Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2023 22:10 Innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar, Andreas Carlson. TV4, Svíþjóð Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en deilum um Bromma-flugvöll svipar mjög til þeirra sem verið hafa um Reykjavíkurflugvöll. Bromma var aðaflugvöllur Stokkhólms fram til ársins 1962 þegar Arlanda-flugvöllur var opnaður. Hér má sjá nefið á Comet-þotu frá BEA, British European Airways, og DC-6 frá SAS framan við flugstöðina á blómadögum Bromma. PA Images/Getty Bromma var aðalflugvöllur Stokkhólms allt fram á þotuöld þegar millilandaflugið færðist að mestu yfir á Arlanda-flugvöll. Innanlandsflug smærri flugvéla hélst áfram á Bromma en einnig takmarkað millilandaflug. Þá er þar einka- og kennsluflug. Flugfloti sænska ríkisins, sem flytur æðstu ráðamenn og konungsfjölskylduna, er staðsettur á vellinum og einkaþotur forstjóra eru tíðir gestir. Bromma er átta kílómetra frá miðborg Stokkhólms meðan 42 kílómetrar eru til Arlanda. Eftir að hraðlest stytti ferðatímann milli Arlanda og miðborgarinnar niður í átján mínútur jókst þrýstingur á lokun Bromma og árið 2014 ákvað vinstrimeirihluti borgarstjórnar Stokkhólms, í samstarfi við ríkisstjórn sömu flokka, að stefna að lokun vallarins. Fyrir tveimur árum ákvað svo sænska ríkisstjórnin með stuðningi borgarstjórnar að vellinum skyldi lokað árið 2025 og svæðið tekið undir fjölbýlishús. Loftmynd af Bromma-flugvelli. Upphaflega voru fjórar flugbrautir. Núna er aðeins ein í notkun, 1.670 metra löng, sem er álíka og lengsta braut Reykjavíkurflugvallar.Wikipedia Vinstri stjórnin féll hins vegar í haust. Við tók ríkisstjórn hægri flokkanna og hún lýsti því strax yfir að ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar yrði snúið. Og nýlega tók innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar, Andreas Carlson, af skarið um að Brommaflugvöllur skyldi starfræktur að minnsta kosti til ársins 2038. Í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sagði ráðherrann að Bromma yrði í lykilhlutverki í orkuskiptum í fluginu sem stefndi í að gætu gerst mjög hratt. Því væri beinlínis óskynsamlegt og ótímabært að leggja flugvöllinn niður. Loftmynd af flugstöðvarsvæðinu á Bromma.Blom UK/Getty Vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Stokkhólms hefur mótmælt þessari ákvörðun harðlega og sagt hana svik við íbúa Stokkhólms. Það sé ekki ásættanlegt á tímum húsnæðisskorts að húsnæðisráðherra Svíþjóðar stöðvi þannig skyndilega uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis fyrir tugþúsundir íbúa. Innanlandsflug frá Bromma er núna til þrettán staða í Svíþjóð og millilandaflug til fjögurra borga; til Århus, Brussel, Helsinki og Salzburg. Þá má geta þess að í síðustu viku tilkynnti Finnair að það hygðist í haust hefja á ný beint flug milli Helsinki og Bromma og stefnir félagið á ellefu ferðir í viku á sjötíu sæta ATR 72-500 skrúfuþotum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Svíþjóð Orkuskipti Reykjavíkurflugvöllur Þingkosningar í Svíþjóð Skipulag Loftslagsmál Tengdar fréttir Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. 10. maí 2023 13:31 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en deilum um Bromma-flugvöll svipar mjög til þeirra sem verið hafa um Reykjavíkurflugvöll. Bromma var aðaflugvöllur Stokkhólms fram til ársins 1962 þegar Arlanda-flugvöllur var opnaður. Hér má sjá nefið á Comet-þotu frá BEA, British European Airways, og DC-6 frá SAS framan við flugstöðina á blómadögum Bromma. PA Images/Getty Bromma var aðalflugvöllur Stokkhólms allt fram á þotuöld þegar millilandaflugið færðist að mestu yfir á Arlanda-flugvöll. Innanlandsflug smærri flugvéla hélst áfram á Bromma en einnig takmarkað millilandaflug. Þá er þar einka- og kennsluflug. Flugfloti sænska ríkisins, sem flytur æðstu ráðamenn og konungsfjölskylduna, er staðsettur á vellinum og einkaþotur forstjóra eru tíðir gestir. Bromma er átta kílómetra frá miðborg Stokkhólms meðan 42 kílómetrar eru til Arlanda. Eftir að hraðlest stytti ferðatímann milli Arlanda og miðborgarinnar niður í átján mínútur jókst þrýstingur á lokun Bromma og árið 2014 ákvað vinstrimeirihluti borgarstjórnar Stokkhólms, í samstarfi við ríkisstjórn sömu flokka, að stefna að lokun vallarins. Fyrir tveimur árum ákvað svo sænska ríkisstjórnin með stuðningi borgarstjórnar að vellinum skyldi lokað árið 2025 og svæðið tekið undir fjölbýlishús. Loftmynd af Bromma-flugvelli. Upphaflega voru fjórar flugbrautir. Núna er aðeins ein í notkun, 1.670 metra löng, sem er álíka og lengsta braut Reykjavíkurflugvallar.Wikipedia Vinstri stjórnin féll hins vegar í haust. Við tók ríkisstjórn hægri flokkanna og hún lýsti því strax yfir að ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar yrði snúið. Og nýlega tók innviða- og húsnæðismálaráðherra Svíþjóðar, Andreas Carlson, af skarið um að Brommaflugvöllur skyldi starfræktur að minnsta kosti til ársins 2038. Í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sagði ráðherrann að Bromma yrði í lykilhlutverki í orkuskiptum í fluginu sem stefndi í að gætu gerst mjög hratt. Því væri beinlínis óskynsamlegt og ótímabært að leggja flugvöllinn niður. Loftmynd af flugstöðvarsvæðinu á Bromma.Blom UK/Getty Vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Stokkhólms hefur mótmælt þessari ákvörðun harðlega og sagt hana svik við íbúa Stokkhólms. Það sé ekki ásættanlegt á tímum húsnæðisskorts að húsnæðisráðherra Svíþjóðar stöðvi þannig skyndilega uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis fyrir tugþúsundir íbúa. Innanlandsflug frá Bromma er núna til þrettán staða í Svíþjóð og millilandaflug til fjögurra borga; til Århus, Brussel, Helsinki og Salzburg. Þá má geta þess að í síðustu viku tilkynnti Finnair að það hygðist í haust hefja á ný beint flug milli Helsinki og Bromma og stefnir félagið á ellefu ferðir í viku á sjötíu sæta ATR 72-500 skrúfuþotum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Svíþjóð Orkuskipti Reykjavíkurflugvöllur Þingkosningar í Svíþjóð Skipulag Loftslagsmál Tengdar fréttir Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. 10. maí 2023 13:31 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. 10. maí 2023 13:31
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22