Fótbolti

Lið Árna tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Árni gekk til liðs við Zalgiris í febrúar.
Árni gekk til liðs við Zalgiris í febrúar. Zalgiris Vilnius

Árni Vilhjálmsson kom inn sem varamaður þegar Zalgiris tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni í litháísku deildinni.

Fyrir leikinn í dag gegn FK Suduva Marijampole var Zalgiris í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Siauliai í öðru sæti og fjórum á eftir toppliði Penevezys. Ellefu stig voru síðan niður í liðið í fjórða sæti og toppliðin þrjú algjörlega búin að slíta sig frá hinum.

Árni Vilhjálmsson byrjaði á bekknum í dag en liðsfélagar hans náðu forystunni í fyrri hálfleik þegar Kehinde Oyewusi skoraði á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en í síðari hálfleik svöruðu heimamenn með tveimur mörkum.

Fyrst skoraði Oleksiy Zbun á 59. mínútu og sex mínútum fyrir leikslok skoraði Aleksandar Zivanovic sigurmark Marijampolie og lokatölur 2-1.

Árni kom inn af bekknum hjá Zalgiris í dag á 68. mínútu í stöðunni 1-1. Hann hefur skorað eitt mark í deildinni fyrir Zalgiris auk þess að skora í sínum fyrsta leik á milli deildar- og bikarmeistara síðasta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×