Miami Heat stal leik eitt í Garðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 09:00 Það virðist enginn geta stöðvað Jimmy Butler. Adam Glanzman/Getty Images Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eru farin af stað. Í nótt fór fram fyrsti leikur einvígisins í Austurdeildinni þar sem Boston Celtics tók á móti Miami Heat. Fór það svo að Heat vann sjö stiga sigur, lokatölur 116-123. Allir veðbankar og allir spekingar vestanhafs – sem og víðar – spá því að Boston vinni einvígið og fari í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það virtist stefna í það en Boston var betri aðilinn framan af leik næturinnar og leiddi mest með 13 stigum. Í þriðja leikhluta leiksins snerist taflið hins vegar við. Sóknarleikur Miami fór bókstaflega á flug á meðan heimamenn hikstuðu. Miami vann leikhlutann með 21 stigi eftir að skora alls 46 stig í leikhlutanum. Gestirnir skoruðu ekki yfir 30 stig í hinum þremur leikhlutum leiksins. PLAYOFF JIMMY IN #PLAYOFFMODE HEAT LEAD BY 6, 27.7 SECONDS TO GO pic.twitter.com/KEWF32XyQG— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þó Celtics hafi haldið spennu í þessu í fjórða leikhluta var það Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] Butler sem tryggði Miami Heat mikilvægan sigur í TD Garden í Boston. Leikurinn vannst á endanum með sjö stigum, 116-123. Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 35 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst á þeim 43 mínútum sem hann spilaði. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jimmy Butler leads the #8 seed @MiamiHEAT to a road win in Game 1 of the ECF!35 PTS7 AST 6 STL (Playoff career high) Game 2: Friday, 8:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/GXX7eHrOxy— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þeir Gabe Vincent, Max Strus, Caleb Martin og Kyle Lowry skoruðu allir 15 stig á meðan gamla brýnið Kevin Love skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Í liði Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og staka stoðsendingu. Jaylen Brown kom þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan Malcolm Brogdon skoraði 19 stig. The @MiamiHEAT open the East Finals with a win in Boston!MIA/BOS Game 2: Friday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/B29HgDdUvd— NBA (@NBA) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Allir veðbankar og allir spekingar vestanhafs – sem og víðar – spá því að Boston vinni einvígið og fari í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það virtist stefna í það en Boston var betri aðilinn framan af leik næturinnar og leiddi mest með 13 stigum. Í þriðja leikhluta leiksins snerist taflið hins vegar við. Sóknarleikur Miami fór bókstaflega á flug á meðan heimamenn hikstuðu. Miami vann leikhlutann með 21 stigi eftir að skora alls 46 stig í leikhlutanum. Gestirnir skoruðu ekki yfir 30 stig í hinum þremur leikhlutum leiksins. PLAYOFF JIMMY IN #PLAYOFFMODE HEAT LEAD BY 6, 27.7 SECONDS TO GO pic.twitter.com/KEWF32XyQG— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þó Celtics hafi haldið spennu í þessu í fjórða leikhluta var það Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] Butler sem tryggði Miami Heat mikilvægan sigur í TD Garden í Boston. Leikurinn vannst á endanum með sjö stigum, 116-123. Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 35 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst á þeim 43 mínútum sem hann spilaði. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jimmy Butler leads the #8 seed @MiamiHEAT to a road win in Game 1 of the ECF!35 PTS7 AST 6 STL (Playoff career high) Game 2: Friday, 8:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/GXX7eHrOxy— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þeir Gabe Vincent, Max Strus, Caleb Martin og Kyle Lowry skoruðu allir 15 stig á meðan gamla brýnið Kevin Love skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Í liði Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og staka stoðsendingu. Jaylen Brown kom þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan Malcolm Brogdon skoraði 19 stig. The @MiamiHEAT open the East Finals with a win in Boston!MIA/BOS Game 2: Friday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/B29HgDdUvd— NBA (@NBA) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira