Segir Kristrúnu fara með gamla tuggu úr Valhöll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 10:21 „Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá!“ spyr Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, er nokkuð harðorður í garð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi vegna „stefnubreytingar“ síðarnefndu í Evrópumálum. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Gamalt handrit úr Valhöll“, sakar Sigmar Kristrúnu um að kyrja sömu möntru og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi gert um árabil: ESB sé ekki á dagskrá. Sigmar vitnar í viðtal við Kristrúnu þar sem hún sagði ekkert þýða „að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar“. Ef landsmenn kölluðu eftir því að ganga í Evrópusambandið myndi ekki standa á Samfylkingunni en það væri ekki hægt að keyra það í gegn þegar aðeins tveir flokkar á þingi hefðu áhuga á því. „Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt,“ segir Sigmar. „Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.“ Sigmar segir orð Kristúnar hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir þá sem vilja meiri stöðugleika. Þau séu ekki aðeins í takt við málflutning stjórnarflokkana heldur einnig efnislega röng. Þanig séu í raun 44 prósent þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB en 34 prósent andvíg. Þrátt fyrir að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tali enn fyrir aðild sé ekki hægt að skilja orð Kristrúnar öðruvísi en sem svo að „Evrópuhugsjónin“ sé ekki ofarlega á lista flokksins. Sigmar segir Samfylkinguna að ná sama styrk og fyrir hrun, í kringum 26 prósent, en það hafi flokkurinn gert með ESB sem „hryggjarstykkið“ í stefnu sinni. Því sé holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB um að stefnubreyting varðandi ESB sé ástæðan fyrir auknum stuðningi. „Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar,“ segir Sigmar. Hann spyr hvort Evrópusinnar ætli virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða málum áfram og taka undir möntruna um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. „Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd.“ Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira
Í greininni, sem ber yfirskriftina „Gamalt handrit úr Valhöll“, sakar Sigmar Kristrúnu um að kyrja sömu möntru og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi gert um árabil: ESB sé ekki á dagskrá. Sigmar vitnar í viðtal við Kristrúnu þar sem hún sagði ekkert þýða „að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar“. Ef landsmenn kölluðu eftir því að ganga í Evrópusambandið myndi ekki standa á Samfylkingunni en það væri ekki hægt að keyra það í gegn þegar aðeins tveir flokkar á þingi hefðu áhuga á því. „Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt,“ segir Sigmar. „Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.“ Sigmar segir orð Kristúnar hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir þá sem vilja meiri stöðugleika. Þau séu ekki aðeins í takt við málflutning stjórnarflokkana heldur einnig efnislega röng. Þanig séu í raun 44 prósent þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB en 34 prósent andvíg. Þrátt fyrir að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tali enn fyrir aðild sé ekki hægt að skilja orð Kristrúnar öðruvísi en sem svo að „Evrópuhugsjónin“ sé ekki ofarlega á lista flokksins. Sigmar segir Samfylkinguna að ná sama styrk og fyrir hrun, í kringum 26 prósent, en það hafi flokkurinn gert með ESB sem „hryggjarstykkið“ í stefnu sinni. Því sé holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB um að stefnubreyting varðandi ESB sé ástæðan fyrir auknum stuðningi. „Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar,“ segir Sigmar. Hann spyr hvort Evrópusinnar ætli virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða málum áfram og taka undir möntruna um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. „Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd.“
Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sjá meira