Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 17. maí 2023 22:10 Bensínstöðvar hafa fyllt tanka sína af nýju umhverfisvænna bensíni sem kallast E10. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. Vísir/Vilhelm Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar. Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“ Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Bensínstöðvar hafa þegar fyllt tanka sína af nýja bensíninu sem kallast E10, en 10 stendur fyrir hlutfall etanólmagns í eldsneytisblöndunni, sem er nú 10% en var 5% áður. Kolefnislosun ökutækja mun minnka en bruni etanóls losar um það bil fjórum sinnnum minna af kolefni en bruni hefðbundins jarðefnaeldsneytis. Allir bensínknúnir bílar framleiddir eftir árið 2011 geta notað nýju blönduna og flest eldri ökutæki líka. Bílar framleiddir fyrir árið 2003 gætu hins vegar þurft að skipta yfir í annars konar bensín. 98 oktan bensínið er hins vegar dýrara. Félag íslenskra bifreiðaeigenda bendir á að þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til þess að vera á eldri bílum auk þess sem 98 oktan fæst ekki á öllum bensínstöðvum. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar segir þetta mikilvægt skref í umhverfismálum. „Við erum með þessu að uppfylla kröfur sem til okkar eru gerðar. Það má kannski árétta að stjórnvöld hafa sett sér stefnu um að landið verði laust við bensín og olíu árið 2040 og verði jafnframt kolefnislaust á þeim tímapunkti. Þetta er í raun og veru skref sem við erum að stíga sem við getum öll verið stolt af. Þetta er breyting til frambúðar Við erum að sjá það í löndunum í kringum okkur að þau eru að stíga þetta skref og hafa stigið þetta skref. Heimurinn er á leiðinni í orkuskiptin.“ Langfæstir munu taka eftir breytingum segir Auður. „Fyrir flest öll ökutæki gengur þetta mjög vel. Ég myndi segja að 99% af okkur muni ekkki finna neitt fyrir þessu.“
Bensín og olía Bílar Reykjavík Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira