Kvennaskólinn lagður niður á 150 ára afmælisárinu? Flores Axel Böðvarsson Terry skrifar 19. maí 2023 09:01 Ásmundur Einar Daðason hefur unnið að góðum málum í síðustu og núverandi ríkisstjórn, komið vel fyrir og lagt mikla áherslu á mál barna. En varðandi komandi breytingar á framhaldsskólakerfinu hafa málin heldur betur farið illa af stað og snúist í höndum ráðuneytis hans, mörgum framhaldsskólum hefur verið komið í opna skjöldu. Mér brá mikið þegar ég las það fyrir skemmstu í fjölmiðlum að til stæði að framkvæma fýsileikakönnun á því að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík, mínum gamla góða skóla! Ég ber virkilega hlýjan hug til skólans og þess einvala liðs starfsmanna og kennara sem starfa þar, ég veit að gömlu skólasystkini mín gera það einnig. En miklar umræður hafa farið af stað milli fyrrum nemenda og virðist umræðurnar yfirleitt enda á þann veg, að það geti ekki verið, að af því verði að skólinn verði lagður niður. Talað er um sameiningu Kvennó og MS í húsnæði gamla Kennaraháskólans, en það getur ekki heitið öðru nafni en að báðir skólarnir verði lagðir niður og nýr skóli stofnaður. Kvennaskólinn á ríka sögu og er samofin kvennréttindabaráttu landsins. Í skólastarfinu er haldið í gamlar hefðir, peysufatadagurinn er löngu orðinn þekktur dagur, þegar nemendur klæða sig upp í þjóðbúninga, læra gamla dansa og söngva áður en þeir sveima svo um bæinn, Epladagurinn, Tjarnardagar og dimission ásamt nýrri hefðum og viðburðum í félagslífinu. Hefðir og stemming er nefnilega ekki svo auðsköpuð, tala nú ekki um þegar viðburðir og hefðir hafa haldist í yfir 100 ár. Þrátt fyrir langa, ríka og merka sögu Kvennaskólans þá er hann samtímis framsækinn og lifandi skóli. Skólinn var annar tveggja skóla sem tók þátt í þróunarverkefni um styttingu framhaldskólastigsinns í þrjú ár, sem framhaldsskólarnir starfa eftir í dag. Skólinn tók þátt í þróun og innleiðingu á nýju rafrænu umsjónarkerfi framhaldsskólanna (Inna). Skólinn er í senn prýddur stoltri sögu ásamt því að vera framsækinn. Skólinn einkennist af góðu andrúmslofti og töluðum við oft um að við værum eins og ein stór fjölskylda, samheldni nemendahópsins er mikil. Kennarar einsetja sér það að kynnast bekkjum og nemendum sínum og veran í skólanum er persónuleg. Mörg dæmi er þess að kennarar hafi sjálfir áður verið nemendur við skólann, jafnvel að börn þeirra hafa svo einnig gengið í skólann sem er vísir að góðri stemningu og viðhorfi í garð skólans. Hefur verið fjallað um andrúmsloftið góða víða t.d. í úttekt og skýrslu sem unnin var fyrir fyrri menntamálaráðherra (2019) þar segir: „Skólabragur í Kvennaskólanum einkennist af umhyggju, virðingu og metnaði. Nemendum líður almennt vel og vel er tekið á móti nýnemum. Mikil áhersla er á öflugt félagslíf nemenda. Skólastjórnendur veita góðan stuðning við félagslíf bæði nemenda og kennara. Stjórn nemendafélagsins leggur áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og vinna að því að uppræta og koma í veg fyrir óæskilega framkomu og venjur“. Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason trónir yfir gestum þegar þeir koma til Alþingis, í ár eru 100 ár frá því að Ingibjörg var kjörin til sætis á Alþingi fyrst íslenskra kvenna. Kvennaskólinn er og hefur lengi verið einn vinsælasti menntaskóli landsins og hefur ásókn í skólann verið að aukast enn frekar. Brotthvarf úr skólanum er og hefur verið innan við 1%, það er vel undir landsmeðaltalinu, en það er um 20% eftir 4 ár frá innritun. Skólinn stendur sig því virkilega vel þar en brottfall úr námi er vont fyrir nemendur og mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Dreifing nemenda eftir hverfum sem sækja skólann er mikil, nemendur sækja skólann úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins og utan að landi. Skólinn er einn af fárra sem enn