Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2023 11:01 „Ég á þetta, ég má þetta,“ hefur verið afstaða Donalds Trump til leyniskjala sem hann tók með sér þegar hann lét af embætti forseta með semingi árið 2021. AP/Evan Vucci Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. Stefnan snýst um fasteignasamninga Trump-fyrirtækisins í Kína, Frakklandi, Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Kúvæt, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman frá því að Trump varð forseti árið 2017. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meðhöndlun Trump á leyniskjölunum, gaf stefnurnar út. Fyrirtækið sagðist ekki ætla að gera neina erlenda samninga á meðan Trump væri forseti. Eftir að hann lét af embætti er aðeins vitað til þess að hann hafi gert einn samning við sádiarabískt fyrirtæki um að ljá nafn sitt íbúðum, hóteli og golfvöllum í Óman, að sögn New York Times. Saksóknararnir kröfðust í sömu stefnu upplýsinga um viðskipti Trump við LIV-mótaröðina í golfi. Hún er í eigu sádiarabískra stjórnvalda og hafa mót á vegum hennar verið haldin á golfvöllum í eigu Trump. Samningar um mótin voru gerð eftir að Trump tók leyniskjölin með sér. LIV-golfmótaröðin keppir meðal annars á Doral-velli Trump í Flórída. Hér sést fyrrverandi forsetinn með Brooks Koepka, fimmföldum risameistara í golfi (annar frá hægri) og sonum sínum Donald yngri (lengst til vinstri) og Eric (lengst til hægri) á vellinum í október.Vísir/Getty/LIV Golf Gögn um Miðausturlönd og Macron í fórum hans Trump tók hundruð leyniskjala með sér þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá hann til að láta skjölin af hendi en án árangurs. Á endanum réðust útsendarar alríkisstjórnarinnar í húsleit á heimili hans í Flórída í ágúst. Vitað er að á meðal þeirra leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu voru einhver sem tengdust Miðausturlöndum. Gögn um Emmanuel Macron Frakklandsforseta voru einnig á meðal þeirra sem alríkislögreglumenn lögðu hald á við húsleitina. Vísbendingar eru einnig um að Trump hafi gert lögmönnum sínum að afhenda ekki öll leyniskjölin sem voru í vörslu hans og koma þeim undan. Þannig hafi hann hindrað rannsókn yfirvalda. Trump hefur ítrekað haldið því fram að skjölin séu persónuleg eign hans. „Ég tók skjölin. Ég má það,“ sagði Trump í sjónvarpsþætti CNN fyrr í þessum mánuði. New York Times segir að Smith þurfi ekki endilega að skýra hvað Trump gekk til með því að hanga á leyniskjölunum til þess að sanna að fyrrverandi forsetinn hafi brotið lög. Rannsókn Smith beinist einnig að tilraunum Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020 og fjáröflun hans fyrir meintri rannsókn á kosningasvikum. Annar sérstakur rannsakandi kannar leyniskjöl sem lögmenn Joes Biden forseta létu vita af að hefðu fundist á skrifstofu og heimili hans. Einn helsti lögmaður Trump sagði sig frá málinu Á ýmsu hefur gengið í lögmannateymi Trump í málinu upp á síðkastið. Timothy Parlatore, einn helsti lögmaður fyrrverandi forsetans, sagði sig frá málinu nýlega og vísaði til ágreinings við Boris Epshteyn, náinn ráðgjafa Trump. Sakaði hann Epshteyn um að gera lögmönnunum mun erfiðara um vik að verja Trump en það þyrfti að vera með því að koma í veg fyrir að þeir gætu skipst á upplýsingum um rannsóknina við Trump. Talsmaður Trump hafnaði ásökunum Parlatore og sagði þær „afdráttarlaust rangar“. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Stefnan snýst um fasteignasamninga Trump-fyrirtækisins í Kína, Frakklandi, Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Kúvæt, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman frá því að Trump varð forseti árið 2017. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meðhöndlun Trump á leyniskjölunum, gaf stefnurnar út. Fyrirtækið sagðist ekki ætla að gera neina erlenda samninga á meðan Trump væri forseti. Eftir að hann lét af embætti er aðeins vitað til þess að hann hafi gert einn samning við sádiarabískt fyrirtæki um að ljá nafn sitt íbúðum, hóteli og golfvöllum í Óman, að sögn New York Times. Saksóknararnir kröfðust í sömu stefnu upplýsinga um viðskipti Trump við LIV-mótaröðina í golfi. Hún er í eigu sádiarabískra stjórnvalda og hafa mót á vegum hennar verið haldin á golfvöllum í eigu Trump. Samningar um mótin voru gerð eftir að Trump tók leyniskjölin með sér. LIV-golfmótaröðin keppir meðal annars á Doral-velli Trump í Flórída. Hér sést fyrrverandi forsetinn með Brooks Koepka, fimmföldum risameistara í golfi (annar frá hægri) og sonum sínum Donald yngri (lengst til vinstri) og Eric (lengst til hægri) á vellinum í október.Vísir/Getty/LIV Golf Gögn um Miðausturlönd og Macron í fórum hans Trump tók hundruð leyniskjala með sér þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá hann til að láta skjölin af hendi en án árangurs. Á endanum réðust útsendarar alríkisstjórnarinnar í húsleit á heimili hans í Flórída í ágúst. Vitað er að á meðal þeirra leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu voru einhver sem tengdust Miðausturlöndum. Gögn um Emmanuel Macron Frakklandsforseta voru einnig á meðal þeirra sem alríkislögreglumenn lögðu hald á við húsleitina. Vísbendingar eru einnig um að Trump hafi gert lögmönnum sínum að afhenda ekki öll leyniskjölin sem voru í vörslu hans og koma þeim undan. Þannig hafi hann hindrað rannsókn yfirvalda. Trump hefur ítrekað haldið því fram að skjölin séu persónuleg eign hans. „Ég tók skjölin. Ég má það,“ sagði Trump í sjónvarpsþætti CNN fyrr í þessum mánuði. New York Times segir að Smith þurfi ekki endilega að skýra hvað Trump gekk til með því að hanga á leyniskjölunum til þess að sanna að fyrrverandi forsetinn hafi brotið lög. Rannsókn Smith beinist einnig að tilraunum Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020 og fjáröflun hans fyrir meintri rannsókn á kosningasvikum. Annar sérstakur rannsakandi kannar leyniskjöl sem lögmenn Joes Biden forseta létu vita af að hefðu fundist á skrifstofu og heimili hans. Einn helsti lögmaður Trump sagði sig frá málinu Á ýmsu hefur gengið í lögmannateymi Trump í málinu upp á síðkastið. Timothy Parlatore, einn helsti lögmaður fyrrverandi forsetans, sagði sig frá málinu nýlega og vísaði til ágreinings við Boris Epshteyn, náinn ráðgjafa Trump. Sakaði hann Epshteyn um að gera lögmönnunum mun erfiðara um vik að verja Trump en það þyrfti að vera með því að koma í veg fyrir að þeir gætu skipst á upplýsingum um rannsóknina við Trump. Talsmaður Trump hafnaði ásökunum Parlatore og sagði þær „afdráttarlaust rangar“.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25
Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59