Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. maí 2023 14:59 Bit Digital segist fjölga vélum um 2.500 á Íslandi. Getty Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Samir Tabar, stjórnarformaður rafmyntafyrirtækisins Bit Digital, tilkynnti í gær að starfsemi á Íslandi yrði aukin. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að fyrirtækið hefði keypt 2.500 vélar til að grafa eftir rafmynt á Íslandi. Fjárfestingin er fimm milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. Bit Digital er upprunalega frá Hong Kong í Kína en er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum og töluverða starfsemi í Kanada. Tabar sagði að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Bandaríkjunum, einkum vegna fyrirsjáanlegra skattahækkana á rafmyntagröft þar í landi. „Áður höfum við flutt vélarnar beint til Bandaríkjanna. En núna, í staðinn fyrir að gera það, verðum við að horfa til annarra staða vegna þessa óstöðugleika,“ sagði Tabar. Bandaríska stjórnin hyggst leggja sérstaka skatta á öll rafmyntafyrirtæki, um 30 prósent af raforkukostnaði þeirra. Er það hluti af loftslagsstefnu Joe Biden forseta, en rafmyntagröftur er afskaplega orkufrekur og óumhverfisvænn. Þá hefur rafmyntagröftur aukið álagið á flutningskerfi raforku í Bandaríkjunum og hækkað verðið til neytenda. Fasa út rafmyntagröft Óvíst er hvaðan Bit Digital fær orkuna hér á Íslandi. Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur í samskiptum og upplýsingamiðlun hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið opinberlega gefið út að ekki verði virkjað fyrir rafmyntastarfsemi gagnavera. Fyrir slíka starfsemi er nú eingöngu í boði skerðanleg orka, engin forgangsorka. Landsvirkjun segir að rafmyntagröftur verði fasaður út úr raforkusölunni.Landsvirkjun „Stefna Landsvirkjunar er að minnka hlutfall rafmyntagraftar umtalsvert á næstu árum, einkum vegna áhættu í rekstri gagnavera í slíkri starfsemi, en styðja fremur við vöxt gagnavera sem þjónusta annað en rafmyntagröft, svokallaða „enterprise“-starfsemi, til framtíðar,“ segir Ívar. „Gagnaversviðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um þessa stefnu og að Landsvirkjun vilji styðja þá í að „fasa út“ rafmyntastarfsemi, en það getur tekið tíma.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einu og hálfu ári sagði Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun, að Landsvirkjun myndi ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskiptavina. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði á sama tíma í viðtali við Víkurfréttir að ekkert rafmagn væri til fyrir gagnaverin. Bandaríkin Kína Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Samir Tabar, stjórnarformaður rafmyntafyrirtækisins Bit Digital, tilkynnti í gær að starfsemi á Íslandi yrði aukin. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að fyrirtækið hefði keypt 2.500 vélar til að grafa eftir rafmynt á Íslandi. Fjárfestingin er fimm milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. Bit Digital er upprunalega frá Hong Kong í Kína en er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum og töluverða starfsemi í Kanada. Tabar sagði að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Bandaríkjunum, einkum vegna fyrirsjáanlegra skattahækkana á rafmyntagröft þar í landi. „Áður höfum við flutt vélarnar beint til Bandaríkjanna. En núna, í staðinn fyrir að gera það, verðum við að horfa til annarra staða vegna þessa óstöðugleika,“ sagði Tabar. Bandaríska stjórnin hyggst leggja sérstaka skatta á öll rafmyntafyrirtæki, um 30 prósent af raforkukostnaði þeirra. Er það hluti af loftslagsstefnu Joe Biden forseta, en rafmyntagröftur er afskaplega orkufrekur og óumhverfisvænn. Þá hefur rafmyntagröftur aukið álagið á flutningskerfi raforku í Bandaríkjunum og hækkað verðið til neytenda. Fasa út rafmyntagröft Óvíst er hvaðan Bit Digital fær orkuna hér á Íslandi. Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur í samskiptum og upplýsingamiðlun hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið opinberlega gefið út að ekki verði virkjað fyrir rafmyntastarfsemi gagnavera. Fyrir slíka starfsemi er nú eingöngu í boði skerðanleg orka, engin forgangsorka. Landsvirkjun segir að rafmyntagröftur verði fasaður út úr raforkusölunni.Landsvirkjun „Stefna Landsvirkjunar er að minnka hlutfall rafmyntagraftar umtalsvert á næstu árum, einkum vegna áhættu í rekstri gagnavera í slíkri starfsemi, en styðja fremur við vöxt gagnavera sem þjónusta annað en rafmyntagröft, svokallaða „enterprise“-starfsemi, til framtíðar,“ segir Ívar. „Gagnaversviðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um þessa stefnu og að Landsvirkjun vilji styðja þá í að „fasa út“ rafmyntastarfsemi, en það getur tekið tíma.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einu og hálfu ári sagði Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun, að Landsvirkjun myndi ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskiptavina. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði á sama tíma í viðtali við Víkurfréttir að ekkert rafmagn væri til fyrir gagnaverin.
Bandaríkin Kína Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50
Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57