Ekki bend´á mig Indriði Stefánsson skrifar 24. maí 2023 07:30 Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð er eitthvað sem við á Íslandi beitum nokkuð handahófskennt, í nýlegri skýrslu um innheimtu dómsekta sést að um 2% þeirra sem eru umfram 10 milljónir króna innheimtast, því er ljóst að fælingarmáttur hærri fjársekta er hverfandi. Segir ráðherrann Nýlega lagði undirritaður fram skriflega fyrirspurn á Alþingi varðandi framkvæmd nálgunarbanns, við fyrstu sýn mætti ráða af svarinu að staðan sé bara ágæt, málin eru fá sé þeim dreift yfir landið og erfið mál með ítrekuðum brotum enn færri, en ef nánar er rýnt í tölurnar sést að ef við skoðum ítrekuðu brotin er meðalfjöldi tilfella þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni að aukast og fer upp í að vera fleiri en 7 skipti að meðaltali á ári. Setjum okkur í spor þolanda sem þarf að þola að brotið sé gegn nálgunarbanni 7 sinnum á einu ári. Þar sem þetta er meðaltal má gefa sér að í verstu málunum séu brotin mun fleiri enda sjáum við nokkuð um mál í fjölmiðlum þar sem ítrekað er brotið gegn nálgunarbanni. Ætti það ekki að kalla á viðbrögð? Þurfum við ekki að tryggja betur að í nálgunarbanni sé að finna það skjól sem í því ætti að vera að finna? Segir meirihlutinn Fyrir Alþingi liggja ýmis mál bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem ættu að geta bætt stöðu þolenda ofbeldisglæpa þó nokkuð. Eins og var nokkuð fyrirsjáanlegt daga öll þau mál uppi í nefndum og fá ekki afgreiðslu. Afleiðingar af þessari pólitík er að mikilvægar réttarbætur þolenda nást ekki fram og verða að engu. Þær afleiðingar eru hvort tveggja raunverulegar og alvarlegar. Þetta sinnuleysi löggjafans er grafalvarlegt og á því leikur enginn vafi að dóms, löggjafar og framkvæmdarvald ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja öryggi þolenda heimilisofbeldis. Það má skýrt lesa úr dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt sækjendum í hag hafi aðgengi að nálgunarbanni og úrræðum hafi ekki verið tryggt. Sem er í raun mjög eðlilegt í ljósi þeirra skelfilegu afleiðinga sem brot á nálgunarbanni getur haft í för með sér fyrir þolendur. Segir varðstjórinn Svar ráðherra um að engin dæmi séu um að beiðnum um aðstoð vegna nálgunarbanns hafi ekki verið sinnt, kemur ekki heim og saman við upplifun þolenda. Best væri auðvitað að svarið væri rétt. En mætti þá ekki ætla að málin væru færri þar sem brotið er ítrekað gegn nálgunarbanni. Sum mál standa síðan yfir árum saman og í þeim tilfellum þarf að fá nálgunarbann endurnýjað á hverju ári. Mögulega skortir úrræði hjá lögreglu til að takast á við málin, á hinn bóginn hafa þolendur sumir sagt viðbrögð lögreglu séu stundum að “hann verður farinn þegar við komum”. Þetta á svo náttúrulega bara við um þau sem fá yfir höfuð gefið út nálgunarbann. Samkvæmt lögum um nálgunarbann er það almennt á verksviði lögreglu að gefa það út en það eru nokkuð um að fólk sem leitar aðstoðar og óskar þess að gefið verði út nálgunarbann hafi ekki erindi sem erfiði, staða þeirra einstaklinga er enn verri. Það er kominn tími til að við tökum ábyrgð og þá ekki bara á 2%, Það er lykilatriði að þau úrræði sem þolendum bjóðast til að tryggja eigin öryggi nái markmiðum sínum. Ef þau gera það ekki verðum við að grípa til viðeigandi ráðstafana svo þau geri það. Annars eru þau bara til þess að okkur líði betur með að við séum að gera eitthvað og tilgangurinn með úrræðunum er ekki að okkur líði betur, heldur þolendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun