„Þá þarf hún bara að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. maí 2023 22:21 Rósa Líf Darradóttir læknir mætti á mótmælin gegn hvalveiðum í dag. Helena Rós Rúmlega hundrað manns á öllum aldri mættu í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla hvalveiðum á sama tíma og þjóðarleiðtogarnir mættu í Hörpu. Einn skipuleggjanda segir lög hafa verið brotin og ráðherra geti ekki leyft því að viðgangast út þetta veiðiár. Hvalavinir létu rigningu og skert aðgengi í miðbæ Reykjavíkur ekki stöðva sig og mættu til að mótmæla hvalveiðum í ljósi svartrar niðurstöðu úr skýrslu Matvælastofnunar. Mótmælin hófust við Skólavörðustíg og mætti fólk með allskyns pappaspjöld og pappírshvali. Síðan var gengið niður að Arnarhóli þar sem ræðuhöld fóru fram. Mótmælendur voru sammála um að stöðva þyrfti hvalveiðar strax í ljósi niðurstöðu skýrslunnar sem sýndi að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í skýrslunni kom fram að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu hafi verið veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var meðal mótmælenda og sagði hann mikilvægt að stoppa hvalveiðar strax í sumar. Hann segir skýrsluna mjög skýra og það sé óréttlætanlegt að halda áfram veiðum. Þá lýsi yfirlýsing matvælaráðherra um að ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfið fyrir þetta ár uppgjöf. „Ef einhverjir lögfræðingar uppi í ráðuneyti eru að segja henni að hún geti ekki bannað hvalveiðar þá þarf hún að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér,“ sagði Andrés Ingi meðal annars. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjanda mótmælanna, segir mótmæli gegn hvalveiðum ekki ný af nálinni. „Við höfum reyndar mótmælt öll tíu árin sem Kristján hefur farið út á veiðar. Skýrslan var bara svo rosaleg að við fundum að við urðum að gera eitthvað.“ Björk Guðmundsdóttir var á meðal gesta á hvalveiðamótmælum á Arnarhóli í dag. Valgerður segir hvalavini krefjast þess að veiðarnar verði stöðvaðar og bannaðar. „Þetta eru ekki aðferðir sem við eigum að leyfa að viðgangast að murka lífið úr hvölum í marga klukkutíma.“ Yfirlýsingar matvælaráðherra séu hreinlega ekki réttar. „Það er mjög skýrt í lögum að það eru viðurlög við því að brjóta þessu lög sem Kristján Loftsson hefur sannarlega brotið. Ég get ekki séð að hún geti leyft því að viðgangast að hann drepi 150 til 200 hvali í sumar með þessum hræðilegu aðferðum,“ segir hún að lokum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Hvalavinir létu rigningu og skert aðgengi í miðbæ Reykjavíkur ekki stöðva sig og mættu til að mótmæla hvalveiðum í ljósi svartrar niðurstöðu úr skýrslu Matvælastofnunar. Mótmælin hófust við Skólavörðustíg og mætti fólk með allskyns pappaspjöld og pappírshvali. Síðan var gengið niður að Arnarhóli þar sem ræðuhöld fóru fram. Mótmælendur voru sammála um að stöðva þyrfti hvalveiðar strax í ljósi niðurstöðu skýrslunnar sem sýndi að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í skýrslunni kom fram að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu hafi verið veitt eftirför í fimm klukkustundir án árangurs. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var meðal mótmælenda og sagði hann mikilvægt að stoppa hvalveiðar strax í sumar. Hann segir skýrsluna mjög skýra og það sé óréttlætanlegt að halda áfram veiðum. Þá lýsi yfirlýsing matvælaráðherra um að ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfið fyrir þetta ár uppgjöf. „Ef einhverjir lögfræðingar uppi í ráðuneyti eru að segja henni að hún geti ekki bannað hvalveiðar þá þarf hún að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér,“ sagði Andrés Ingi meðal annars. Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera og einn skipuleggjanda mótmælanna, segir mótmæli gegn hvalveiðum ekki ný af nálinni. „Við höfum reyndar mótmælt öll tíu árin sem Kristján hefur farið út á veiðar. Skýrslan var bara svo rosaleg að við fundum að við urðum að gera eitthvað.“ Björk Guðmundsdóttir var á meðal gesta á hvalveiðamótmælum á Arnarhóli í dag. Valgerður segir hvalavini krefjast þess að veiðarnar verði stöðvaðar og bannaðar. „Þetta eru ekki aðferðir sem við eigum að leyfa að viðgangast að murka lífið úr hvölum í marga klukkutíma.“ Yfirlýsingar matvælaráðherra séu hreinlega ekki réttar. „Það er mjög skýrt í lögum að það eru viðurlög við því að brjóta þessu lög sem Kristján Loftsson hefur sannarlega brotið. Ég get ekki séð að hún geti leyft því að viðgangast að hann drepi 150 til 200 hvali í sumar með þessum hræðilegu aðferðum,“ segir hún að lokum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00 Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Hugsanavillan við hvalveiðar Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. 16. maí 2023 08:00
Afturköllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar. 11. maí 2023 11:21
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01