Í tilkynningu frá strætó kemur fram að áhrifin vegna leiðtogafundarins á umferð verði hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum. Þar er tekið fram að þetta eigi einnig við um Reykjanesbrautina, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga.
Leiðir 1,3,6,11,12,13, 14 og 55 munu aka hjáleiðir í kringum miðborgina og mun leið 16 aka hjáleið um Vatnagarða í stað Sundagarða.
Farþegar eru beðnir um að athuga að það munu verða ófyrirséðar raskanir á tímaætlunum víðsvegar um borgina dagana sem leiðtogafundurinn fer fram. Þá eru farþegar jafnframt beðnir um að fylgjast vel með vögnum á rauntímakorti.
