Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Siggeir Ævarsson skrifar 18. maí 2023 23:05 Helgi Rafn Viggósson og Pétur Rúnar Birgisson lyfta bikarnum. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. Leikurinn bauð upp á allt það besta sem körfubolti hefur upp á að bjóða og hádramatík í lokin þar sem Keyshawn Woods var hetja Tindas´tols. Valsmenn byrjuðu leikinn í kvöld mun betur og leiddu 27-14 að loknum fyrsta leikhluta. Stólarnir unnu sig þó hægt og rólega inn í leikinn og voru búnir að minnka muninn niður í fimm stig fyrir hálfleiksflautið, staðan þá 43-38 Val í vil. Sóknarlega gengu hlutirnir illa hjá Stólunum til að byrja með, en þeir hittu ekki úr þristi fyrr en í 2. leikhluta. Það var fjör hjá stuðningsmönnum Tindastóls í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Spennan í síðari hálfleik var svo gott sem óbærileg. Liðin skiptust á að hafa forystuna en Keyshawn Woods kom Tindastól í 64-63 forystu með flautuþrist undir lok þriðja leikhluta. Skrautlegur þristur svo vægt sé til orða tekið en að hann hafi ratað ofan í er kannski lýsandi fyrir þann leik sem Woods átti í kvöld. Sama staðan var uppi á teningunum í lokafjórðungnum. Tindastóll náði þriggja stiga forskoti þegar um fimm mínútur voru eftir en Valsmenn svöruðu og náðu fimm stiga forskoti í stöðunni 77-72 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Stólarnir náðu þá góðu áhlaupi. Þeir jöfnuðu metin í 79-79 þegar fimmtán sekúndur voru eftir og spennan í algleymingi. Pétur Rúnar Birgisson reynir að finna leið í gegnum vörn Vals.Vísir/Hulda Margrét Valur tók leikhlé og setti upp kerfi fyrir Kára Jónsson. Hann keyrði á vörnina, fór frábærlega framhjá varnarmönnum Tindastóls og skoraði með sniðskoti þegar fimm sekúndur voru eftir. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, tók þá leikhlé og í kjölfar þess var boltanum komið á Keyshawn Woods. Hann fór í þriggja stiga skot þar sem brotið var á honum. Woods var ískaldur og setti niður öll vítaskotin og kom Stólunum í 82-81 forystu. Til að fullkomna dramatík kvöldsins skoppuðu seinni tvö vítin bæði á hringnum áður en þau fóru ofan í. Kári Jónsson reynir að komast framhjá Taiwo Badmus leikmanni Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn fóru upp völlinn og Sigtryggur Arnar Björnsson braut á Kára Jónssyni. Valsmenn voru ekki í bónus en vildu meina að dæma ætti óíþróttamannslega villu sem hefði þýtt tvö vítaskot til Kára. Svo fór ekki og Valsmenn áttu innkast með 1,6 sekúndu á klukkunni. Það var ekki nóg og Valsarar náðu ekki löglegu skoti á körfuna. Allt ærðist í Origo-höllinni og Tindastólsmenn fögnuðu sem óðir væru enda fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í höfn. Af hverju vann Tindastóll? Það er gömul klisja í körfuboltafræðunum að sókn vinni leiki en vörn titla, og sú klisja sannaði sig í kvöld. Stólarnir voru mjög slakir sóknarlega bróðurpartinn úr leiknum en spiluðu góða vörn og lokuðu á sóknarfráköst Valsara. Svo voru þeir líka með Keyshawn Woods í sínu liði sem skoraði tæpan helming stiga Tindastóls og sjö síðustu stigin þeirra í leiknum og tryggði þeim sigurinn á ögurstundu. Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndur Keyshawn Woods var frábær í kvöld, 33 stig af 82 stigum liðsins. Þá var Pétur Rúnar Birgisson einnig afar mikilvægur fyrir Tindastól í kvöld. Níu stig frá honum, ellefu fráköst, átta stoðsendingar og fjórir dýrmætir stolnir boltar. Woods grætur gleðitárum í leikslokVísir/Hulda Margrét Hjá Valsmönnum var Kári Jónsson stigahæstur með 19 stig, og bætti við sjö fráköstum og sex stoðsendingum. Hann fór langt með að klára leikinn með stórum körfum undir lokin en það dugði ekki til. Kristófer Acox var sömuleiðis öflugur með 16 stig og sjö fráköst. Hvað gerist næst? Sauðkrækingar fagna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli! Já og Helgi Rafn Viggósson er hættur í körfubolta, hættir á toppnum. „Þetta er hræðilegt, allt neikvætt. Við erum komnir með titilinn í hendurnar og bókstaflega hendum þessu frá okkur“ Kristófer AcoxVísir/Hulda Margrét Kristófer Acox var vitaskuld gríðarlega svekktur í leikslok í kvöld og sagði Valsliðið hafa hent titlinum frá sér. „Þetta er hræðilegt, allt neikvætt. Við erum komnir með titilinn í hendurnar og bókstaflega hendum þessu frá okkur á síðustu 40 sekúndunum. Gerðum vel í að halda haus og koma okkur einhvern vegin inn í þetta aftur. Við náðum forystunni og ég skil ekki hvernig við fórum að því að tapa þessu. Ég er orðlaus.“ Valsliðið byrjaði mun betur en lið Tindastóls vann á og náði forystunni í seinni hálfleik. „Við komum rosalega flottir út, það er líka á okkur að halda ekki haus og fókus. Við fórum að reyna allt í einu of mikið, vorum komnir með þetta í góða forystu. Í staðinn fyrir að halda áfram og gera það sem var að virka þá förum við allt í einu í einhvern hetjubolta. Við ætlum að skora tuttugu stig í hverri sókn og taka erfið, fljót skot. Við byrjum að klikka og þeir hlaupa í bakið á okkur. Þeirra skot detta.“ Spennan var gríðarleg undir lokin þar sem Valsmenn klikkuðu á ögurstundu. „Eins og ég segi þá kemur þetta niður á þessa síðustu eina mínútu þar sem við erum með unnin leik í höndunum og við hendum því frá okkur.“ Kristófer sagði ekki ljóst hvað hann myndi gera á næsta tímabili. „Ég er ekki búinn að ákveða það, það verður bara að koma í ljós.“ Körfubolti Valur Tindastóll Subway-deild karla Skagafjörður Tengdar fréttir Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Finnur: Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu „Þetta er bara sportið sem maður valdi sér. Stundum vinnur maður og stundur tapar þú í þessu. Mér fannst við gera nóg hérna undir lok til að vinna. Stólarnir búnir að vera mjög góðir allan leikinn og þetta var bara 50/50 allan tímann. Svo gera þeir vel að koma til baka, Woods setur stór víti trekk í trekk og var svona kannski bara maðurinn.“ 18. maí 2023 22:45
Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. Leikurinn bauð upp á allt það besta sem körfubolti hefur upp á að bjóða og hádramatík í lokin þar sem Keyshawn Woods var hetja Tindas´tols. Valsmenn byrjuðu leikinn í kvöld mun betur og leiddu 27-14 að loknum fyrsta leikhluta. Stólarnir unnu sig þó hægt og rólega inn í leikinn og voru búnir að minnka muninn niður í fimm stig fyrir hálfleiksflautið, staðan þá 43-38 Val í vil. Sóknarlega gengu hlutirnir illa hjá Stólunum til að byrja með, en þeir hittu ekki úr þristi fyrr en í 2. leikhluta. Það var fjör hjá stuðningsmönnum Tindastóls í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Spennan í síðari hálfleik var svo gott sem óbærileg. Liðin skiptust á að hafa forystuna en Keyshawn Woods kom Tindastól í 64-63 forystu með flautuþrist undir lok þriðja leikhluta. Skrautlegur þristur svo vægt sé til orða tekið en að hann hafi ratað ofan í er kannski lýsandi fyrir þann leik sem Woods átti í kvöld. Sama staðan var uppi á teningunum í lokafjórðungnum. Tindastóll náði þriggja stiga forskoti þegar um fimm mínútur voru eftir en Valsmenn svöruðu og náðu fimm stiga forskoti í stöðunni 77-72 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Stólarnir náðu þá góðu áhlaupi. Þeir jöfnuðu metin í 79-79 þegar fimmtán sekúndur voru eftir og spennan í algleymingi. Pétur Rúnar Birgisson reynir að finna leið í gegnum vörn Vals.Vísir/Hulda Margrét Valur tók leikhlé og setti upp kerfi fyrir Kára Jónsson. Hann keyrði á vörnina, fór frábærlega framhjá varnarmönnum Tindastóls og skoraði með sniðskoti þegar fimm sekúndur voru eftir. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, tók þá leikhlé og í kjölfar þess var boltanum komið á Keyshawn Woods. Hann fór í þriggja stiga skot þar sem brotið var á honum. Woods var ískaldur og setti niður öll vítaskotin og kom Stólunum í 82-81 forystu. Til að fullkomna dramatík kvöldsins skoppuðu seinni tvö vítin bæði á hringnum áður en þau fóru ofan í. Kári Jónsson reynir að komast framhjá Taiwo Badmus leikmanni Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn fóru upp völlinn og Sigtryggur Arnar Björnsson braut á Kára Jónssyni. Valsmenn voru ekki í bónus en vildu meina að dæma ætti óíþróttamannslega villu sem hefði þýtt tvö vítaskot til Kára. Svo fór ekki og Valsmenn áttu innkast með 1,6 sekúndu á klukkunni. Það var ekki nóg og Valsarar náðu ekki löglegu skoti á körfuna. Allt ærðist í Origo-höllinni og Tindastólsmenn fögnuðu sem óðir væru enda fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í höfn. Af hverju vann Tindastóll? Það er gömul klisja í körfuboltafræðunum að sókn vinni leiki en vörn titla, og sú klisja sannaði sig í kvöld. Stólarnir voru mjög slakir sóknarlega bróðurpartinn úr leiknum en spiluðu góða vörn og lokuðu á sóknarfráköst Valsara. Svo voru þeir líka með Keyshawn Woods í sínu liði sem skoraði tæpan helming stiga Tindastóls og sjö síðustu stigin þeirra í leiknum og tryggði þeim sigurinn á ögurstundu. Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndur Keyshawn Woods var frábær í kvöld, 33 stig af 82 stigum liðsins. Þá var Pétur Rúnar Birgisson einnig afar mikilvægur fyrir Tindastól í kvöld. Níu stig frá honum, ellefu fráköst, átta stoðsendingar og fjórir dýrmætir stolnir boltar. Woods grætur gleðitárum í leikslokVísir/Hulda Margrét Hjá Valsmönnum var Kári Jónsson stigahæstur með 19 stig, og bætti við sjö fráköstum og sex stoðsendingum. Hann fór langt með að klára leikinn með stórum körfum undir lokin en það dugði ekki til. Kristófer Acox var sömuleiðis öflugur með 16 stig og sjö fráköst. Hvað gerist næst? Sauðkrækingar fagna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli! Já og Helgi Rafn Viggósson er hættur í körfubolta, hættir á toppnum. „Þetta er hræðilegt, allt neikvætt. Við erum komnir með titilinn í hendurnar og bókstaflega hendum þessu frá okkur“ Kristófer AcoxVísir/Hulda Margrét Kristófer Acox var vitaskuld gríðarlega svekktur í leikslok í kvöld og sagði Valsliðið hafa hent titlinum frá sér. „Þetta er hræðilegt, allt neikvætt. Við erum komnir með titilinn í hendurnar og bókstaflega hendum þessu frá okkur á síðustu 40 sekúndunum. Gerðum vel í að halda haus og koma okkur einhvern vegin inn í þetta aftur. Við náðum forystunni og ég skil ekki hvernig við fórum að því að tapa þessu. Ég er orðlaus.“ Valsliðið byrjaði mun betur en lið Tindastóls vann á og náði forystunni í seinni hálfleik. „Við komum rosalega flottir út, það er líka á okkur að halda ekki haus og fókus. Við fórum að reyna allt í einu of mikið, vorum komnir með þetta í góða forystu. Í staðinn fyrir að halda áfram og gera það sem var að virka þá förum við allt í einu í einhvern hetjubolta. Við ætlum að skora tuttugu stig í hverri sókn og taka erfið, fljót skot. Við byrjum að klikka og þeir hlaupa í bakið á okkur. Þeirra skot detta.“ Spennan var gríðarleg undir lokin þar sem Valsmenn klikkuðu á ögurstundu. „Eins og ég segi þá kemur þetta niður á þessa síðustu eina mínútu þar sem við erum með unnin leik í höndunum og við hendum því frá okkur.“ Kristófer sagði ekki ljóst hvað hann myndi gera á næsta tímabili. „Ég er ekki búinn að ákveða það, það verður bara að koma í ljós.“
Körfubolti Valur Tindastóll Subway-deild karla Skagafjörður Tengdar fréttir Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Finnur: Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu „Þetta er bara sportið sem maður valdi sér. Stundum vinnur maður og stundur tapar þú í þessu. Mér fannst við gera nóg hérna undir lok til að vinna. Stólarnir búnir að vera mjög góðir allan leikinn og þetta var bara 50/50 allan tímann. Svo gera þeir vel að koma til baka, Woods setur stór víti trekk í trekk og var svona kannski bara maðurinn.“ 18. maí 2023 22:45
Pavel: Vildi fá að vera farþegi í þessu sem er að eiga sér stað núna Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hálf agndofa yfir stuðningsmönnum Tindastóls sem fögnuðu eins og óðir væru eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins var í höfn. Pavel sagði ekki ljóst hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins. 18. maí 2023 22:12
Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49
Finnur: Við erum bara mjög stoltir af tímabilinu „Þetta er bara sportið sem maður valdi sér. Stundum vinnur maður og stundur tapar þú í þessu. Mér fannst við gera nóg hérna undir lok til að vinna. Stólarnir búnir að vera mjög góðir allan leikinn og þetta var bara 50/50 allan tímann. Svo gera þeir vel að koma til baka, Woods setur stór víti trekk í trekk og var svona kannski bara maðurinn.“ 18. maí 2023 22:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum