Viðskipti innlent

Hönnunarstúdíó Oddsson og Miami gjaldþrota

Atli Ísleifsson skrifar
Innréttingarnar á Oddsson í JL-húsinu vöktu mikla athygli á sínum tíma.
Innréttingarnar á Oddsson í JL-húsinu vöktu mikla athygli á sínum tíma. Döðlur

Hönnunarstúdíóið Döðlur Studio hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Döðlur studio vakti mikla athygli við hönnun á Miami Bar á Hverfisgötu og Oddsson Hotel sem rekið var í JL-húsinu. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að Döðlur Studio hafi verið lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. apríl. Ólafur Karl Eyjólfsson hefur verið skipaður skiptastjóri. Skiptafundur fer fram 24. ágúst.

Döðlur Studio var stofnað af þeim Daníel Atlasyni og Herði Kristbjörnssyni. Þeir tjáðu Viðskiptablaðinu að Döðlur Studio hefði ekki verið við rekstur í hálft annað ár. Daníel og Hörður gengu til liðs við Gangverk fyrir einu og hálfu ári.

Hönnunarstúdíóið var öflugt í auglýsingagerð og þjónustaði meðal annars Símann, 66° Norður, Samtök ferðaþjónustunnar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bláa lónið og Emmessís. Þá hannaði stúdóíð forsmíðaða sumarbústaðinn Broddgöltinn (e. Hedgehog) sem er hægt að fá í þremur stærðum.

Broddgölturinn er afar vandað stálgrindarhús með mjög mikilli lofthæð og miklum stærðarmöguleikum.Döðlur

Framleiðandi Boddgaltarins er Döðlur Modular. Rekstur félagsins verður ekki fyrir áhrifum af gjaldþroti stúdíósins.


Tengdar fréttir

Gangverk kaupir Döðlur

Hugbúnaðarhúsið Gangverk hefur gengið frá kaupum á hönnunarfyrirtækinu Döðlur Studio.

Blanda af há- og lág­menningu

Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu í gamla JL húsinu. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnunina sem þykir skemmtilega óhefðbundin. Hönnun þar sem andstæður kallast á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×