fyrir tímann, snyrtilegt og glæsilegt mannvirki auðvitað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Það gerði góðan rigningarskúr við borðaklippinguna en fólk lét það ekki slá sig út af laginu. „Og hvenær kemur sumarið? „Ég held að það sé að byrja að glytta í það öðru hvoru en það hverfur alltaf aftur. En það kemur að lokum,“ segir Sigurður Ingi hlægjandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi dómsmálaráðherra og Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri voru kát við athöfn dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Það var forstjóri Vegagerðarinnar og innviðaráðherra sem opnuðu þennan vegarkafla formlega með því að klippa á borða. Fornbíll var á staðnum og tvær rútur, ein gömul og ein splunkuný rafmagnsrúta til að leggja áherslu á þær breytingar, sem hafa átt sér stað í vega- og samgöngumálum landsins í gegnum árin. Nýi vegurinn er töluvert á undan áætlun en samkvæmt útboði átti hann að vera klár í september í haust. Fyrir utan breikkun vegarins voru akstursstefnu aðskildar með vegriði. Einnig hefur tengingum fækkað inn á veginn til muna en þær voru yfir tuttugu talsins en nú eru vegamót aðeins tvenn. Skærin á púðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg gríðarleg bót hér á vegamálum,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. „Þetta er gleðidagur, ég er alveg himinlifandi með þennan dag. Þessi vegur breytir náttúrulega greiðfærni og allt það en númer 1, 2 og 3 er þetta gríðarleg bót á umferðaröryggi á einum mesta umferðarvegi landsins í ört stækkandi byggðarlagi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. En nú eru margir sem velta því fyrir sér af hverju þetta er ekki 2+ 2 vegur? „Þetta er 2+2 vegur en við höfum hins vegar ekki gengið frá yfirborðinu nema 2+1 út af því að við ætluðum að nota þá peninga, sem út af stóðu í önnur mjög áríðandi verkefni,“ segir Bergþóra. Búið að klippa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verki. Það er faglega unnið og flott og fyrir tímann, snyrtilegt og glæsilegt mannvirki auðvitað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Það gerði góðan rigningarskúr við borðaklippinguna en fólk lét það ekki slá sig út af laginu. „Og hvenær kemur sumarið? „Ég held að það sé að byrja að glytta í það öðru hvoru en það hverfur alltaf aftur. En það kemur að lokum,“ segir Sigurður Ingi hlægjandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi dómsmálaráðherra og Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri voru kát við athöfn dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira