Segir Kristrúnu fara með gamla tuggu úr Valhöll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 10:21 „Ætlum við í alvöru að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða þessu áfram og taka undir möntruna um að málið sé ekki á dagskrá? Jafnvel þegar kannanir benda allar til að málið sé einmitt á dagskrá!“ spyr Sigmar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, er nokkuð harðorður í garð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi vegna „stefnubreytingar“ síðarnefndu í Evrópumálum. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Gamalt handrit úr Valhöll“, sakar Sigmar Kristrúnu um að kyrja sömu möntru og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi gert um árabil: ESB sé ekki á dagskrá. Sigmar vitnar í viðtal við Kristrúnu þar sem hún sagði ekkert þýða „að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar“. Ef landsmenn kölluðu eftir því að ganga í Evrópusambandið myndi ekki standa á Samfylkingunni en það væri ekki hægt að keyra það í gegn þegar aðeins tveir flokkar á þingi hefðu áhuga á því. „Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt,“ segir Sigmar. „Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.“ Sigmar segir orð Kristúnar hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir þá sem vilja meiri stöðugleika. Þau séu ekki aðeins í takt við málflutning stjórnarflokkana heldur einnig efnislega röng. Þanig séu í raun 44 prósent þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB en 34 prósent andvíg. Þrátt fyrir að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tali enn fyrir aðild sé ekki hægt að skilja orð Kristrúnar öðruvísi en sem svo að „Evrópuhugsjónin“ sé ekki ofarlega á lista flokksins. Sigmar segir Samfylkinguna að ná sama styrk og fyrir hrun, í kringum 26 prósent, en það hafi flokkurinn gert með ESB sem „hryggjarstykkið“ í stefnu sinni. Því sé holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB um að stefnubreyting varðandi ESB sé ástæðan fyrir auknum stuðningi. „Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar,“ segir Sigmar. Hann spyr hvort Evrópusinnar ætli virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða málum áfram og taka undir möntruna um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. „Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd.“ Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í greininni, sem ber yfirskriftina „Gamalt handrit úr Valhöll“, sakar Sigmar Kristrúnu um að kyrja sömu möntru og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi gert um árabil: ESB sé ekki á dagskrá. Sigmar vitnar í viðtal við Kristrúnu þar sem hún sagði ekkert þýða „að halda einhverju til streitu sem er kannski ekki vilji fyrir meðal þjóðarinnar“. Ef landsmenn kölluðu eftir því að ganga í Evrópusambandið myndi ekki standa á Samfylkingunni en það væri ekki hægt að keyra það í gegn þegar aðeins tveir flokkar á þingi hefðu áhuga á því. „Svo mörg voru þau orð. Þessa hugsun má umorða í þekktan frasa: ESB er ekki á dagskrá. Hljómar vissulega kunnuglega, en ekki úr þessari átt,“ segir Sigmar. „Í áratugi hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kyrjað þessa möntru, stundum með trúarlegri innlifun. Málið er ekki á dagskrá. Handrit frasans og samskonar slagorða er skrifað í Valhöll og lesið yfir og blessað af Kaupfélagi Skagfirðinga og fleiri hagsmunaaðilum sem lifa og hrærast í fákeppnisumhverfi sem þjónar þeirra hagsmunum en ekki hagsmunum almennings.“ Sigmar segir orð Kristúnar hljóta að vera nokkur vonbrigði fyrir þá sem vilja meiri stöðugleika. Þau séu ekki aðeins í takt við málflutning stjórnarflokkana heldur einnig efnislega röng. Þanig séu í raun 44 prósent þjóðarinnar fylgjandi aðild að ESB en 34 prósent andvíg. Þrátt fyrir að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar tali enn fyrir aðild sé ekki hægt að skilja orð Kristrúnar öðruvísi en sem svo að „Evrópuhugsjónin“ sé ekki ofarlega á lista flokksins. Sigmar segir Samfylkinguna að ná sama styrk og fyrir hrun, í kringum 26 prósent, en það hafi flokkurinn gert með ESB sem „hryggjarstykkið“ í stefnu sinni. Því sé holur hljómur í fullyrðingum andstæðinga ESB um að stefnubreyting varðandi ESB sé ástæðan fyrir auknum stuðningi. „Sömu raddir planta gjarnan inn þeirri viðbótarskýringu að stefnubreytingin nú sé tilraun til að byggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ekki ætla ég gera nýjum formanni flokksins upp þá höfuðsynd, því það væri ávísun á áframhaldandi vaxta og verðbólguáþján íslenskra heimila í boði krónunnar,“ segir Sigmar. Hann spyr hvort Evrópusinnar ætli virkilega að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða málum áfram og taka undir möntruna um að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. „Þessi barátta er sérlega brýn í dag þegar við sjáum öfl vera að snúast gegn EES samningnum og vilja leiða okkur aftur inn í torfbæina, þangað sem bresku afturhaldi tókst með lygum og áróðri að teyma bresku þjóðina. Þessi öfl eru sterk innan Sjálfstæðisflokksins, en finnast líka í öðrum flokkum sem sæti eiga á Alþingi. Sturluð staðreynd.“
Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira