Íslensku stelpurnar með mestu reynsluna í baráttunni um sæti á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 08:31 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum, þar af hafa Annie og Katrín unnið tvívegis. Vísir/eyþór Undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit standa nú yfir og þar er barist um laus sæti á heimsleikunum í haust. Þangað vilja margir komast en fáir ná alla leið enda samkeppnin mjög mikil. Undanúrslitamótið fyrir austurhluta Norður-Ameríku fór fram um síðustu helgi og um næstu helgi er komið að vesturhlutanum. Þar keppir Katrín Tanja Davíðsdóttir en allir hinir Íslendingarnir sem keppa í meistaraflokki og komust alla leið í undanúrslitin keppa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Berlín. Athygli vekur hvað Ísland er áberandi þegar tekið er saman hvaða keppendur á undanúrslitamótunum hafa mesta reynslu af heimsleikunum á ferlinum fyrir árið í ár. Hjá konunum skipa nefnilega íslenskar CrossFit konur fjögur af fimm efstu sætunum yfir þær reynslumestu í undanúrslitunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ekki nóg með það heldur eru þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þær einu sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit af þeim sem standa eftir. Tia-Clair Toomey, heimsmeistari undanfarinna sex ára, er ekki með í ár þar sem hún var að eignast sitt fyrsta barn. Katrín Tanja er sú sem vann síðast á undan Toomey en það var árið 2016. Anníe Mist Þórisdóttir er í efsta sætinu yfir reynsluboltana en hún á möguleika á því að komast á sína tólftu heimsleika í einstaklingskeppni. Katrín Tanja er í öðru sæti en hún getur tryggt sig inn á sína tíundu heimsleika. Báðar hafa þær komist margoft á verðlaunapallinn, Anníe Mist sex sinnum og Katrín fjórum sinnum. Bandaríska konan Brooke Wells stingur sér upp á milli íslensku kvennanna á toppnum en hún hefur keppt átta sinnum á heimsleikum. Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með undanfarin ár og alls sjö sinnum á ferlinum. Sara Sigmundsdóttir er síðan í fimmta sætinu en hún hefur sex sinnum keppt á heimsleikunum. Sara hefur ekki verið með undanfarin ár, en hún missti af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og komst ekki inn á heimsleikana í fyrra. CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Undanúrslitamótið fyrir austurhluta Norður-Ameríku fór fram um síðustu helgi og um næstu helgi er komið að vesturhlutanum. Þar keppir Katrín Tanja Davíðsdóttir en allir hinir Íslendingarnir sem keppa í meistaraflokki og komust alla leið í undanúrslitin keppa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Berlín. Athygli vekur hvað Ísland er áberandi þegar tekið er saman hvaða keppendur á undanúrslitamótunum hafa mesta reynslu af heimsleikunum á ferlinum fyrir árið í ár. Hjá konunum skipa nefnilega íslenskar CrossFit konur fjögur af fimm efstu sætunum yfir þær reynslumestu í undanúrslitunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ekki nóg með það heldur eru þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þær einu sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit af þeim sem standa eftir. Tia-Clair Toomey, heimsmeistari undanfarinna sex ára, er ekki með í ár þar sem hún var að eignast sitt fyrsta barn. Katrín Tanja er sú sem vann síðast á undan Toomey en það var árið 2016. Anníe Mist Þórisdóttir er í efsta sætinu yfir reynsluboltana en hún á möguleika á því að komast á sína tólftu heimsleika í einstaklingskeppni. Katrín Tanja er í öðru sæti en hún getur tryggt sig inn á sína tíundu heimsleika. Báðar hafa þær komist margoft á verðlaunapallinn, Anníe Mist sex sinnum og Katrín fjórum sinnum. Bandaríska konan Brooke Wells stingur sér upp á milli íslensku kvennanna á toppnum en hún hefur keppt átta sinnum á heimsleikum. Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með undanfarin ár og alls sjö sinnum á ferlinum. Sara Sigmundsdóttir er síðan í fimmta sætinu en hún hefur sex sinnum keppt á heimsleikunum. Sara hefur ekki verið með undanfarin ár, en hún missti af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og komst ekki inn á heimsleikana í fyrra.
CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira