Milos ekki áfram hjá Rauðu Stjörnunni | Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 21:31 Milos Milojevic yfirgefur Rauðu Stjörnuna eftir tímabilið eftir að hafa verið við stjórnvölinn í eitt ár. Vísir/Getty Milos Milojevic fær ekki áframhaldandi samning sem þjáfari Rauðu Stjörnunnar í Serbíu þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til meistaratitils í ár. Milos gæti tekið við liði í Svíþjóð á nýjan leik. Milos Milojevic tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Rauðu Stjörnunni í ágúst síðastliðnum en hann hafði áður stjórnað Víkingi og Breiðablik hér og landi sem og Mjällby, Hammarby og Malmö FF í Svíþjóð. Það hefur gengið afar vel hjá lærisveinum Milos á tímabilinu en Rauða Stjarnan er ósigrað í þrjátíu leikjum í deildakeppninni og fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Þar að auki er liðið komið í bikarúrslitaleik sem fer fram þann 1. júní næstkomandi. Þrátt fyrir þetta hefur Rauða Stjarnan nú tilkynnt að Milos verði ekki áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þakkar Milos fyrir sig. „Ég vil þakka Rauðu Stjörnunni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að sanna mig á stóra sviðinu sem þjálfari. Við höfum átt í frábæru samstarfi. Ég hef reynt að vera faglegur, ég gerði mitt besta og það mun ég halda áfram að gera þangað til minn tími á bekknum hjá Rauðu Stjörnunni er liðinn. Mig langar virkilega að vinna serbneska bikarinn og eftir þann 1. júní mun ég, líkt og áður, vera stuðningsmaður liðsins.“ Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Eins og áður segir hefur Milos starfað sem knattspyrnustjóri þriggja félaga í Svíþjóð. Hann var ráðinn til Malmö FF haustið 2021 en sagt upp störfum síðasta sumar eftir erfiða byrjun liðsins. Nú gæti hins vegar farið svo að Milos endi í Svíaríki á nýjan leik. Fjölskylda Milos býr enn í Svíþjóð en í samtali við Fotbollskanalen nýlega viðurkenndi hann að áhugi væri á hans störfum í sænsku deildinni. „Það er áhugi, en ég vill vera hreinskilinn með að það liggur ekkert tilboð á borðinu. Ég hef ekki hugsað um hvað ég vill gera hvað varðar land eða næsta skref á ferlinum. Það skiptir máli og það er erfitt að fjölskyldan er í Svíþjóð. Það er andlega mjög erfitt fyrir mig. Ég verð að íhuga hvert næsta skref verður svo ég og fjölskylda mín verðum ánægð,“ sagði Milos í viðtali við Fotbollskanalen í lok apríl en þá var kominn af stað orðrómur um að samningur hans hjá Rauðu Stjörnunni yrði ekki framlengdur. Í hlaðvarpinu Just nu: Allsvenskan er Milos orðaður við þjálfarastarfið hjá IFK Gautaborg sem hefur farið frekar illa af stað í sænsku deildinni. Sænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Milos Milojevic tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Rauðu Stjörnunni í ágúst síðastliðnum en hann hafði áður stjórnað Víkingi og Breiðablik hér og landi sem og Mjällby, Hammarby og Malmö FF í Svíþjóð. Það hefur gengið afar vel hjá lærisveinum Milos á tímabilinu en Rauða Stjarnan er ósigrað í þrjátíu leikjum í deildakeppninni og fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Þar að auki er liðið komið í bikarúrslitaleik sem fer fram þann 1. júní næstkomandi. Þrátt fyrir þetta hefur Rauða Stjarnan nú tilkynnt að Milos verði ekki áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þakkar Milos fyrir sig. „Ég vil þakka Rauðu Stjörnunni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að sanna mig á stóra sviðinu sem þjálfari. Við höfum átt í frábæru samstarfi. Ég hef reynt að vera faglegur, ég gerði mitt besta og það mun ég halda áfram að gera þangað til minn tími á bekknum hjá Rauðu Stjörnunni er liðinn. Mig langar virkilega að vinna serbneska bikarinn og eftir þann 1. júní mun ég, líkt og áður, vera stuðningsmaður liðsins.“ Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Eins og áður segir hefur Milos starfað sem knattspyrnustjóri þriggja félaga í Svíþjóð. Hann var ráðinn til Malmö FF haustið 2021 en sagt upp störfum síðasta sumar eftir erfiða byrjun liðsins. Nú gæti hins vegar farið svo að Milos endi í Svíaríki á nýjan leik. Fjölskylda Milos býr enn í Svíþjóð en í samtali við Fotbollskanalen nýlega viðurkenndi hann að áhugi væri á hans störfum í sænsku deildinni. „Það er áhugi, en ég vill vera hreinskilinn með að það liggur ekkert tilboð á borðinu. Ég hef ekki hugsað um hvað ég vill gera hvað varðar land eða næsta skref á ferlinum. Það skiptir máli og það er erfitt að fjölskyldan er í Svíþjóð. Það er andlega mjög erfitt fyrir mig. Ég verð að íhuga hvert næsta skref verður svo ég og fjölskylda mín verðum ánægð,“ sagði Milos í viðtali við Fotbollskanalen í lok apríl en þá var kominn af stað orðrómur um að samningur hans hjá Rauðu Stjörnunni yrði ekki framlengdur. Í hlaðvarpinu Just nu: Allsvenskan er Milos orðaður við þjálfarastarfið hjá IFK Gautaborg sem hefur farið frekar illa af stað í sænsku deildinni.
Sænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira