Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2023 13:01 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill sjá að gripið verði til aðgerða í ríkisfjármálum til að vernda heimili landsins eftir tólf stýrivaxtahækkanir í röð og greiningaraðilar segja útlit fyrir þá næstu á miðvikudagsmorgun. Vísir/vilhelm Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. Á miðvikudagsmorgun verður ný vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans kynnt en greiningaraðilar eru flestir á einu máli um að þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð verði niðurstaðan. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fólk ætti að búa sig undir þennan veruleika. Sjá nánar: Spá því að vextir hækki um heila prósentu „Seðlabankinn er auðvitað sjálfstæður og hann er að bregðast við aðstæðum í samfélaginu og þessum háu verðbólgutölum sem hafa varað og nú er það ríkisstjórnarinnar og stjórnamálamannanna að bregðast við á hinni hliðinni og reyna að draga úr þessari þenslu og verja heimilin.“ En hvernig nákvæmlega á að verja heimili landsins í þessu flókna efnahagsumhverfi sem nú ríkir? Kristrún segir skammtímaaðgerðir nauðsynlegar og þá hafi hún ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin muni ráðast í stuðningsaðgerðir fyrir heimilin þessar síðustu þrjár vikur sem eftir eru af þinginu. „Þessar skammtímaaðgerðir sem við myndum vilja sjá strax á þessu ári tengjast í rauninni ekki fjármálaáætlun beint heldur endurskoðun á fjárlögunum núna, það er að segja vaxtabætur og að skoða húsnæðisbæturnar en þá skiptir máli að setja á leigubremsu svo bæturnar leki ekki allar út í leiguna hjá fólki.“ Húsnæðisverðshækkanir rót verðbólgunnar Skammtímaúrræði þurfi að koma til en hin stóra pólitíska sýn til lengri tíma skipti líka höfuðmáli. „Og þar verður ríkisstjórnin að sýna að henni sé alvara þegar kemur að því að draga úr húsnæðisverðshækkunum vegna þess að húsnæðisverðshækkanir eru rótin að verðbólgunni í dag þrátt fyrir að við séum farin að sjá almennt verðlag hækka líka þá er það vegna þess að þetta er búið að leka út í allt verðlag út af auknum launakröfum vegna þess að fólk á ekki fyrir húsnæðisgreiðslum sínum. Þannig að við verðum að sjá úrræði sem sýna sterka uppbyggingu á næstu árum, vilja til þess að setja einhverjar hömlur eða herða skilyrði varðandi nýtingu heimila og íbúða sem fjárfestingareignir og að það séu settar í gang ákveðin úrræði á leigumarkaðnum,“ segir Kristrún. Leiðir til að dempa áfallið Ríkisstjórnarflokkarnir eru ólíkir og með mismunandi hugmyndafræði að leiðarljósi og var Kristrún spurð hvort hún væri vongóð um að þessar hugmyndir um leigubremsu og húsnæðisstuðning muni nást í gegn áður en mikill fjöldi vaxta á óverðtryggðum lánum losnar með haustinu. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra sé í grundvallaratriðum ósammála mér varðandi velferðarstjórn að þá veit ég að það eru aðrir flokkar í ríkisstjórn; flokkur forsætisráðherra og innviðaráðherra sem vilja sjá velferðaráherslur. Ég ætla bara ekki að gefa upp þá von að núna á þessum þremur vikum sem eftir eru á þinginu að ríkisstjórnin stigi inn í og verndi heimilin. Það eru að losna kjarasamningar í haust og það er mjög viðkvæmt ástand og það eru leiðir til að dempa þetta ástand og það eru leiðir til að dempa þetta áfall sem snúa að því að bæta í vaxtabætur á miðju ári og að sýna spilin varðandi úrræði á leigumarkaði, leigubremsu og þess háttar og það eru tekjupóstar sem er hægt að styrkja til skamms og langs tíma til að vinna gegn þensluna og ef það er vilji hjá ríkisstjórninni til að vernda heimilin og draga úr þessum vítahring hækkana þá er hægt að laga ástandið.“ Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Seðlabankinn Tengdar fréttir Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10 Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21 Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Á miðvikudagsmorgun verður ný vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans kynnt en greiningaraðilar eru flestir á einu máli um að þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð verði niðurstaðan. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fólk ætti að búa sig undir þennan veruleika. Sjá nánar: Spá því að vextir hækki um heila prósentu „Seðlabankinn er auðvitað sjálfstæður og hann er að bregðast við aðstæðum í samfélaginu og þessum háu verðbólgutölum sem hafa varað og nú er það ríkisstjórnarinnar og stjórnamálamannanna að bregðast við á hinni hliðinni og reyna að draga úr þessari þenslu og verja heimilin.“ En hvernig nákvæmlega á að verja heimili landsins í þessu flókna efnahagsumhverfi sem nú ríkir? Kristrún segir skammtímaaðgerðir nauðsynlegar og þá hafi hún ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin muni ráðast í stuðningsaðgerðir fyrir heimilin þessar síðustu þrjár vikur sem eftir eru af þinginu. „Þessar skammtímaaðgerðir sem við myndum vilja sjá strax á þessu ári tengjast í rauninni ekki fjármálaáætlun beint heldur endurskoðun á fjárlögunum núna, það er að segja vaxtabætur og að skoða húsnæðisbæturnar en þá skiptir máli að setja á leigubremsu svo bæturnar leki ekki allar út í leiguna hjá fólki.“ Húsnæðisverðshækkanir rót verðbólgunnar Skammtímaúrræði þurfi að koma til en hin stóra pólitíska sýn til lengri tíma skipti líka höfuðmáli. „Og þar verður ríkisstjórnin að sýna að henni sé alvara þegar kemur að því að draga úr húsnæðisverðshækkunum vegna þess að húsnæðisverðshækkanir eru rótin að verðbólgunni í dag þrátt fyrir að við séum farin að sjá almennt verðlag hækka líka þá er það vegna þess að þetta er búið að leka út í allt verðlag út af auknum launakröfum vegna þess að fólk á ekki fyrir húsnæðisgreiðslum sínum. Þannig að við verðum að sjá úrræði sem sýna sterka uppbyggingu á næstu árum, vilja til þess að setja einhverjar hömlur eða herða skilyrði varðandi nýtingu heimila og íbúða sem fjárfestingareignir og að það séu settar í gang ákveðin úrræði á leigumarkaðnum,“ segir Kristrún. Leiðir til að dempa áfallið Ríkisstjórnarflokkarnir eru ólíkir og með mismunandi hugmyndafræði að leiðarljósi og var Kristrún spurð hvort hún væri vongóð um að þessar hugmyndir um leigubremsu og húsnæðisstuðning muni nást í gegn áður en mikill fjöldi vaxta á óverðtryggðum lánum losnar með haustinu. „Þrátt fyrir að fjármálaráðherra sé í grundvallaratriðum ósammála mér varðandi velferðarstjórn að þá veit ég að það eru aðrir flokkar í ríkisstjórn; flokkur forsætisráðherra og innviðaráðherra sem vilja sjá velferðaráherslur. Ég ætla bara ekki að gefa upp þá von að núna á þessum þremur vikum sem eftir eru á þinginu að ríkisstjórnin stigi inn í og verndi heimilin. Það eru að losna kjarasamningar í haust og það er mjög viðkvæmt ástand og það eru leiðir til að dempa þetta ástand og það eru leiðir til að dempa þetta áfall sem snúa að því að bæta í vaxtabætur á miðju ári og að sýna spilin varðandi úrræði á leigumarkaði, leigubremsu og þess háttar og það eru tekjupóstar sem er hægt að styrkja til skamms og langs tíma til að vinna gegn þensluna og ef það er vilji hjá ríkisstjórninni til að vernda heimilin og draga úr þessum vítahring hækkana þá er hægt að laga ástandið.“
Efnahagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Seðlabankinn Tengdar fréttir Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10 Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21 Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Spá því að vextir hækki um heila prósentu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. 17. maí 2023 15:10
Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. 19. maí 2023 17:21
Vextir verða tiltölulega háir út árið 2025 samkvæmt spá Arion Greiningardeild Arion banka spáir kröftugum 5,1 prósents hagvexti í ár sem helgast einkum af mikilli fólksfjölgun og hraðari uppsveiflu ferðaþjónustunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir Seðlabankans eiga eftir að hækka enn meira á þessu ári vegna þrálátrar verðbólgu og þeir verða tiltölulega háir á spátímabilinu sem nær út árið 2025. 15. maí 2023 10:35