Milos ekki áfram hjá Rauðu Stjörnunni | Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 21:31 Milos Milojevic yfirgefur Rauðu Stjörnuna eftir tímabilið eftir að hafa verið við stjórnvölinn í eitt ár. Vísir/Getty Milos Milojevic fær ekki áframhaldandi samning sem þjáfari Rauðu Stjörnunnar í Serbíu þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til meistaratitils í ár. Milos gæti tekið við liði í Svíþjóð á nýjan leik. Milos Milojevic tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Rauðu Stjörnunni í ágúst síðastliðnum en hann hafði áður stjórnað Víkingi og Breiðablik hér og landi sem og Mjällby, Hammarby og Malmö FF í Svíþjóð. Það hefur gengið afar vel hjá lærisveinum Milos á tímabilinu en Rauða Stjarnan er ósigrað í þrjátíu leikjum í deildakeppninni og fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Þar að auki er liðið komið í bikarúrslitaleik sem fer fram þann 1. júní næstkomandi. Þrátt fyrir þetta hefur Rauða Stjarnan nú tilkynnt að Milos verði ekki áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þakkar Milos fyrir sig. „Ég vil þakka Rauðu Stjörnunni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að sanna mig á stóra sviðinu sem þjálfari. Við höfum átt í frábæru samstarfi. Ég hef reynt að vera faglegur, ég gerði mitt besta og það mun ég halda áfram að gera þangað til minn tími á bekknum hjá Rauðu Stjörnunni er liðinn. Mig langar virkilega að vinna serbneska bikarinn og eftir þann 1. júní mun ég, líkt og áður, vera stuðningsmaður liðsins.“ Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Eins og áður segir hefur Milos starfað sem knattspyrnustjóri þriggja félaga í Svíþjóð. Hann var ráðinn til Malmö FF haustið 2021 en sagt upp störfum síðasta sumar eftir erfiða byrjun liðsins. Nú gæti hins vegar farið svo að Milos endi í Svíaríki á nýjan leik. Fjölskylda Milos býr enn í Svíþjóð en í samtali við Fotbollskanalen nýlega viðurkenndi hann að áhugi væri á hans störfum í sænsku deildinni. „Það er áhugi, en ég vill vera hreinskilinn með að það liggur ekkert tilboð á borðinu. Ég hef ekki hugsað um hvað ég vill gera hvað varðar land eða næsta skref á ferlinum. Það skiptir máli og það er erfitt að fjölskyldan er í Svíþjóð. Það er andlega mjög erfitt fyrir mig. Ég verð að íhuga hvert næsta skref verður svo ég og fjölskylda mín verðum ánægð,“ sagði Milos í viðtali við Fotbollskanalen í lok apríl en þá var kominn af stað orðrómur um að samningur hans hjá Rauðu Stjörnunni yrði ekki framlengdur. Í hlaðvarpinu Just nu: Allsvenskan er Milos orðaður við þjálfarastarfið hjá IFK Gautaborg sem hefur farið frekar illa af stað í sænsku deildinni. Sænski boltinn Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Sjá meira
Milos Milojevic tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Rauðu Stjörnunni í ágúst síðastliðnum en hann hafði áður stjórnað Víkingi og Breiðablik hér og landi sem og Mjällby, Hammarby og Malmö FF í Svíþjóð. Það hefur gengið afar vel hjá lærisveinum Milos á tímabilinu en Rauða Stjarnan er ósigrað í þrjátíu leikjum í deildakeppninni og fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Þar að auki er liðið komið í bikarúrslitaleik sem fer fram þann 1. júní næstkomandi. Þrátt fyrir þetta hefur Rauða Stjarnan nú tilkynnt að Milos verði ekki áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þakkar Milos fyrir sig. „Ég vil þakka Rauðu Stjörnunni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að sanna mig á stóra sviðinu sem þjálfari. Við höfum átt í frábæru samstarfi. Ég hef reynt að vera faglegur, ég gerði mitt besta og það mun ég halda áfram að gera þangað til minn tími á bekknum hjá Rauðu Stjörnunni er liðinn. Mig langar virkilega að vinna serbneska bikarinn og eftir þann 1. júní mun ég, líkt og áður, vera stuðningsmaður liðsins.“ Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Eins og áður segir hefur Milos starfað sem knattspyrnustjóri þriggja félaga í Svíþjóð. Hann var ráðinn til Malmö FF haustið 2021 en sagt upp störfum síðasta sumar eftir erfiða byrjun liðsins. Nú gæti hins vegar farið svo að Milos endi í Svíaríki á nýjan leik. Fjölskylda Milos býr enn í Svíþjóð en í samtali við Fotbollskanalen nýlega viðurkenndi hann að áhugi væri á hans störfum í sænsku deildinni. „Það er áhugi, en ég vill vera hreinskilinn með að það liggur ekkert tilboð á borðinu. Ég hef ekki hugsað um hvað ég vill gera hvað varðar land eða næsta skref á ferlinum. Það skiptir máli og það er erfitt að fjölskyldan er í Svíþjóð. Það er andlega mjög erfitt fyrir mig. Ég verð að íhuga hvert næsta skref verður svo ég og fjölskylda mín verðum ánægð,“ sagði Milos í viðtali við Fotbollskanalen í lok apríl en þá var kominn af stað orðrómur um að samningur hans hjá Rauðu Stjörnunni yrði ekki framlengdur. Í hlaðvarpinu Just nu: Allsvenskan er Milos orðaður við þjálfarastarfið hjá IFK Gautaborg sem hefur farið frekar illa af stað í sænsku deildinni.
Sænski boltinn Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Sjá meira