hafa bekkjarkerfi og er það stór þáttur sem skapar stemmingu. Skólinn hefur skilað frá sér þúsundum góðra nemenda sem sem lifa og starfa í öllum kimum samfélagsins. Gefið hefur verið í skyn að skólinn eigi við einhvern húsnæðisvanda að stríða en svo er ekki. Hefur kennarafélag skólans jafnframt gefið það út að skólinn sé vel rekinn og búi við góðan húsakost. Skólinn er staðsettur í þremur nálægum og fallegum byggingum við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur. Kennt hefur verið í Aðalbyggingunni við Fríkirkjuveg frá 1909 til dagsins í dag án nokkurra vandkvæða og vona ég að svo verði áfram gert! Ljóst er að aðrir skólar standa í húsnæðisvandræðum, en fráleitt og sorglegt þætti mér að fórna Kvennaskólanum til að reyna að leysa skammtíma vanda annarra skóla. Svo ég vitni í ágætis grein Gylfa Magnússonar „Raunar væri það menningarsögulegt stórslys ef Kvennaskólinn yrði lagður niður til að búa til nýjan framhaldsskóla á öðrum stað í bænum“. Breytingar eru að verða á framhaldskólastiginu og er ég er ánægður að sjá eflingu iðn og verkgreina. En í allri umræðu sem hefur farið fram um breytingu framhaldskólastigsinns í þessari atrennu, þá hefur verið komið aftan að skólunum átta sem um ræðir og stjórnendum þeirra. Það hefur ekki gengið sem skyldi að koma af stað farsælli vegferð á breytingum framhaldskólastigsinns. Nauðsynlegt er að láta rykið falla til jarðar, ígrunda málin vel hvernig farið verði af stað í þá vegferð. Það þarf að gerast í samráði við framhaldsskólastigið og út frá uppbyggilegum forsendum. Þær stöllurnar Þóra Melsteð og Ingibjörg H. Bjarnason snéru sér ábyggilega við í gröfinni ef skólinn yrði lagður niður, og hvað þá á 150 ára afmælisárinu! Ég get trúað því að Ingibjörg gefi Ásmundi illt auga þessa dagana hvert sinn sem hann gengur hjá henni á leið í þingið, nema þá að hann sé farinn að ganga bakdyramegin inn í þinghúsið. Höfundur er starfandi arkitektanemi og fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason hefur unnið að góðum málum í síðustu og núverandi ríkisstjórn, komið vel fyrir og lagt mikla áherslu á mál barna. En varðandi komandi breytingar á framhaldsskólakerfinu hafa málin heldur betur farið illa af stað og snúist í höndum ráðuneytis hans, mörgum framhaldsskólum hefur verið komið í opna skjöldu. Mér brá mikið þegar ég las það fyrir skemmstu í fjölmiðlum að til stæði að framkvæma fýsileikakönnun á því að leggja niður Kvennaskólann í Reykjavík, mínum gamla góða skóla! Ég ber virkilega hlýjan hug til skólans og þess einvala liðs starfsmanna og kennara sem starfa þar, ég veit að gömlu skólasystkini mín gera það einnig. En miklar umræður hafa farið af stað milli fyrrum nemenda og virðist umræðurnar yfirleitt enda á þann veg, að það geti ekki verið, að af því verði að skólinn verði lagður niður. Talað er um sameiningu Kvennó og MS í húsnæði gamla Kennaraháskólans, en það getur ekki heitið öðru nafni en að báðir skólarnir verði lagðir niður og nýr skóli stofnaður. Kvennaskólinn á ríka sögu og er samofin kvennréttindabaráttu landsins. Í skólastarfinu er haldið í gamlar hefðir, peysufatadagurinn er löngu orðinn þekktur dagur, þegar nemendur klæða sig upp í þjóðbúninga, læra gamla dansa og söngva áður en þeir sveima svo um bæinn, Epladagurinn, Tjarnardagar og dimission ásamt nýrri hefðum og viðburðum í félagslífinu. Hefðir og stemming er nefnilega ekki svo auðsköpuð, tala nú ekki um þegar viðburðir og hefðir hafa haldist í yfir 100 ár. Þrátt fyrir langa, ríka og merka sögu Kvennaskólans þá er hann samtímis framsækinn og lifandi skóli. Skólinn var annar tveggja skóla sem tók þátt í þróunarverkefni um styttingu framhaldskólastigsinns í þrjú ár, sem framhaldsskólarnir starfa eftir í dag. Skólinn tók þátt í þróun og innleiðingu á nýju rafrænu umsjónarkerfi framhaldsskólanna (Inna). Skólinn er