„Það er ekki búið að biðja okkur fyrirgefningar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 21:31 Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri HIV Ísland vill að stjórvöld biðjist afsökunar á framgöngu sinni gagnvart HIV smituðum undir lok síðustu aldar. Sagan megi ekki endurtaka sig en fjörutíu ár eru nú liðin frá því að þeir fyrstu greindust með HIV á Íslandi. Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira