Skagfirðingar fagna með balli í Miðgarði í Varmahlíð Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2023 22:40 Frá Varmahlíð í Skagafirði. Þar verður uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Vísir/Vilhelm Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls verða hylltir í hinu fornfræga félagsheimili Skagfirðinga, Miðgarði í Varmahlíð, annaðkvöld, föstudagskvöld. Þar verður uppskeruhátíð og sveitaball. Körfuknattleiksdeild Tindastóls var fyrir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld búin að auglýsa uppskeruhátíð, hvernig sem færi, þar sem góðu gengi yrði fagnað. Núna er ljóst að uppskeruhátíðin verður sigurhátíð Íslandsmeistara. Í héraðsmiðlinum Feyki kemur fram að dagskráin hefjist klukkan 19. Hálftíma síðar verður móttaka fyrir leikmenn og starfslið meistaraflokka Tindastóls. Borðhald hefst klukkan 20 en um veitingar sér Grettistak auk þess sem Sauðárkróksbakarí sér um súkkulaðiköku í eftirrétt. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn, eins og það er orðað. Sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og aðrir velunnarar Tindastóls eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina og fagna góðu gengi með sínu fólki. Miðaverði er sagt stillt í hóf. Matur og ball kostar 5.000 krónur en þeir sem aðeins vilja komast á ballið borga 3.000 krónur. Miðasala er á Stubbnum en þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi þurfa að vera búnir að panta fyrir hádegi á morgun, föstudag. Skagafjörður Körfubolti Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30 Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Ástandið að lagast í Hvítá Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Norðanáttin getur náð stormstyrk Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu The Vivienne er látin Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls var fyrir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld búin að auglýsa uppskeruhátíð, hvernig sem færi, þar sem góðu gengi yrði fagnað. Núna er ljóst að uppskeruhátíðin verður sigurhátíð Íslandsmeistara. Í héraðsmiðlinum Feyki kemur fram að dagskráin hefjist klukkan 19. Hálftíma síðar verður móttaka fyrir leikmenn og starfslið meistaraflokka Tindastóls. Borðhald hefst klukkan 20 en um veitingar sér Grettistak auk þess sem Sauðárkróksbakarí sér um súkkulaðiköku í eftirrétt. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn, eins og það er orðað. Sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og aðrir velunnarar Tindastóls eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina og fagna góðu gengi með sínu fólki. Miðaverði er sagt stillt í hóf. Matur og ball kostar 5.000 krónur en þeir sem aðeins vilja komast á ballið borga 3.000 krónur. Miðasala er á Stubbnum en þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi þurfa að vera búnir að panta fyrir hádegi á morgun, föstudag.
Skagafjörður Körfubolti Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30 Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Ástandið að lagast í Hvítá Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Norðanáttin getur náð stormstyrk Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu The Vivienne er látin Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Sjá meira
Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30
Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12