í senn prýddur stoltri sögu ásamt því að vera framsækinn. Skólinn einkennist af góðu andrúmslofti og töluðum við oft um að við værum eins og ein stór fjölskylda, samheldni nemendahópsins er mikil. Kennarar einsetja sér það að kynnast bekkjum og nemendum sínum og veran í skólanum er persónuleg. Mörg dæmi er þess að kennarar hafi sjálfir áður verið nemendur við skólann, jafnvel að börn þeirra hafa svo einnig gengið í skólann sem er vísir að góðri stemningu og viðhorfi í garð skólans. Hefur verið fjallað um andrúmsloftið góða víða t.d. í úttekt og skýrslu sem unnin var fyrir fyrri menntamálaráðherra (2019) þar segir: „Skólabragur í Kvennaskólanum einkennist af umhyggju, virðingu og metnaði. Nemendum líður almennt vel og vel er tekið á móti nýnemum. Mikil áhersla er á öflugt félagslíf nemenda. Skólastjórnendur veita góðan stuðning við félagslíf bæði nemenda og kennara. Stjórn nemendafélagsins leggur áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð og vinna að því að uppræta og koma í veg fyrir óæskilega framkomu og venjur“. Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason trónir yfir gestum þegar þeir koma til Alþingis, í ár eru 100 ár frá því að Ingibjörg var kjörin til sætis á Alþingi fyrst íslenskra kvenna. Kvennaskólinn er og hefur lengi verið einn vinsælasti menntaskóli landsins og hefur ásókn í skólann verið að aukast enn frekar. Brotthvarf úr skólanum er og hefur verið innan við 1%, það er vel undir landsmeðaltalinu, en það er um 20% eftir 4 ár frá innritun. Skólinn stendur sig því virkilega vel þar en brottfall úr námi er vont fyrir nemendur og mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Dreifing nemenda eftir hverfum sem sækja skólann er mikil, nemendur sækja skólann úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins og utan að landi. Skólinn er einn af fárra sem enn hafa bekkjarkerfi og er það stór þáttur sem skapar stemmingu. Skólinn hefur skilað frá sér þúsundum góðra nemenda sem sem lifa og starfa í öllum kimum samfélagsins. Gefið hefur verið í skyn að skólinn eigi við einhvern húsnæðisvanda að stríða en svo er ekki. Hefur kennarafélag skólans jafnframt gefið það út að skólinn sé vel rekinn og búi við góðan húsakost. Skólinn er staðsettur í þremur nálægum og fallegum byggingum við Tjörnina í hjarta Reykjavíkur. Kennt hefur verið í Aðalbyggingunni við Fríkirkjuveg frá 1909 til dagsins í dag án nokkurra vandkvæða og vona ég að svo verði áfram gert! Ljóst er að aðrir skólar standa í húsnæðisvandræðum, en fráleitt og sorglegt þætti mér að fórna Kvennaskólanum til að reyna að leysa skammtíma vanda annarra skóla. Svo ég vitni í ágætis grein Gylfa Magnússonar „Raunar væri það menningarsögulegt stórslys ef Kvennaskólinn yrði lagður niður til að búa til nýjan framhaldsskóla á öðrum stað í bænum“. Breytingar eru að verða á framhaldskólastiginu og er ég er ánægður að sjá eflingu iðn og verkgreina. En í allri umræðu sem hefur farið fram um breytingu framhaldskólastigsinns í þessari atrennu, þá hefur verið komið aftan að skólunum átta sem um ræðir og stjórnendum þeirra. Það hefur ekki gengið sem skyldi að koma af stað farsælli vegferð á breytingum framhaldskólastigsinns. Nauðsynlegt er að láta rykið falla til jarðar, ígrunda málin vel hvernig farið verði af stað í þá vegferð. Það þarf að gerast í samráði við framhaldsskólastigið og út frá uppbyggilegum forsendum. Þær stöllurnar Þóra Melsteð og Ingibjörg H. Bjarnason snéru sér ábyggilega við í gröfinni ef skólinn yrði lagður niður, og hvað þá á 150 ára afmælisárinu! Ég get trúað því að Ingibjörg gefi Ásmundi illt auga þessa dagana hvert sinn sem hann gengur hjá henni á leið í þingið, nema þá að hann sé farinn að ganga bakdyramegin inn í þinghúsið. Höfundur er starfandi arkitektanemi og fyrrverandi nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun