Spoelstra: Er líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:01 Erik Spoelstra hvetur sína menn í Miami Heat áfram á móti Boston Celtics í TD Garden. Getty/Adam Glanzman Erik Spoelstra er að gera frábæra hluti með lið Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár. Flórídaliðið er nú komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami Heat kom inn sem áttunda hæsta lið Austurdeildarinnar í úrslitakeppnina í ár af átta liðum og þurfti að fara í gegnum tvær umferðir af umspilinu til að komast inn. Miami tapaði fyrst fyrir Atlanta Hawks í baráttu um sjöunda sætið en náði að tryggja sér áttunda sætið með 102-91 sigri á Chicago Bulls. Los Angeles Lakers er einnig enn á lífi í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa líka komist inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Spoelstra: Play-in best thing for NBA in decade https://t.co/1FkHLFazZM pic.twitter.com/DYnTe1guFf— ESPNBoston (@ESPNBoston) May 18, 2023 Spoelstra er mjög ánægður með breytinguna á úrslitakeppninni með tilkomu umspilsins en það þýðir að við lok deildarkeppninnar eiga liðin í níunda og tíunda sæti enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Spoelstra segir líka að liðið sitt hafi haft mjög gott af því að fara í gegnum umspilið en Miami hefur síðan slegið út Milwaukee Bucks 4-1 og New York Knicks 4-2. Erik Spoelstra talaði mjög vel um umspilið á blaðamannafundi fyrir annan leik Miami og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. „Það eru færri lið í deildinni sem eru að ‚tanka' og allir eru að berjast um þessi tvö lausu sæti. Allir leikirnir í umspilinu eru skylduáhorf og þannig var það í báðum deildum. Ég held því að þetta sé líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn,“ sagði Spoelstra. „Þetta var blessun fyrir mitt lið að fá þessa umspilsleiki og þurfa að fara saman í gegnum það. Ég hafði ekki áður verið þátttakandi í svona deildarkeppni áður og mér fannst við allir vaxa og verða betri að klára umspilið. Þetta herti okkur, þjappaði okkur saman og í liðinu varð til þessi þrautseigja og kjarkur sem þarf til ef þú ætlar að ná langt í úrslitakeppninni,“ sagði Spoelstra. Miami Heat vann fyrsta leikinn 123-116 í Boston en liðin mætast aftur í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan hálf eitt. Heat coach Erik Spoelstra praised the NBA s play-in tournament as he discussed the journey that prepared Miami for its playoff run https://t.co/evgjm7afGa— Sports Illustrated (@SInow) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Miami Heat kom inn sem áttunda hæsta lið Austurdeildarinnar í úrslitakeppnina í ár af átta liðum og þurfti að fara í gegnum tvær umferðir af umspilinu til að komast inn. Miami tapaði fyrst fyrir Atlanta Hawks í baráttu um sjöunda sætið en náði að tryggja sér áttunda sætið með 102-91 sigri á Chicago Bulls. Los Angeles Lakers er einnig enn á lífi í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa líka komist inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Spoelstra: Play-in best thing for NBA in decade https://t.co/1FkHLFazZM pic.twitter.com/DYnTe1guFf— ESPNBoston (@ESPNBoston) May 18, 2023 Spoelstra er mjög ánægður með breytinguna á úrslitakeppninni með tilkomu umspilsins en það þýðir að við lok deildarkeppninnar eiga liðin í níunda og tíunda sæti enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Spoelstra segir líka að liðið sitt hafi haft mjög gott af því að fara í gegnum umspilið en Miami hefur síðan slegið út Milwaukee Bucks 4-1 og New York Knicks 4-2. Erik Spoelstra talaði mjög vel um umspilið á blaðamannafundi fyrir annan leik Miami og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. „Það eru færri lið í deildinni sem eru að ‚tanka' og allir eru að berjast um þessi tvö lausu sæti. Allir leikirnir í umspilinu eru skylduáhorf og þannig var það í báðum deildum. Ég held því að þetta sé líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn,“ sagði Spoelstra. „Þetta var blessun fyrir mitt lið að fá þessa umspilsleiki og þurfa að fara saman í gegnum það. Ég hafði ekki áður verið þátttakandi í svona deildarkeppni áður og mér fannst við allir vaxa og verða betri að klára umspilið. Þetta herti okkur, þjappaði okkur saman og í liðinu varð til þessi þrautseigja og kjarkur sem þarf til ef þú ætlar að ná langt í úrslitakeppninni,“ sagði Spoelstra. Miami Heat vann fyrsta leikinn 123-116 í Boston en liðin mætast aftur í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan hálf eitt. Heat coach Erik Spoelstra praised the NBA s play-in tournament as he discussed the journey that prepared Miami for its playoff run https://t.co/evgjm7afGa— Sports Illustrated (@SInow) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik