„Ekkert nálægt því að vera eins og píkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 22:11 Ummæli Arnars Gunnlaugssonar um lið sitt í fyrra hafa vakið mikla athygli. Vísir/Hulda Margrét Ummæli þjálfara Víkings í úrvalsdeild karla þar sem hann sagði sig og leikmenn sína hafa verið „algjörar píkur í fyrra“ hafa vakið mikla athygli. Keppast netverjar við að gagnrýna ummælin og segja líkingarmálið í ósamræmi við veruleikann. Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023 Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira