Búist er við miklu fylleríi og mögulega ólátum í tengslum við leikinn en ljóst er að mikill fjöldi stuðningsmanna liðanna verður á leiknum, enda ekki á hverjum degi sem þessi lið eiga kost á að vinna Evrópukeppni.
Þó að leikvangurinn í Prag taki bara við 19.000 áhorfendum er búist við því að tæplega 40.000 manns komi til borgarinnar vegna leiksins. Hvort félag fær þó aðeins 5.000 miða fyrir sína stuðningsmenn.
Það er því ljóst að mikill fjöldi verður annars staðar í borginni að horfa á leikinn, og hætta á að upp úr sjóði á milli stuðningsmanna liðanna tveggja. Þess vegna hafa 10.000 lögreglumenn verið kallaðir til vegna leiksins, sem fram fer 7. júní.
West Ham hefur ekki unnið stóran titil á þessari öld, eða frá því að félagið fagnaði sigri í Intertoto-keppninni árið 1999.
Fiorentina hefur að sama skapi ekki unnið stóran titil síðan að liðið varð ítalskur bikarmeistari árið 2001, og eini titill liðsins í Evrópukeppni er frá árinu 1961, í Evrópukeppni bikarhafa.