Telur leiguverð of lágt og boðar hækkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. maí 2023 13:22 Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, segir leiguverð vera of lágt. Vísir/Aðsend/Vilhelm Stjórnarformaður Ölmu leigufélags segir umræðu um félagið hafa verið mjög harða og ekki í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn. Húsnæði sé einfaldlega dýrt, sama hvort fólk eigi húsnæðið sjálft eða leigi það. Hann segir leiguverð of lágt og boðar hækkun. Leigufélagið Alma hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin misseri fyrir hátt leiguverð og meinta vægðarlausa leiguhækkun. Vakti það til að mynda athygli á dögunum þegar áttræður maður var borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. „Okkur finnst umræðan hafa verið kannski fullhörð og kannski ekki alveg í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn,“ segir Gunnar. Það sé þó rétt að leiguverð hafi verið hækkað hjá þeim á þessu ári þegar leigusamningar hafa komið til endurnýjunar. Hann segir að síðustu ár hafi þróun á leiguverði ekki verið í samræmi við þróun á fasteignaverði. „Til lengri tíma þá mun leiguverð fylgja margfeldi af vöxtum og markaðsverði á fasteignum. Til skemmri tíma er það bara sambland eða jafnvægi á markaði, framboð og eftirspurn sem ræður leiguverðinu.“ Hann segist átta sig á því þrátt fyrir þetta að leigan sé mjög há. Horfa þurfi á málið bæði frá sjónarhorni leigutakans og leigusalans. „Sem verður að fá arðsemi af fjárfestingunni, annars tekur það því ekki að standa í þessari starfsemi. Hins vegar frá leigutakanum, sem er að borga mikla peninga fyrir að leigja íbúð. Það er bara þannig að húsnæði er dýrt, sama hvort þú átt og rekur það sjálfur og borgar fjármagnskostnað af því sjálfur eða hvort þú leigir,“ segir Gunnar. Hann telur leiguverð vera of lágt. „Miðað við fasteignaverð eins og það er núna, vaxtastig eins og það er núna, eftirspurnina eins og hún er núna, samanborið við nágrannalöndin tel ég, og Seðlabankinn segir þetta, að leiguverð muni hækka,“ segir Gunnar. „Auðvitað eru þetta háar tölur, ef þú borgar 200 til 300 þúsund krónur í leigu á mánuði, það er há tala. Þessi umræða um að leiguverð sé hátt er rétt en það er af því að húsnæðisliðurinn er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá öllum.“ Leigumarkaður Sprengisandur Húsnæðismál Tengdar fréttir „Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11 „Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30 Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Leigufélagið Alma hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin misseri fyrir hátt leiguverð og meinta vægðarlausa leiguhækkun. Vakti það til að mynda athygli á dögunum þegar áttræður maður var borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. „Okkur finnst umræðan hafa verið kannski fullhörð og kannski ekki alveg í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn,“ segir Gunnar. Það sé þó rétt að leiguverð hafi verið hækkað hjá þeim á þessu ári þegar leigusamningar hafa komið til endurnýjunar. Hann segir að síðustu ár hafi þróun á leiguverði ekki verið í samræmi við þróun á fasteignaverði. „Til lengri tíma þá mun leiguverð fylgja margfeldi af vöxtum og markaðsverði á fasteignum. Til skemmri tíma er það bara sambland eða jafnvægi á markaði, framboð og eftirspurn sem ræður leiguverðinu.“ Hann segist átta sig á því þrátt fyrir þetta að leigan sé mjög há. Horfa þurfi á málið bæði frá sjónarhorni leigutakans og leigusalans. „Sem verður að fá arðsemi af fjárfestingunni, annars tekur það því ekki að standa í þessari starfsemi. Hins vegar frá leigutakanum, sem er að borga mikla peninga fyrir að leigja íbúð. Það er bara þannig að húsnæði er dýrt, sama hvort þú átt og rekur það sjálfur og borgar fjármagnskostnað af því sjálfur eða hvort þú leigir,“ segir Gunnar. Hann telur leiguverð vera of lágt. „Miðað við fasteignaverð eins og það er núna, vaxtastig eins og það er núna, eftirspurnina eins og hún er núna, samanborið við nágrannalöndin tel ég, og Seðlabankinn segir þetta, að leiguverð muni hækka,“ segir Gunnar. „Auðvitað eru þetta háar tölur, ef þú borgar 200 til 300 þúsund krónur í leigu á mánuði, það er há tala. Þessi umræða um að leiguverð sé hátt er rétt en það er af því að húsnæðisliðurinn er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá öllum.“
Leigumarkaður Sprengisandur Húsnæðismál Tengdar fréttir „Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11 „Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30 Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
„Ómögulegt með nokkurri sanngirni að kalla slíka hækkun leiguokur“ Stjórnarformaður Ölmu íbúðafélags hf. segir félagið ekki vera hluta af húsnæðisvandanum, það sé frekar hluti af lausninni. Hann segir ósanngjarnt að ætla að einstök dæmi um miklar hækkanir á leiguverði eigi við um allan markaðinn. 10. maí 2023 11:11
„Það er Alma sem slær tóninn og hinir elta“ Formaður Samtaka leigjenda segir ekki rétt að Alma leigufélag sé ekki verðleiðandi á leigumarkaði hér á landi. Alma slái tóninn með hækkunum og almennir leigusalar elti. Hann hvetur leigjendur hjá Ölmu til að hafna hækkunum félagsins. 10. maí 2023 23:30
Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. 6. maí 2023 12:27