Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2023 15:33 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. Neytendur á Íslandi hafa þá einnig notið góðs af lægra vöruverði þeirra vara sem koma frá Úkraínu vegna bráðabirgðaákvæðisins. Ísland fetaði í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands þegar bráðabirgðaákvæði í tollalögum var sett fram og samþykkt á Alþingi. Bæði ESB og Bretland hafa nú framlengt sín ákvæði og stuðning gagnvart Úkraínu en það íslenska rennur út í lok mánaðar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra nái ekki að framlengja þetta úrræði í tæka tíð. „Það er ekki komið neitt frumvarp frá fjármálaráðherranum. Þau svör fást úr ráðuneytinu að það sé væntanlegt en við höfum áhyggjur af því að það náist einfaldlega ekki að afgreiða þetta á þinginu í tæka tíð. Ég hef ákveðna áhyggjur af því að þessi seinkun sé tilkomin vegna mikils þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði sem hafa séð ofsjónum yfir þessari takmörkuðu samkeppni sem hefur komið frá úkraínskum búvörum. Ég vona að sjálfsögðu að svo sé ekki því annars vegar hagur neytenda og hins vegar stuðningurinn við okkar vinaríki Úkraínu hlýtur að vega miklu þyngra en einhverjir sérhagsmunir í landbúnaði.“ Bændasamtök Íslands sögðu í umsögn til Alþingis 13. júní 2022 að ákvæðið gæti leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli sem gæti haft neikvæð áhrif á verð eða framboð íslenskra landbúnaðarvara. „Okkur finnst það bara satt að segja mjög sérkennilegt og lítil reisn yfir því að Bændasamtök Íslands voru eini hagsmunaaðilinn sem lagðist gegn þessari löggjöf á sínum tíma og hafa kvartað sáran undan henni síðan og legið í þingmönnum og ráðherrum um að falla frá þessu.“ Neytendur Skattar og tollar Úkraína Matvöruverslun Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Neytendur á Íslandi hafa þá einnig notið góðs af lægra vöruverði þeirra vara sem koma frá Úkraínu vegna bráðabirgðaákvæðisins. Ísland fetaði í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands þegar bráðabirgðaákvæði í tollalögum var sett fram og samþykkt á Alþingi. Bæði ESB og Bretland hafa nú framlengt sín ákvæði og stuðning gagnvart Úkraínu en það íslenska rennur út í lok mánaðar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra nái ekki að framlengja þetta úrræði í tæka tíð. „Það er ekki komið neitt frumvarp frá fjármálaráðherranum. Þau svör fást úr ráðuneytinu að það sé væntanlegt en við höfum áhyggjur af því að það náist einfaldlega ekki að afgreiða þetta á þinginu í tæka tíð. Ég hef ákveðna áhyggjur af því að þessi seinkun sé tilkomin vegna mikils þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði sem hafa séð ofsjónum yfir þessari takmörkuðu samkeppni sem hefur komið frá úkraínskum búvörum. Ég vona að sjálfsögðu að svo sé ekki því annars vegar hagur neytenda og hins vegar stuðningurinn við okkar vinaríki Úkraínu hlýtur að vega miklu þyngra en einhverjir sérhagsmunir í landbúnaði.“ Bændasamtök Íslands sögðu í umsögn til Alþingis 13. júní 2022 að ákvæðið gæti leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli sem gæti haft neikvæð áhrif á verð eða framboð íslenskra landbúnaðarvara. „Okkur finnst það bara satt að segja mjög sérkennilegt og lítil reisn yfir því að Bændasamtök Íslands voru eini hagsmunaaðilinn sem lagðist gegn þessari löggjöf á sínum tíma og hafa kvartað sáran undan henni síðan og legið í þingmönnum og ráðherrum um að falla frá þessu.“
Neytendur Skattar og tollar Úkraína Matvöruverslun Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13