Íslensku stelpurnar með mestu reynsluna í baráttunni um sæti á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 08:31 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum, þar af hafa Annie og Katrín unnið tvívegis. Vísir/eyþór Undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit standa nú yfir og þar er barist um laus sæti á heimsleikunum í haust. Þangað vilja margir komast en fáir ná alla leið enda samkeppnin mjög mikil. Undanúrslitamótið fyrir austurhluta Norður-Ameríku fór fram um síðustu helgi og um næstu helgi er komið að vesturhlutanum. Þar keppir Katrín Tanja Davíðsdóttir en allir hinir Íslendingarnir sem keppa í meistaraflokki og komust alla leið í undanúrslitin keppa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Berlín. Athygli vekur hvað Ísland er áberandi þegar tekið er saman hvaða keppendur á undanúrslitamótunum hafa mesta reynslu af heimsleikunum á ferlinum fyrir árið í ár. Hjá konunum skipa nefnilega íslenskar CrossFit konur fjögur af fimm efstu sætunum yfir þær reynslumestu í undanúrslitunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ekki nóg með það heldur eru þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þær einu sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit af þeim sem standa eftir. Tia-Clair Toomey, heimsmeistari undanfarinna sex ára, er ekki með í ár þar sem hún var að eignast sitt fyrsta barn. Katrín Tanja er sú sem vann síðast á undan Toomey en það var árið 2016. Anníe Mist Þórisdóttir er í efsta sætinu yfir reynsluboltana en hún á möguleika á því að komast á sína tólftu heimsleika í einstaklingskeppni. Katrín Tanja er í öðru sæti en hún getur tryggt sig inn á sína tíundu heimsleika. Báðar hafa þær komist margoft á verðlaunapallinn, Anníe Mist sex sinnum og Katrín fjórum sinnum. Bandaríska konan Brooke Wells stingur sér upp á milli íslensku kvennanna á toppnum en hún hefur keppt átta sinnum á heimsleikum. Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með undanfarin ár og alls sjö sinnum á ferlinum. Sara Sigmundsdóttir er síðan í fimmta sætinu en hún hefur sex sinnum keppt á heimsleikunum. Sara hefur ekki verið með undanfarin ár, en hún missti af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og komst ekki inn á heimsleikana í fyrra. CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Undanúrslitamótið fyrir austurhluta Norður-Ameríku fór fram um síðustu helgi og um næstu helgi er komið að vesturhlutanum. Þar keppir Katrín Tanja Davíðsdóttir en allir hinir Íslendingarnir sem keppa í meistaraflokki og komust alla leið í undanúrslitin keppa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Berlín. Athygli vekur hvað Ísland er áberandi þegar tekið er saman hvaða keppendur á undanúrslitamótunum hafa mesta reynslu af heimsleikunum á ferlinum fyrir árið í ár. Hjá konunum skipa nefnilega íslenskar CrossFit konur fjögur af fimm efstu sætunum yfir þær reynslumestu í undanúrslitunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ekki nóg með það heldur eru þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir þær einu sem hafa orðið heimsmeistarar í CrossFit af þeim sem standa eftir. Tia-Clair Toomey, heimsmeistari undanfarinna sex ára, er ekki með í ár þar sem hún var að eignast sitt fyrsta barn. Katrín Tanja er sú sem vann síðast á undan Toomey en það var árið 2016. Anníe Mist Þórisdóttir er í efsta sætinu yfir reynsluboltana en hún á möguleika á því að komast á sína tólftu heimsleika í einstaklingskeppni. Katrín Tanja er í öðru sæti en hún getur tryggt sig inn á sína tíundu heimsleika. Báðar hafa þær komist margoft á verðlaunapallinn, Anníe Mist sex sinnum og Katrín fjórum sinnum. Bandaríska konan Brooke Wells stingur sér upp á milli íslensku kvennanna á toppnum en hún hefur keppt átta sinnum á heimsleikum. Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með undanfarin ár og alls sjö sinnum á ferlinum. Sara Sigmundsdóttir er síðan í fimmta sætinu en hún hefur sex sinnum keppt á heimsleikunum. Sara hefur ekki verið með undanfarin ár, en hún missti af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og komst ekki inn á heimsleikana í fyrra.
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira