Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2023 07:48 Rússneskir hermenn á óuppgefinni staðsetningu undirbúa 152 mm eldflaugar sem er skotið úr Giatsint-S. AP Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32