Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2023 08:00 Vilborg segir að þrátt fyrir að gildi lýðræðis og réttarríkis þyki sjálfsögð hér á landi sé mikilvægt að impra á þeim á vettvangi Evrópuráðsins þegar þess gefst kostur. Aðsend Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Á fundinum var samþykkt að taka saman tjónaskrá, um allt það tjón sem Rússar hafa valdið í Úkraínu með innrás sinni. Þar er undir bæði manntjón og fjárhagslegt tjón. Alþjóðastjórnmálafræðingur sem fréttastofa ræddi við segir um mikilvægt verkefni að ræða. En hvert er mikilvægi tjónaskrárinnar? Fréttastofa ræddi við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing, sem segir mikilvægi hennar margþætt. „Það hefur nú bæði verið talað um að það séu jafnvel nú þegar hafnar aðgerðir til þess að láta rússnesk stjórnvöld greiða fyrir tjónið í gegnum eignir þeirra á Vesturlöndum. Annars er þetta að sjálfsögðu langtímaverkefni. Stríðinu er hvergi nærri lokið, að því er virðist,“ segir Vilborg. Með aðkomu Evrópuráðsins séu Úkraínumenn í mun betri stöðu, þannig að þeir þurfi ekki sjálfir að halda utan um þann skaða sem innrásarher Rússa hefur unnið, og mun vinna. „En auðvitað er ekki hægt að segja í dag nákvæmlega hvaða þýðingu þetta mun hafa. Þetta er eitthvað sem er verið að hugsa fyrir það þegar stríðinu er lokið, fyrst og fremst. Sem við vitum auðvitað ekki hvenær verður.“ Um er að ræða fjórða leiðtogafund í sögu ráðsins, sem var stofnað 1949. Auk stuðnings við Úkraínu impruðu ríki ráðsins einnig á gildum lýðræðis og réttarríkis. Minna áþreifanlegar niðurstöður þar, en engu að síður mikilvægar að sögn Vilborgar. „Það má segja að það sé auðvitað mikilvægt að ítreka þennan stuðning, ítreka að þetta séu gildin sem unnið er eftir, og á sama tíma veita ákveðna pressu til þeirra ríkja innan Evrópuráðsins sem eru ekki alveg að fylgja þessum viðmiðum.“ Stórra frétta af átökum í Úkraínu var aldrei að vænta Vilborg segir mikilvægt að átta sig á því að Evrópuráðið leggi fyrst og fremst áherslu á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið, en ekki öryggis- og varnarmál eða hernaðarmál. „Þannig að það var aldrei við því að búast að það yrðu stórar fréttir hvað varðar hernaðinn í Úkraínu og stöðuna þar í dag.“ Þannig að þeir sem halda því fram að þessi fundur hefði kannski getað verið tölvupóstur eða fjarfundur, þeir hafa þá ekki á réttu að standa? „Nei, ég myndi ekki segja það.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira