Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og Bretar hafa sett viðskiptabann á demanta og góðmálma frá Rússlandi. Þá á einnig að ræða möguleikann á friðarviðræðum á milli Rússa og Úkraínumanna.
Von er á forseta Úkraínu, Volodomír Selenskí til Hiroshima á sunnudaginn kemur þar sem hann mun ávarpa fundargesti og ræða við leiðtogana. Hann hefur margsinnis sagt að algjört grundvallaratriði fyrir mögulegum friðarviðræðum verði að Rússar hörfi alfarið frá Úkraínu.
G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Kanada, Ítalía og Japan, auk fulltrúa Evrópusambandsins en í ár hefur leiðtogum átta annara ríkja einnig verið boðið til fundarins.