Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2023 07:48 Rússneskir hermenn á óuppgefinni staðsetningu undirbúa 152 mm eldflaugar sem er skotið úr Giatsint-S. AP Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32