Skagfirðingar fagna með balli í Miðgarði í Varmahlíð Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2023 22:40 Frá Varmahlíð í Skagafirði. Þar verður uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Vísir/Vilhelm Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tindastóls verða hylltir í hinu fornfræga félagsheimili Skagfirðinga, Miðgarði í Varmahlíð, annaðkvöld, föstudagskvöld. Þar verður uppskeruhátíð og sveitaball. Körfuknattleiksdeild Tindastóls var fyrir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld búin að auglýsa uppskeruhátíð, hvernig sem færi, þar sem góðu gengi yrði fagnað. Núna er ljóst að uppskeruhátíðin verður sigurhátíð Íslandsmeistara. Í héraðsmiðlinum Feyki kemur fram að dagskráin hefjist klukkan 19. Hálftíma síðar verður móttaka fyrir leikmenn og starfslið meistaraflokka Tindastóls. Borðhald hefst klukkan 20 en um veitingar sér Grettistak auk þess sem Sauðárkróksbakarí sér um súkkulaðiköku í eftirrétt. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn, eins og það er orðað. Sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og aðrir velunnarar Tindastóls eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina og fagna góðu gengi með sínu fólki. Miðaverði er sagt stillt í hóf. Matur og ball kostar 5.000 krónur en þeir sem aðeins vilja komast á ballið borga 3.000 krónur. Miðasala er á Stubbnum en þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi þurfa að vera búnir að panta fyrir hádegi á morgun, föstudag. Skagafjörður Körfubolti Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30 Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Tindastóls var fyrir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld búin að auglýsa uppskeruhátíð, hvernig sem færi, þar sem góðu gengi yrði fagnað. Núna er ljóst að uppskeruhátíðin verður sigurhátíð Íslandsmeistara. Í héraðsmiðlinum Feyki kemur fram að dagskráin hefjist klukkan 19. Hálftíma síðar verður móttaka fyrir leikmenn og starfslið meistaraflokka Tindastóls. Borðhald hefst klukkan 20 en um veitingar sér Grettistak auk þess sem Sauðárkróksbakarí sér um súkkulaðiköku í eftirrétt. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn, eins og það er orðað. Sjálfboðaliðar, stuðningsmenn og aðrir velunnarar Tindastóls eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina og fagna góðu gengi með sínu fólki. Miðaverði er sagt stillt í hóf. Matur og ball kostar 5.000 krónur en þeir sem aðeins vilja komast á ballið borga 3.000 krónur. Miðasala er á Stubbnum en þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi þurfa að vera búnir að panta fyrir hádegi á morgun, föstudag.
Skagafjörður Körfubolti Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30 Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Leik lokið: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Twitter fór á hliðina þegar Stólarnir unnu: Stytta af Pavel á Króknum Það var mikið um að vera á Twitter á meðan á leikur Vals og Tindastóls fór fram í kvöld. Það er óhætt að segja að margir hafi samglaðst leikmönnum Tindastóls eftir að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 18. maí 2023 22:30
Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12