Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2023 16:29 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku. EPA/JOSE SENA GOULAO Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Ramaphosa sagðist hafa rætt við forsetana í síma um helgina og þeir hafi báðir samþykkt að taka á móti sendinefnd í Moskvu annars vegar og Kænugarði hins vegar. Auk Ramaphosa verða leiðtogar Sambíu, Senegal, Lýðveldisins Kongó, Úganda og Egyptalands skipa sendinefndina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ramaphosa fór yfir vendingarnar á blaðamannafundi með Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, í dag þar sem hann sagði meðal annars að innrásin í Úkraínu hefði komið niður á ríkjum Afríku. Hækkun á verði korns er meðal þess sem hefur komið niður á Afríku. Hann sagði ómögulegt að segja að svo stöddu hvaða árangri þessi fundarhöld gætu skilað en mikilvægt sé að láta á þau reyna. Media Conference #SingaporeInSA https://t.co/ZdzEaY8JVy— Cyril Ramaphosa (@CyrilRamaphosa) May 16, 2023 Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, eins og um það hvenær fundirnir eiga að fara fram en undirbúningur fyrir þá á að hefjast á næstunni, samkvæmt Ramaphosa. Hann sagðist vonast til þess að fundirnir gætu byrjað sem fyrsti. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu hófust viðræður milli Úkraínumanna og Rússa. Þeim var þó hætt eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar litu dagsins ljós. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Selenskí hefur síðan þá sagt að Úkraínumenn ætli sér að reka Rússa á brott. Annað fæli eingöngu í sér frekari átök seinna meir og ekki kæmi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Þá hefur Pútín ekki gefið til kynna að hann sé tilbúinn til viðræðna um annað en uppgjöf Úkraínumanna. Sakaðir um að senda Rússum vopn Ramaphosa sagði í gær að yfirvöld í Suður-Afríku, sem hafa ekki fordæmt innrás Rússa, hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi um að taka afstöðu vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Suður-Afríku um að senda vopn til Rússa eftir að innrásin í Úkraínu hófst, en varnarmálaráðherra Suður-Afríku hefur þvertekið fyrir það. Þá var yfirmaður hers Suður-Afríku í Moskvu í gær, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukna hernaðarsamvinnu milli ríkjanna. Ramaphosa sagði einnig í gær að Suður-Afríka yrði ekki dreginn inn í deilur stórvelda en Lee virtist gagnrýna þá afstöðu á áðurnefndum blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt France24. Lee sagði það spurningu um grunngildi að eitt ríki gæti ekki ráðist inn í annað án afleiðinga. Það þyrfti að foræmda slíkar innrásir. Suður-Afríka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Singapúr Tengdar fréttir Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ramaphosa sagðist hafa rætt við forsetana í síma um helgina og þeir hafi báðir samþykkt að taka á móti sendinefnd í Moskvu annars vegar og Kænugarði hins vegar. Auk Ramaphosa verða leiðtogar Sambíu, Senegal, Lýðveldisins Kongó, Úganda og Egyptalands skipa sendinefndina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ramaphosa fór yfir vendingarnar á blaðamannafundi með Lee Hsien Loong, forsætisráðherra Singapúr, í dag þar sem hann sagði meðal annars að innrásin í Úkraínu hefði komið niður á ríkjum Afríku. Hækkun á verði korns er meðal þess sem hefur komið niður á Afríku. Hann sagði ómögulegt að segja að svo stöddu hvaða árangri þessi fundarhöld gætu skilað en mikilvægt sé að láta á þau reyna. Media Conference #SingaporeInSA https://t.co/ZdzEaY8JVy— Cyril Ramaphosa (@CyrilRamaphosa) May 16, 2023 Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, eins og um það hvenær fundirnir eiga að fara fram en undirbúningur fyrir þá á að hefjast á næstunni, samkvæmt Ramaphosa. Hann sagðist vonast til þess að fundirnir gætu byrjað sem fyrsti. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu hófust viðræður milli Úkraínumanna og Rússa. Þeim var þó hætt eftir að ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar litu dagsins ljós. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Selenskí hefur síðan þá sagt að Úkraínumenn ætli sér að reka Rússa á brott. Annað fæli eingöngu í sér frekari átök seinna meir og ekki kæmi til greina að yfirgefa úkraínskt fólk í höndum Rússa. Þá hefur Pútín ekki gefið til kynna að hann sé tilbúinn til viðræðna um annað en uppgjöf Úkraínumanna. Sakaðir um að senda Rússum vopn Ramaphosa sagði í gær að yfirvöld í Suður-Afríku, sem hafa ekki fordæmt innrás Rússa, hefðu orðið fyrir miklum þrýstingi um að taka afstöðu vegna stríðsins í Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað yfirvöld í Suður-Afríku um að senda vopn til Rússa eftir að innrásin í Úkraínu hófst, en varnarmálaráðherra Suður-Afríku hefur þvertekið fyrir það. Þá var yfirmaður hers Suður-Afríku í Moskvu í gær, þar sem hann ræddi við ráðamenn um aukna hernaðarsamvinnu milli ríkjanna. Ramaphosa sagði einnig í gær að Suður-Afríka yrði ekki dreginn inn í deilur stórvelda en Lee virtist gagnrýna þá afstöðu á áðurnefndum blaðamannafundi í dag, samkvæmt frétt France24. Lee sagði það spurningu um grunngildi að eitt ríki gæti ekki ráðist inn í annað án afleiðinga. Það þyrfti að foræmda slíkar innrásir.
Suður-Afríka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Singapúr Tengdar fréttir Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 „Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06 Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Friður geti ekki verið án réttlætis Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt. 16. maí 2023 16:17
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27
„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. 16. maí 2023 12:06
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. 15. maí 2023 23:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent