Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2023 07:37 Prigozhin hefur í fjölmiðlum verið kallaður „kokkur Pútíns“ en sagðist í viðtalinu ekki kunna að elda og að nær væri að kalla hann „slátrara Pútín“. AP „Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands. „Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Við verðum að setja herlög. Við verðum, því miður, að tilkynna um nýjar bylgjur herkvaðninga. Við verðum að láta alla sem geta unnið vinna við að auka framleiðslu á skotfærum. Rússland verður að verða eins og Norður-Kórea í nokkur ár; það er að segja, loka landamærunum og vinna ötullega.“ Líkt og ofangreind ummæli Prigozhin bera með sér var dökkur tónn í viðtalinu, þar sem málaliðaforinginn sagðist hreinlega óttast að sú sviðsmynd yrði ofan á að Úkraínumönnum tækist með stuðningi Vesturlanda að hrekja Rússa burtu og jafnvel ná Krímskaga aftur á sitt vald. Ef Úkraínumenn hefðu átt 500 skriðdreka áður en Rússar réðust inn í landið, ættu þeir núna 5.000. Ef þeir hefðu átt 20.000 hermenn sem hefðu getað barist, ættu þeir núna 400.000, sagði Prigozhin. „Hvernig afvopnuðum við þá? Nú kemur í ljós að við erum búnir að hervæða þá.. fjandinn einn veit hvernig.“ Prigozhin hefur verið afar gagnrýninn á það hvernig hermálayfirvöld í Rússlandi hafa höndlað innrásina og er líklega í afar fámennum hópi fólks sem hefur komist upp með það. Í viðtalinu ítrekaði hann ást sína á móðurlandinu og hollustu sína við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en skaut föstum skotum að elítu landsins. Sagði hann að sorg tugþúsunda skyldmenna látinna hermanna gæti náð suðupunkti og að stjórnvöld þyrftu að taka á reiði fólks og óánægju, sem væri enn meiri en ella vegna efnahagsástandsins í landinu. „Ráðlegging mín til rússnesku elítunnar: Takið syni ykkar og sendið þá á vígvöllinn. Og þegar þið farið í jarðarförina, þegar þið farið að jarða þá, þá mun fólk segja að þetta sé réttlátt,“ sagði Prigozhin. Hann sagði börn elítunnar þurfa að halda aftur af sér, annars væri hætta á byltingu; „þar sem hermennirnir rísa upp og síðan ástvinir þeirra“. Umfjöllun Washington Post.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31
Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. 22. maí 2023 08:01
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49