Innlent

Raf­magn komið á

Ólafur Björn Sverrisson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Rafmagnslaust er í Vesturbæ.
Rafmagnslaust er í Vesturbæ. vísir/vilhelm

Rafmagnslaust var í Vesturbæ vegna háspennubilunar frá klukkan 16:30 til 18:30 í dag. Bilunin var umfangsmeiri en talið var í fyrstu en rafmagn er aftur komið á.

Samkvæmt tilkynningu Veitna náði rafmagnsleysið upphaflega til Einimels, Kaplaskjólsvegar, Granaskjóls, hluta Ægisíðu og Tjarnarmýrar og Tjarnarbóls.

Rún Ingvadóttir upplýsingafulltrúi Veitna sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að ekki væri unnt að segja til um hve lengi bilunin kæmi til með að vara. Starfsmenn Veitna væru komnir á staðinn og ynnu að viðgerð.

„Þetta er í aðveitustöð, háspennubilun sem veldur rafmagnsleysi. Það er bara verið að vinna í því að koma þessu í lag.“

Uppfært klukkan 18:25: Bilunin var umfangsmeiri en talið var í fyrstu en nú er rafmagn komið alls staðar á aftur. Veitur biðjast velvirðingar á óþægindum sem rafmagnsleysið kann að hafa valdið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×