Frekir kallar með rándýra bíla hafi hindrað tunnuskipti Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 12:30 Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, með nýju tvískiptu tunnuna. Vísir/Sigurjón Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar. Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Við breytingar á flokkunarkerfi Sorpu er flokknum „lífrænn úrgangur“ bætt við þá hópa sem heimili eiga að flokka í. Til þess að hefja það hefur Sorpa hafið dreifingu á nýjum tunnum. Það sem flestir íbúar í einbýli munu koma með til að kynnast er tvískipt tunna á meðan íbúar í fjölbýli fá bara eina nýja brúna tunnu fyrir lífrænan úrgang. Tunnurnar voru skoðaðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Ekki flókið að flokka Tegundir tvískiptu tunnunnar eru tvær. Annars vegar er það tunna með hólf fyrir almennt sorp og hólf fyrir lífrænan úrgang. Þá tunnu mega flestir íbúar í einbýli fá, sama hversu margir búar þar. Hins vegar er tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappír og pappa. Sú tunna verður einungis í boði fyrir fólk í einbýli þar sem þrír eða færri búa. Ef íbúarnir eru fleiri en þrír verður hins vegar sitthvor tunnan fyrir plast og pappír og pappa. Því verða íbúar í einbýli ýmist með tvær eða þrjár tunnur. Fyrstir til að fá nýju tunnurnar eru íbúar á Kjalarnesi, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar koma tunnurnar núna í maímánuði. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir flesta vera ánægða með nýja fyrirkomulagið, þrátt fyrir að einhver skemmd epli leynist inn á milli. „Við sjáum að fólk hefur verið að bíða eftir þessu lengi og hefur kallað eftir þessu. En við höfum líka heyrt sögur af því að einhverjir frekir kallar með bíla á planinu sem eru á við 60-föld laun verkamannsins sem kemur með tunnuna, hafi verið að meina fólki aðgang að tunnuskýlinu til að skipta. Þetta er hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Þegar við segjum fólki vestarlega í borginni að það þurfi að bíða þar til í ágúst eða september segir það að það sé ósátt og vilji fá tunnuna núna. Þetta er tími sem tekur til að keyra þetta allt saman út,“ segir Gunnar.
Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Tengdar fréttir Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. 12. maí 2023 13:04
Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. 15. maí 2023 16:37